Góðir hálsar sungu í samveru 27. apríl 2005 00:01 Stefanía Aradóttir í Árgerði er einn af 56 nemendum Húsabakkaskóla í Svarfaðardal, að leikskólabörnum meðtöldum. Í gær gerðu nemendur sér dagamun, voru í samveru á sal, héldu upp á afmæli allra aprílbarna og gistu svo í skólanum. "Það er alltaf svona hátíð einu sinni í mánuði í bekknum, þá förum við út í lítinn sal í félagsheimilinu Rimum og stundum syngjum við, það er kallað "söngur á sal" en nú var "samvera á sal". Þá söng kórinn Góðir hálsar og ég er í honum og svo lásu krakkar úr 7. og 8. bekk upp. Við vorum að halda upp á bókadaginn. Svo var kaffiveisla til að fagna öllum afmælunum í apríl, meðal annars mínu því ég átti afmæli þann 18. Svo fengum við að gista. Það er alltaf gistidagur einu sinni í mánuði en aðra daga förum við heim klukkan hálf tvö." -En er nóg af rúmum eða liggið þið í flatsæng á gólfunum? "Það er gist í rúmum því einu sinni voru krakkarnir hér í heimavist. Þá dvöldu þau hér í hálfan mánuð og voru svo heima í hálfan mánuð og stunduðu heimanám. Þess vegna er vist uppi á efstu hæð og í öðru húsi við hliðina." -Eru vorprófin byrjuð í Húsabakkaskóla? "Ég veit ekki hvenær þau byrja en ég var í náttúrufræðiprófi á mánudaginn og er að fara á föstudaginn í kristinfræðipróf." -Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? "Það eru smíðar, hannyrðir og íþróttir. Við erum nýbyrjuð að læra að sauma á saumavél í hannyrðatímunum. Það er mjög gaman," segir Stefanía, sem er í fjórða bekk skólans. Nám Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Stefanía Aradóttir í Árgerði er einn af 56 nemendum Húsabakkaskóla í Svarfaðardal, að leikskólabörnum meðtöldum. Í gær gerðu nemendur sér dagamun, voru í samveru á sal, héldu upp á afmæli allra aprílbarna og gistu svo í skólanum. "Það er alltaf svona hátíð einu sinni í mánuði í bekknum, þá förum við út í lítinn sal í félagsheimilinu Rimum og stundum syngjum við, það er kallað "söngur á sal" en nú var "samvera á sal". Þá söng kórinn Góðir hálsar og ég er í honum og svo lásu krakkar úr 7. og 8. bekk upp. Við vorum að halda upp á bókadaginn. Svo var kaffiveisla til að fagna öllum afmælunum í apríl, meðal annars mínu því ég átti afmæli þann 18. Svo fengum við að gista. Það er alltaf gistidagur einu sinni í mánuði en aðra daga förum við heim klukkan hálf tvö." -En er nóg af rúmum eða liggið þið í flatsæng á gólfunum? "Það er gist í rúmum því einu sinni voru krakkarnir hér í heimavist. Þá dvöldu þau hér í hálfan mánuð og voru svo heima í hálfan mánuð og stunduðu heimanám. Þess vegna er vist uppi á efstu hæð og í öðru húsi við hliðina." -Eru vorprófin byrjuð í Húsabakkaskóla? "Ég veit ekki hvenær þau byrja en ég var í náttúrufræðiprófi á mánudaginn og er að fara á föstudaginn í kristinfræðipróf." -Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? "Það eru smíðar, hannyrðir og íþróttir. Við erum nýbyrjuð að læra að sauma á saumavél í hannyrðatímunum. Það er mjög gaman," segir Stefanía, sem er í fjórða bekk skólans.
Nám Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira