Telur vangaveltur FT langsóttar 20. apríl 2005 00:01 "Ég tel þennan leiðara Financial Times afskaplega langsóttan," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, spurður um mat sitt á vangaveltum breska stórblaðsins um að ein hugsanleg leið út úr þeirri kreppu sem Evrópusambandið myndi lenda í ef stjórnarskrársáttmáli þess yrði felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu í Frakklandi um næstu mánaðamót væri sú að "smygla" nokkrum helstu atriðum sáttmálans inn í aðildarsamning við Ísland. "Ég hef ekki trú á því að þetta sé veruleikinn," segir Halldór. "Hins vegar finnst mér mjög gott að það skuli vera vakin athygli á sjónarmiðum Íslands sem hefur vantað upp á að væru rædd innan Evrópusambandsins. Við höfum mikla sérstöðu að því er varðar sjávarútveg og fiskveiðar svo að ég tel að þessi leiðari sé af hinu góða, að því leytinu til að hann vekur athygli á aðstæðum Íslendinga. En ég hef ekki trú á því að menn fari að vinna mál sem þetta á þessum grundvelli," segir forsætisráðherra. Að sögn Halldórs verður hins vegar mjög spennandi að fylgjast með úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Frakklandi. Þau muni hafa mikil áhrif á Evrópusambandið. Samkvæmt skoðanakönnunum hyggst meirihluti franskra kjósenda hafna sáttmálanum. "Mér sýnist vera útséð með það að Evrópusambandið verði nokkru sinni Bandaríki Evrópu," ályktar Halldór. "Mér finnst vera að koma alltaf betur og betur í ljós að Evrópusambandið er og verður samtök þjóðríkja. Og ég er mjög ánægður með þá þróun," segir hann. Spurður hvort þessi þróun þýði að reikna megi með því að samstarfið innan ESB muni í framtíðinni skiptast í "harðan kjarna" landa sem eiga nánari samvinnu en önnur aðildarríki svarar Halldór því játandi. "Það er alveg ljóst að samstarf milli einstakra ríkja er að aukast. Þannig er samstarf Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna að eflast. Og síðan samstarf þeirra við ákveðin ríki í Evrópu eins og til dæmis Þýskaland og Pólland. Þannig að það eru að myndast svona kjarnar innan Evrópusambandsins. Ég tel að það sé af hinu góða. Við höfum alltaf verið hluti af norrænum kjarna. Það viljum við vera, norræn þjóð sem á samleið með hinum Norðurlöndunum. Mér finnst þetta vera þróun sem er með þeim hætti sem ég hefði viljað sjá fyrir nokkrum árum. Þetta er þróun sem ég tel vera hagfellda Íslendingum," segir Halldór Ásgrímsson. Erlent Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
"Ég tel þennan leiðara Financial Times afskaplega langsóttan," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, spurður um mat sitt á vangaveltum breska stórblaðsins um að ein hugsanleg leið út úr þeirri kreppu sem Evrópusambandið myndi lenda í ef stjórnarskrársáttmáli þess yrði felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu í Frakklandi um næstu mánaðamót væri sú að "smygla" nokkrum helstu atriðum sáttmálans inn í aðildarsamning við Ísland. "Ég hef ekki trú á því að þetta sé veruleikinn," segir Halldór. "Hins vegar finnst mér mjög gott að það skuli vera vakin athygli á sjónarmiðum Íslands sem hefur vantað upp á að væru rædd innan Evrópusambandsins. Við höfum mikla sérstöðu að því er varðar sjávarútveg og fiskveiðar svo að ég tel að þessi leiðari sé af hinu góða, að því leytinu til að hann vekur athygli á aðstæðum Íslendinga. En ég hef ekki trú á því að menn fari að vinna mál sem þetta á þessum grundvelli," segir forsætisráðherra. Að sögn Halldórs verður hins vegar mjög spennandi að fylgjast með úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Frakklandi. Þau muni hafa mikil áhrif á Evrópusambandið. Samkvæmt skoðanakönnunum hyggst meirihluti franskra kjósenda hafna sáttmálanum. "Mér sýnist vera útséð með það að Evrópusambandið verði nokkru sinni Bandaríki Evrópu," ályktar Halldór. "Mér finnst vera að koma alltaf betur og betur í ljós að Evrópusambandið er og verður samtök þjóðríkja. Og ég er mjög ánægður með þá þróun," segir hann. Spurður hvort þessi þróun þýði að reikna megi með því að samstarfið innan ESB muni í framtíðinni skiptast í "harðan kjarna" landa sem eiga nánari samvinnu en önnur aðildarríki svarar Halldór því játandi. "Það er alveg ljóst að samstarf milli einstakra ríkja er að aukast. Þannig er samstarf Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna að eflast. Og síðan samstarf þeirra við ákveðin ríki í Evrópu eins og til dæmis Þýskaland og Pólland. Þannig að það eru að myndast svona kjarnar innan Evrópusambandsins. Ég tel að það sé af hinu góða. Við höfum alltaf verið hluti af norrænum kjarna. Það viljum við vera, norræn þjóð sem á samleið með hinum Norðurlöndunum. Mér finnst þetta vera þróun sem er með þeim hætti sem ég hefði viljað sjá fyrir nokkrum árum. Þetta er þróun sem ég tel vera hagfellda Íslendingum," segir Halldór Ásgrímsson.
Erlent Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira