Haukakonur komnar í 2-0 gegn ÍBV 26. apríl 2005 00:01 Haukakonur vantar aðeins einn sigur til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna eftir 24-25 sigur á ÍBV í öðrum leik liðanna sem fram fór í Eyjum í kvöld. Alla Gokorian var nærri því búin að tryggja ÍBV framlengingu en jöfnunarmark hennar kom aðeins of seint. Ragnhildur Guðmundsdóttir, sem skoraði þrjú mörk á lokamínútunum, kom Haukum í 23-25 úr vítakasti þegar hálf mínúta var eftir en Alla Gokorian skoraði tvö mörk á síðustu tólf sekúndum leiksins. Dómarar dæmdu hins vegar réttilega af seinna markið sem kom nokkrum sekúndubrotum of seint eftir að Alla hafði á ótrúlegan hátt stolið boltanum af manni leiksins, Ramune Pekarskyte, á miðlínu vallarsins. Haukar byrjuðu betur, skoruðu 7 mörk úr fyrstu 8 sóknum sínum og komust meðal annars í 5-8 en Ramune Pekarskyte skoraði þá fimm mörk úr fimm skotum á fyrstu 11 mínútum leiksins. Haukar náðu nokkru sinnum þriggja mark forskoti og höfðu fraumkvæðið og þrátt fyrir að ÍBV hafði náð að jafna leikinn jafnóðum þá tókst Eyjakonum aldrei að komast yfir. "Ég er fyrst og fremst ánægður með góða baráttu í mínu liði. Við erum búnar að brjóta ísinn og vinna hérna í Eyjum, það var kominn tími til og þetta var rétta augnablikið til þess. ÍBV eru með hörkulið og eru í úrslitum að því að þær eiga að vera þar. Við sýndum sterkan leik hérna í dag en þetta er alls ekki búið en þær þurfa að vinna þrjá leiki í röð á meðan okkur nægir einn sigur svo það má segja að við séum með yfirhöndina. Þetta er samt hættulegt augnablik hjá okkur og það er mikilvægt að klára heimaleikinn næst," sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka, en kollegi hans hjá ÍBV var ekki eins kátur. "Við fórum illa og klaufalega með tækifæri til að koma okkur yfir í þessu leik hérna síðustu 15 mínúturnar. Við fengum hraðaupphlaup, víti og tvö, þrjú dauðafæri sem við nýttum ekki. Svo erum við ekki að fá einn einasta dóm síðasta korterið, annars þetta góða par bara færði Haukunum þetta á silfurfati – það er einfalt mál. Ég get tekið dæmi þegar Alla skítur í slá er klárlega ýtt á bakið á henni og það hefði átt að vera tvær mínútur. Það er bara hver dómurinn á fætur öðrum sem er alveg fáránlegur, gjörsamlega fáránlegt," sagði Alfreð Finnsson, þjálfari ÍBV. Ramune Pekarskyte hjá Haukum skoraði 11 mörk í leiknum öll með langskotum og úr aðeins 17 skotum. Pekarskyte átti auk þess 3 stoðsendingar en ólíkt fyrsta leiknum þá var hún ekki tekin úr umferð í Eyjum í kvöld. Pekarskyte skoraði 4 mörk úr 8 skotum í fyrsta leiknum þegar hún var tekin úr umferð allan tímann. Tölfræðin úr leiknum:ÍBV-Haukar 24-25 (13-14)Mörk ÍBV (Skot): Alla Gokorian 9/4 (18/5), Anastasia Patsion 6 (7), Tatjana Zukovska 4 (5), Guðbjörg Guðmannsdóttir 2 (2), Darinka Stefanovic 2 (5), Eva Björk Hlöðversdóttir 1/1 (6/1). Skipting marka ÍBV: Gegnumbrot (6), langskot (5), víti (5), hraðaupphlaup (3), horn (3), lína (2). Varin skot: Florentina Grecu 23/2 (af 48/4, 48%) Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Guðbjörg, Patsion, Gokorian). Tapaðir boltar: 17 (13 í seinni hálfleik). Vítanýting: Skoruðu úr 5 af 6 vítum. Fiskuð víti: Eva Björk 3, Stefanovic 2, Gokorian. Brottvísanir: 10 mínútur. Mörk Hauka (Skot): Ramune Pekarskyte 11 (17), Hanna Guðrún Stefánsdóttir 4 (6/2), Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 3/2 (9/2), Erna Þráinsdóttir 2 (3), Harpa G Melsted 2 (6), Martha Hermannsdóttir 2 (6), Inga Fríða Tryggvadóttir 1 (3), Anna Guðrún Halldórsdóttir 0 (2). Skipting marka Hauka: Langskot (13), hraðaupphlaup (4), gegnumbrot (3), víti (2), horn (2), lína (1). Varin skot: Helga Torfadóttir 13/1 (af 27/4, 48%), Kristina Matuzeviciute 2 (af 12/2, 17%). Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Hanna 3, Erna). Tapaðir boltar: 11 (8 í seinni hálfleik). Vítanýting: Skoruðu úr 2 af 4 vítum. Fiskuð víti: Anna Guðrún 2, Inga Fríða. Ragnhildur. Brottvísanir: 10 mínútur. Íslenski handboltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira
Haukakonur vantar aðeins einn sigur til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna eftir 24-25 sigur á ÍBV í öðrum leik liðanna sem fram fór í Eyjum í kvöld. Alla Gokorian var nærri því búin að tryggja ÍBV framlengingu en jöfnunarmark hennar kom aðeins of seint. Ragnhildur Guðmundsdóttir, sem skoraði þrjú mörk á lokamínútunum, kom Haukum í 23-25 úr vítakasti þegar hálf mínúta var eftir en Alla Gokorian skoraði tvö mörk á síðustu tólf sekúndum leiksins. Dómarar dæmdu hins vegar réttilega af seinna markið sem kom nokkrum sekúndubrotum of seint eftir að Alla hafði á ótrúlegan hátt stolið boltanum af manni leiksins, Ramune Pekarskyte, á miðlínu vallarsins. Haukar byrjuðu betur, skoruðu 7 mörk úr fyrstu 8 sóknum sínum og komust meðal annars í 5-8 en Ramune Pekarskyte skoraði þá fimm mörk úr fimm skotum á fyrstu 11 mínútum leiksins. Haukar náðu nokkru sinnum þriggja mark forskoti og höfðu fraumkvæðið og þrátt fyrir að ÍBV hafði náð að jafna leikinn jafnóðum þá tókst Eyjakonum aldrei að komast yfir. "Ég er fyrst og fremst ánægður með góða baráttu í mínu liði. Við erum búnar að brjóta ísinn og vinna hérna í Eyjum, það var kominn tími til og þetta var rétta augnablikið til þess. ÍBV eru með hörkulið og eru í úrslitum að því að þær eiga að vera þar. Við sýndum sterkan leik hérna í dag en þetta er alls ekki búið en þær þurfa að vinna þrjá leiki í röð á meðan okkur nægir einn sigur svo það má segja að við séum með yfirhöndina. Þetta er samt hættulegt augnablik hjá okkur og það er mikilvægt að klára heimaleikinn næst," sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka, en kollegi hans hjá ÍBV var ekki eins kátur. "Við fórum illa og klaufalega með tækifæri til að koma okkur yfir í þessu leik hérna síðustu 15 mínúturnar. Við fengum hraðaupphlaup, víti og tvö, þrjú dauðafæri sem við nýttum ekki. Svo erum við ekki að fá einn einasta dóm síðasta korterið, annars þetta góða par bara færði Haukunum þetta á silfurfati – það er einfalt mál. Ég get tekið dæmi þegar Alla skítur í slá er klárlega ýtt á bakið á henni og það hefði átt að vera tvær mínútur. Það er bara hver dómurinn á fætur öðrum sem er alveg fáránlegur, gjörsamlega fáránlegt," sagði Alfreð Finnsson, þjálfari ÍBV. Ramune Pekarskyte hjá Haukum skoraði 11 mörk í leiknum öll með langskotum og úr aðeins 17 skotum. Pekarskyte átti auk þess 3 stoðsendingar en ólíkt fyrsta leiknum þá var hún ekki tekin úr umferð í Eyjum í kvöld. Pekarskyte skoraði 4 mörk úr 8 skotum í fyrsta leiknum þegar hún var tekin úr umferð allan tímann. Tölfræðin úr leiknum:ÍBV-Haukar 24-25 (13-14)Mörk ÍBV (Skot): Alla Gokorian 9/4 (18/5), Anastasia Patsion 6 (7), Tatjana Zukovska 4 (5), Guðbjörg Guðmannsdóttir 2 (2), Darinka Stefanovic 2 (5), Eva Björk Hlöðversdóttir 1/1 (6/1). Skipting marka ÍBV: Gegnumbrot (6), langskot (5), víti (5), hraðaupphlaup (3), horn (3), lína (2). Varin skot: Florentina Grecu 23/2 (af 48/4, 48%) Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Guðbjörg, Patsion, Gokorian). Tapaðir boltar: 17 (13 í seinni hálfleik). Vítanýting: Skoruðu úr 5 af 6 vítum. Fiskuð víti: Eva Björk 3, Stefanovic 2, Gokorian. Brottvísanir: 10 mínútur. Mörk Hauka (Skot): Ramune Pekarskyte 11 (17), Hanna Guðrún Stefánsdóttir 4 (6/2), Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 3/2 (9/2), Erna Þráinsdóttir 2 (3), Harpa G Melsted 2 (6), Martha Hermannsdóttir 2 (6), Inga Fríða Tryggvadóttir 1 (3), Anna Guðrún Halldórsdóttir 0 (2). Skipting marka Hauka: Langskot (13), hraðaupphlaup (4), gegnumbrot (3), víti (2), horn (2), lína (1). Varin skot: Helga Torfadóttir 13/1 (af 27/4, 48%), Kristina Matuzeviciute 2 (af 12/2, 17%). Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Hanna 3, Erna). Tapaðir boltar: 11 (8 í seinni hálfleik). Vítanýting: Skoruðu úr 2 af 4 vítum. Fiskuð víti: Anna Guðrún 2, Inga Fríða. Ragnhildur. Brottvísanir: 10 mínútur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira