Aðild Íslands lausn kreppunnar? 20. apríl 2005 00:01 Alvarleg og illleysanleg kreppa blasir við Evrópusambandinu fari sem horfir, að Frakkar hafni stjórnarskrá sambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu innan fárra vikna. Leiðarahöfundar Financial Times telja að lausnin geti falist í aðild Íslands að Evrópusambandinu. Hafni Frakkar stjórnarskránni með tíu prósenta meirihluta, eins og allt bendir til, er hún pólitískt séð steindauð, segja fréttaskýrendur í dag. Kreppan sem þá blasti við Evrópusambandinu yrði svo alvarleg að framtíð þess væri í húfi. Ekkert varadekk er til, hafni Frakkar stjórnarskránni. Trúverðugleiki sambandins hyrfi yfir nótt, segja embættismenn í Brüssel. Nánast vonlaust yrði að byggja upp sameiginlega utanríkis- og varnarmálastefnu sem stórveldi á borð við Bandaríkin, Rússland og Kína tækju alvarlega. Lögmæti stofnana Evrópusambandsins gagnvart borgurum aðildarríkjanna væri ekkert og hætt er við að fjármálamarkaðir brygðust einnig illa við. Einn stjórnmálaskýrandi segir við Reuters í dag að samrunaferlið í Evrópu myndi stöðvast og ramminn sem stækkun sambandsins færi eftir væri með öllu ónothæfur. Það er því augljóslega mjög alvarlegur vandi sem ráðamenn ESB standa frammi fyrir og aðeins sex vikur eru þangað til kosið verður um stjórnarskrána í Frakklandi. Leiðarahöfundar dagblaðsins Financial Times telja sig þó hafa fundið lausnina: aðild Íslands. Þeir telja að hægt sé að smygla inn lykilatriðunum í stjórnarskránni þegar gengið verður frá næstu hrinu aðildarsamninga og tilheyrandi reglugerða. Gallinn á þessari gjöf Njarðar er sá að nú þegar hefur verið gengið frá þessum ramma varðandi öll þau ríki sem eru á leiðinni inn í sambandið á næstunni - næst á dagskrá er Króatía en það gerist ekki fyrr en árið 2009 í fyrsta lagi. Og þá er komið að þætti Íslands, segja leiðarahöfundarnir. Íslendingar hafa einkum áhyggjur af fiskimiðunum sínum, en hvað sambandið varðar er Ísland fyrsta flokks aðildarland: ríkt og þróað, ólíkt til að mynda Albaníu eða Bosníu sem vilja komast að. Því væri það lítill vandi að semja um aðild við Ísland á skömmum tíma og í ljósi þeirra hagsmuna sem í húfi eru telja leiðarahöfundarnir rétt að leyfa Íslendingum að ráða fiskimiðunum sínum. Eina spurningin sé í raun hvort að stjórnvöld hér á landi séu reiðubúin að taka stökkið og ganga í Evrópusambandið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Sjá meira
Alvarleg og illleysanleg kreppa blasir við Evrópusambandinu fari sem horfir, að Frakkar hafni stjórnarskrá sambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu innan fárra vikna. Leiðarahöfundar Financial Times telja að lausnin geti falist í aðild Íslands að Evrópusambandinu. Hafni Frakkar stjórnarskránni með tíu prósenta meirihluta, eins og allt bendir til, er hún pólitískt séð steindauð, segja fréttaskýrendur í dag. Kreppan sem þá blasti við Evrópusambandinu yrði svo alvarleg að framtíð þess væri í húfi. Ekkert varadekk er til, hafni Frakkar stjórnarskránni. Trúverðugleiki sambandins hyrfi yfir nótt, segja embættismenn í Brüssel. Nánast vonlaust yrði að byggja upp sameiginlega utanríkis- og varnarmálastefnu sem stórveldi á borð við Bandaríkin, Rússland og Kína tækju alvarlega. Lögmæti stofnana Evrópusambandsins gagnvart borgurum aðildarríkjanna væri ekkert og hætt er við að fjármálamarkaðir brygðust einnig illa við. Einn stjórnmálaskýrandi segir við Reuters í dag að samrunaferlið í Evrópu myndi stöðvast og ramminn sem stækkun sambandsins færi eftir væri með öllu ónothæfur. Það er því augljóslega mjög alvarlegur vandi sem ráðamenn ESB standa frammi fyrir og aðeins sex vikur eru þangað til kosið verður um stjórnarskrána í Frakklandi. Leiðarahöfundar dagblaðsins Financial Times telja sig þó hafa fundið lausnina: aðild Íslands. Þeir telja að hægt sé að smygla inn lykilatriðunum í stjórnarskránni þegar gengið verður frá næstu hrinu aðildarsamninga og tilheyrandi reglugerða. Gallinn á þessari gjöf Njarðar er sá að nú þegar hefur verið gengið frá þessum ramma varðandi öll þau ríki sem eru á leiðinni inn í sambandið á næstunni - næst á dagskrá er Króatía en það gerist ekki fyrr en árið 2009 í fyrsta lagi. Og þá er komið að þætti Íslands, segja leiðarahöfundarnir. Íslendingar hafa einkum áhyggjur af fiskimiðunum sínum, en hvað sambandið varðar er Ísland fyrsta flokks aðildarland: ríkt og þróað, ólíkt til að mynda Albaníu eða Bosníu sem vilja komast að. Því væri það lítill vandi að semja um aðild við Ísland á skömmum tíma og í ljósi þeirra hagsmuna sem í húfi eru telja leiðarahöfundarnir rétt að leyfa Íslendingum að ráða fiskimiðunum sínum. Eina spurningin sé í raun hvort að stjórnvöld hér á landi séu reiðubúin að taka stökkið og ganga í Evrópusambandið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Sjá meira