Methagnaður og kaup á banka 29. apríl 2005 00:01 KB banki hefur gert bindandi tilboð í breska bankann Singer & Friedlander. Stjórn breska bankans hefur ákveðið að mæla með tilboðinu. Þar með er nánast ekkert sem komið getur í veg fyrir að KB banki kaupi breska bankann. KB banki birti einnig uppgjör sitt í gær og nam hagnaður bankans rúmum ellefu milljörðum á fyrstu þremur mánuðum ársins sem er í samræmi við spár. Hagnaður bankans hefur aldrei verið meiri á einum ársfjórðungi, en inni í hagnaðartölunum er söluhagnaður af Lýsingu og gengishagnaður af breytanlegu skuldabréfi í Bakkavör. Heildareignir bankans eru 1.675 milljarðar króna og með sameiningu við S&F verða eignir bankans um 2.000 milljarðar króna. Arðsemi eigin fjár á tímablinu var 33 prósent. Kaupgengið í viðskiptunum er 316 pens á hlut, en auk þess fá núverandi eigendur arðgreiðslu upp á um 4,25 prósent á hlut. Samkvæmt þessu er verð breska bankans tæpir 65 milljarðar króna, en KB banki á sjálfur 19,5 prósent eða rúma tólf milljarða af því. Með kaupunum verður Bretland, ásamt Danmörku og Íslandi, helsta markaðssvæði bankans. Þar munu eftir kaupin starfa á sjöunda hundrað manns. Í kynningu bankans á uppgjörinu í Stokkhólmi í gær fór Hreiðar Már Sigurðsson yfir uppgjör bankans. Hann sagði afkomuna sýna að bankinn sé á réttri leið. "Bætt afkoma skýrist fyrst og fremst af auknum tekjum, þótt það sé vissulega ánægjulegt að sjá heildarkostnað minnka á milli ársfjórðunga. Tekjur aukast á öllum markaðssvæðum. Um 62% af tekjum bankans myndast nú utan Íslands og hefur það hlutfall aldrei verið hærra." Sigurður Einarsson kynnti hins vegar kaup bankans á Singer & Friedlander í London. Hann sagði kaupin í samræmi við stefnu bankans um að efla starfsemi í Bretlandi. "Saman munu Singer & Friedlander mynda sterkari heild með spennandi vaxtarmöguleikum." Tony Shearer, forstjóri S&F, tók í sama streng. Hann sagði bankann hafa góða stöðu á kjarnamörkuðum. "Með sölunni til Kaupþings banka getur Singer & Friedlander haldið áfram þróun þessarar stefnu innan stærri fjármálasamstæðu." KB banki þarf ekki að gefa út nýtt hlutafé vegna kaupanna og hefur borð fyrir báru til frekari kaupa á fyrirtækjum. Hreiðar Már sagði á fundinum að fram til þessa hefðu kaup bankans einkennst af því sem hann kallaði kaup Davíðs á Golíat. Hann sagði bankann hafa áhuga á að styrkja stöðu sína á starfssvæðum sínum í Noregi og Finnlandi. Reiknað er með að KB banki taki breska bankann yfir eftir fjóra til fimm mánuði. Viðskipti Mest lesið Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Neytendur Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Atvinnulíf Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Viðskipti innlent Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Lára nýr samskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Sjá meira
KB banki hefur gert bindandi tilboð í breska bankann Singer & Friedlander. Stjórn breska bankans hefur ákveðið að mæla með tilboðinu. Þar með er nánast ekkert sem komið getur í veg fyrir að KB banki kaupi breska bankann. KB banki birti einnig uppgjör sitt í gær og nam hagnaður bankans rúmum ellefu milljörðum á fyrstu þremur mánuðum ársins sem er í samræmi við spár. Hagnaður bankans hefur aldrei verið meiri á einum ársfjórðungi, en inni í hagnaðartölunum er söluhagnaður af Lýsingu og gengishagnaður af breytanlegu skuldabréfi í Bakkavör. Heildareignir bankans eru 1.675 milljarðar króna og með sameiningu við S&F verða eignir bankans um 2.000 milljarðar króna. Arðsemi eigin fjár á tímablinu var 33 prósent. Kaupgengið í viðskiptunum er 316 pens á hlut, en auk þess fá núverandi eigendur arðgreiðslu upp á um 4,25 prósent á hlut. Samkvæmt þessu er verð breska bankans tæpir 65 milljarðar króna, en KB banki á sjálfur 19,5 prósent eða rúma tólf milljarða af því. Með kaupunum verður Bretland, ásamt Danmörku og Íslandi, helsta markaðssvæði bankans. Þar munu eftir kaupin starfa á sjöunda hundrað manns. Í kynningu bankans á uppgjörinu í Stokkhólmi í gær fór Hreiðar Már Sigurðsson yfir uppgjör bankans. Hann sagði afkomuna sýna að bankinn sé á réttri leið. "Bætt afkoma skýrist fyrst og fremst af auknum tekjum, þótt það sé vissulega ánægjulegt að sjá heildarkostnað minnka á milli ársfjórðunga. Tekjur aukast á öllum markaðssvæðum. Um 62% af tekjum bankans myndast nú utan Íslands og hefur það hlutfall aldrei verið hærra." Sigurður Einarsson kynnti hins vegar kaup bankans á Singer & Friedlander í London. Hann sagði kaupin í samræmi við stefnu bankans um að efla starfsemi í Bretlandi. "Saman munu Singer & Friedlander mynda sterkari heild með spennandi vaxtarmöguleikum." Tony Shearer, forstjóri S&F, tók í sama streng. Hann sagði bankann hafa góða stöðu á kjarnamörkuðum. "Með sölunni til Kaupþings banka getur Singer & Friedlander haldið áfram þróun þessarar stefnu innan stærri fjármálasamstæðu." KB banki þarf ekki að gefa út nýtt hlutafé vegna kaupanna og hefur borð fyrir báru til frekari kaupa á fyrirtækjum. Hreiðar Már sagði á fundinum að fram til þessa hefðu kaup bankans einkennst af því sem hann kallaði kaup Davíðs á Golíat. Hann sagði bankann hafa áhuga á að styrkja stöðu sína á starfssvæðum sínum í Noregi og Finnlandi. Reiknað er með að KB banki taki breska bankann yfir eftir fjóra til fimm mánuði.
Viðskipti Mest lesið Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Neytendur Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Atvinnulíf Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Viðskipti innlent Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Lára nýr samskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Sjá meira