Fylkir safnar liði í handboltanum 26. apríl 2005 00:01 Það er mikið líf í Árbænum þessa dagana enda ætlar Fylkir að tefla fram meistaraflokki karla á næstu leiktíð. Gamla stórskyttan Sigurður Valur Sveinsson hefur verið ráðinn sem þjálfari hjá félaginu og Fylkir er í leikmannasmölun þessa dagana. Fjölmargir leikmenn hafa verið orðaðir við félagið á síðustu dögum en ekkert fengist staðfest. Fréttablaðið hefur traustar heimildir fyrir því að fimm leikmenn hafi hug á að semja við Fylki og að þeir muni semja við félagið á næstu dögum. Leikmennirnir sem um ræðir eru Heimir Örn Árnason, Hlynur Jóhannesson, Ingólfur Axelsson, Guðlaugur Arnarsson og Arnar Þór Sæþórsson. Heimir og Hlynur koma frá Val en hinir þrír léku allir með Fram síðasta vetur. Nafn Valsarans Baldvins Þorsteinssonar hefur einnig verið nefnt í þessu sambandi en samkvæmt sömu heimildum gæti vel farið svo að hann gangi einnig í raðir Fylkis. Heimir Örn tilkynnti Valsmönnum í gær að hann væri hættur hjá félaginu og þegar Fréttablaðið spurði hann að því hvort hann væri á leið í Fylki var svarið einfalt: "No comment." "Það hafa leikmenn lýst yfir áhuga á að spila með okkur en við höfum ekki samið við neinn leikmann enn sem komið er," sagði Sigurður Jensson, formaður handknattleiksdeildar Fylkis, sem fagnaði því að leikmenn sýndu áhuga á að koma til félagsins. Hann segir Fylkismenn ekki ætla að vera neina farþega í deildinni næsta vetur. "Það standa allir jafnfætis næsta vetur og nú er rétti tíminn til þess að taka þátt. Fylkishverfið fer sístækkandi og það ætti að vera grundvöllur fyrir því að reka öflugt handboltastarf hjá Fylki á komandi árum." Það er ekki ódýrt að byggja meistaraflokk frá grunni en Sigurður segir að fjárhagslegar aðstæður séu í góðu lagi. "Við erum komnir með góða bakhjarla sem eru bæði einstaklingar og fyrirtæki og vonandi slást fleiri í slaginn með okkur. Viðhorfið gagnvart handboltastarfi í Árbænum er mjög jákvætt," sagði Sigurður. Íslenski handboltinn Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Sjá meira
Það er mikið líf í Árbænum þessa dagana enda ætlar Fylkir að tefla fram meistaraflokki karla á næstu leiktíð. Gamla stórskyttan Sigurður Valur Sveinsson hefur verið ráðinn sem þjálfari hjá félaginu og Fylkir er í leikmannasmölun þessa dagana. Fjölmargir leikmenn hafa verið orðaðir við félagið á síðustu dögum en ekkert fengist staðfest. Fréttablaðið hefur traustar heimildir fyrir því að fimm leikmenn hafi hug á að semja við Fylki og að þeir muni semja við félagið á næstu dögum. Leikmennirnir sem um ræðir eru Heimir Örn Árnason, Hlynur Jóhannesson, Ingólfur Axelsson, Guðlaugur Arnarsson og Arnar Þór Sæþórsson. Heimir og Hlynur koma frá Val en hinir þrír léku allir með Fram síðasta vetur. Nafn Valsarans Baldvins Þorsteinssonar hefur einnig verið nefnt í þessu sambandi en samkvæmt sömu heimildum gæti vel farið svo að hann gangi einnig í raðir Fylkis. Heimir Örn tilkynnti Valsmönnum í gær að hann væri hættur hjá félaginu og þegar Fréttablaðið spurði hann að því hvort hann væri á leið í Fylki var svarið einfalt: "No comment." "Það hafa leikmenn lýst yfir áhuga á að spila með okkur en við höfum ekki samið við neinn leikmann enn sem komið er," sagði Sigurður Jensson, formaður handknattleiksdeildar Fylkis, sem fagnaði því að leikmenn sýndu áhuga á að koma til félagsins. Hann segir Fylkismenn ekki ætla að vera neina farþega í deildinni næsta vetur. "Það standa allir jafnfætis næsta vetur og nú er rétti tíminn til þess að taka þátt. Fylkishverfið fer sístækkandi og það ætti að vera grundvöllur fyrir því að reka öflugt handboltastarf hjá Fylki á komandi árum." Það er ekki ódýrt að byggja meistaraflokk frá grunni en Sigurður segir að fjárhagslegar aðstæður séu í góðu lagi. "Við erum komnir með góða bakhjarla sem eru bæði einstaklingar og fyrirtæki og vonandi slást fleiri í slaginn með okkur. Viðhorfið gagnvart handboltastarfi í Árbænum er mjög jákvætt," sagði Sigurður.
Íslenski handboltinn Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Sjá meira