Liverpool mætir í Evrópugírnum 26. apríl 2005 00:01 Mikil eftirvænting ríkir á Englandi fyrir viðureign ensku liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Chelsea er af flestum talið mun sigurstranglegra liðið, ekki síst þegar horft er til þess að Lundúnaliðið hefur unnið alla þrjá leiki liðanna í vetur. Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir sína menn þó hvergi smeyka og segir þá munu mæta til leiks í Evrópugírnum, enda hefur liðið leikið mun betur í Meistaradeildinni en í deildakeppninni á Englandi. Nýtt mót Góðar fregnir hafa borist úr herbúðum Liverpool á síðustu dögum og nú er ljóst að liðið mætir til leiks með þá Milan Baros, Harry Kewell, Xabi Alonso og Luis Garcia í leikmannahópnum, en þeir voru allir taldir tæpir í leikinn vegna meiðsla. "Okkur hefur gengið illa í síðustu leikjum í deildinni en Meistaradeildin er nýtt mót og þar skipta fyrri leikir engu máli. Þess vegna erum við ekki að hengja haus yfir því að við höfum tapað fyrir Chelsea í vetur, því þegar leikið er með útsláttarfyrirkomulagi eins og í Meistaradeildinni getur allt gerst. Mínir menn eru fullir sjálfstrausts eftir góðan sigur á Juventus og við ætlum okkur stóra hluti í keppninni," sagði Benitez. Virðir Benitez Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hafði vonast til að lið sitt næði að tryggja sér enska meistaratitilinn áður en það mætti Liverpool í Meistaradeildinni, en honum varð ekki að ósk sinni. Hann sýndi hins vegar á sér nýja hlið þegar hann var spurður út í framhaldið í keppninni. "Ef svo færi að við dyttum út myndi það gleðja mig ef Benitez og hans menn sigruðu í keppninni. Ég virði Benitez og hef átt gott samband við hann," sagði Mourinho. John Terry, fyrirliði Chelsea, á von á erfiðum leik í kvöld. "Liverpool er gott lið með frábæra leikmenn innanborðs. Liverpool-menn hafa líka síðari leikinn á heimavelli, sem er gott fyrir þá því þar hafa þeir áhorfendur sína sem sinn tólfta mann. Vörn þeirra er líka sterk, en við höfum verið að skora mikið upp á síðkastið og því hef ég engar áhyggjur af þessum leik," sagði Terry, nýkjörinn leikmaður ársins á Englandi. baldur@frettabladid.is Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Sjá meira
Mikil eftirvænting ríkir á Englandi fyrir viðureign ensku liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Chelsea er af flestum talið mun sigurstranglegra liðið, ekki síst þegar horft er til þess að Lundúnaliðið hefur unnið alla þrjá leiki liðanna í vetur. Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir sína menn þó hvergi smeyka og segir þá munu mæta til leiks í Evrópugírnum, enda hefur liðið leikið mun betur í Meistaradeildinni en í deildakeppninni á Englandi. Nýtt mót Góðar fregnir hafa borist úr herbúðum Liverpool á síðustu dögum og nú er ljóst að liðið mætir til leiks með þá Milan Baros, Harry Kewell, Xabi Alonso og Luis Garcia í leikmannahópnum, en þeir voru allir taldir tæpir í leikinn vegna meiðsla. "Okkur hefur gengið illa í síðustu leikjum í deildinni en Meistaradeildin er nýtt mót og þar skipta fyrri leikir engu máli. Þess vegna erum við ekki að hengja haus yfir því að við höfum tapað fyrir Chelsea í vetur, því þegar leikið er með útsláttarfyrirkomulagi eins og í Meistaradeildinni getur allt gerst. Mínir menn eru fullir sjálfstrausts eftir góðan sigur á Juventus og við ætlum okkur stóra hluti í keppninni," sagði Benitez. Virðir Benitez Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hafði vonast til að lið sitt næði að tryggja sér enska meistaratitilinn áður en það mætti Liverpool í Meistaradeildinni, en honum varð ekki að ósk sinni. Hann sýndi hins vegar á sér nýja hlið þegar hann var spurður út í framhaldið í keppninni. "Ef svo færi að við dyttum út myndi það gleðja mig ef Benitez og hans menn sigruðu í keppninni. Ég virði Benitez og hef átt gott samband við hann," sagði Mourinho. John Terry, fyrirliði Chelsea, á von á erfiðum leik í kvöld. "Liverpool er gott lið með frábæra leikmenn innanborðs. Liverpool-menn hafa líka síðari leikinn á heimavelli, sem er gott fyrir þá því þar hafa þeir áhorfendur sína sem sinn tólfta mann. Vörn þeirra er líka sterk, en við höfum verið að skora mikið upp á síðkastið og því hef ég engar áhyggjur af þessum leik," sagði Terry, nýkjörinn leikmaður ársins á Englandi. baldur@frettabladid.is
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Sjá meira