Detroit 2 - Philadelphia 0 27. apríl 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Meistarar Detroit Pistons virðast ætla sér alla leið í úrslitin í ár, ef marka má framgöngu þeirra í fyrstu tveimur leikjum úrslitakeppninnar í vetur. Í nótt sigruðu þeir Philadelphia örugglega, 99-84 og hafa náð 2-0 forskoti í einvíginu með því að leika sinn agaða og skipulagða leik. Meistararnir léku eins og vel smurð vél í nótt og lið Philadelphia átti aldrei möguleika gegn sterkri vörn þeirra, ekki síst þegar Allen Iverson er að leika undir getu eins og raunin varð í þessum leik. Iverson brenndi af 17 af 24 skotum sínum í leiknum og ömurlegt kvöld hans var kórónað þegar áhorfandi í Detroit kastaði smápeningi í hann þar sem hann sat á bekknum undir lok leiksins. Áhorfandinn var handtekinn, en Iverson sagðist ekki ætla að velta sér upp úr tapinu. "Þetta er bara körfubolti," sagði Iverson. "Ég hef lent í alvarlegri hlutum í lífinu en að tapa körfuboltaleik og ég missi engan svefn yfir þessu," sagði kappinn, sem var þrátt fyrir slaka hittni stigahæstur í liði Philadelphia með 19 stig og átti 10 stoðsendingar. Rasheed Wallace var aftur maðurinn á bak við sigur Detroit í leiknum með tilfinningaþrungnum leik sínum. Rétt eins og í fyrsta leiknum, var það tæknivilla sem hann hlaut sem að kveikti í honum og í kjölfar mótlætisins fór hann á kostum í sóknarleiknum og kveikti mikið áhlaup hjá Detroit, sem skóp öruggan sigurinn. "Við erum ekki sérlega hrifnir af því þegar hann fær þessar tæknivillur, en okkur líkar vel hvað hefur verið að koma í kjölfar þeirra," sagði Chauncey Billups, félagi Wallace hjá Detroit. "Úrslitakeppnin byrjar ekki fyrr en einhver tapar á heimavelli," sagði Larry Brown, þjálfari Pistons þegar hann var spurður hvernig sér litist á framhaldið, en næstu tveir leikir fara fram í Philadelphia, þar sem hann þjálfaði áður en hann gekk til liðs við Pistons. Atkvæðamestir í liði Detroit:Richard Hamilton 23 stig, Chauncey Billups 20 stig (8 stoðs, 6 frák), Rasheed Wallace 15 stig (6 frák), Tyshaun Prince 14 stig (8 frák, 5 stoðs), Antonio McDyess 12 stig (8 frák), Lindsey Hunter 6 stig, Ben Wallace 5 stig (10 frák).Atkvæðamestir í liði Philadelphia:Allen Iverson 19 stig (10 stoðs), Chris Webber 15 stig, Samuel Dalembert 14 stig (11 frák), Willie Green 11 stig, Marc Jackson 9 stig, Kyle Korver 8 stig (7 frák), Andre Iquodala 6 stig. NBA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Sjá meira
Meistarar Detroit Pistons virðast ætla sér alla leið í úrslitin í ár, ef marka má framgöngu þeirra í fyrstu tveimur leikjum úrslitakeppninnar í vetur. Í nótt sigruðu þeir Philadelphia örugglega, 99-84 og hafa náð 2-0 forskoti í einvíginu með því að leika sinn agaða og skipulagða leik. Meistararnir léku eins og vel smurð vél í nótt og lið Philadelphia átti aldrei möguleika gegn sterkri vörn þeirra, ekki síst þegar Allen Iverson er að leika undir getu eins og raunin varð í þessum leik. Iverson brenndi af 17 af 24 skotum sínum í leiknum og ömurlegt kvöld hans var kórónað þegar áhorfandi í Detroit kastaði smápeningi í hann þar sem hann sat á bekknum undir lok leiksins. Áhorfandinn var handtekinn, en Iverson sagðist ekki ætla að velta sér upp úr tapinu. "Þetta er bara körfubolti," sagði Iverson. "Ég hef lent í alvarlegri hlutum í lífinu en að tapa körfuboltaleik og ég missi engan svefn yfir þessu," sagði kappinn, sem var þrátt fyrir slaka hittni stigahæstur í liði Philadelphia með 19 stig og átti 10 stoðsendingar. Rasheed Wallace var aftur maðurinn á bak við sigur Detroit í leiknum með tilfinningaþrungnum leik sínum. Rétt eins og í fyrsta leiknum, var það tæknivilla sem hann hlaut sem að kveikti í honum og í kjölfar mótlætisins fór hann á kostum í sóknarleiknum og kveikti mikið áhlaup hjá Detroit, sem skóp öruggan sigurinn. "Við erum ekki sérlega hrifnir af því þegar hann fær þessar tæknivillur, en okkur líkar vel hvað hefur verið að koma í kjölfar þeirra," sagði Chauncey Billups, félagi Wallace hjá Detroit. "Úrslitakeppnin byrjar ekki fyrr en einhver tapar á heimavelli," sagði Larry Brown, þjálfari Pistons þegar hann var spurður hvernig sér litist á framhaldið, en næstu tveir leikir fara fram í Philadelphia, þar sem hann þjálfaði áður en hann gekk til liðs við Pistons. Atkvæðamestir í liði Detroit:Richard Hamilton 23 stig, Chauncey Billups 20 stig (8 stoðs, 6 frák), Rasheed Wallace 15 stig (6 frák), Tyshaun Prince 14 stig (8 frák, 5 stoðs), Antonio McDyess 12 stig (8 frák), Lindsey Hunter 6 stig, Ben Wallace 5 stig (10 frák).Atkvæðamestir í liði Philadelphia:Allen Iverson 19 stig (10 stoðs), Chris Webber 15 stig, Samuel Dalembert 14 stig (11 frák), Willie Green 11 stig, Marc Jackson 9 stig, Kyle Korver 8 stig (7 frák), Andre Iquodala 6 stig.
NBA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Sjá meira