NBA - Iverson fer enn á kostum 16. apríl 2005 00:01 Tólf leikir fóru fram í NBA í nótt og þar bar hæst að Allen Iverson hjá Philadelphia 76ers átti enn einn stórleikinn og ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni sem hefst eftir viku. Iverson var maðurinn á bak við sigur Philadelphia á Indiana í nótt, 90-86 og skoraði 43 stig í leiknum. Liðin tvö eru í harðri baráttu um síðustu sætin í úrslitakeppninni og því var sigur Philadelphia mjög mikilvægur. Washington Wizards eru í svipaðri stöðu og þeir unnu afar mikilvægan sigur á Cleveland Cavaliers í nótt, 119-111, en sæti Cleveland í úrsiltakeppninni hangir nú á bláþræði eftir enn eitt tapið. LeBron James skoraði 38 stig fyrir liðið, en það nægði ekki gegn öflugri sókn Wizards, þar sem þrír aðalskorarar liðsins fóru mikinn í leiknum. Gilbert Arenas var atkvæðamestur í liði Wizards með 33 stig og hitti frábærlega í leiknum. Boston Celtics unnu mjög góðan sigur á liði Miami Heat, sem var að tapa sínum fjórða leik í röð í fyrsta skipti í vetur og hafa aldeilis slakað á í síðustu leikjum. Shaquille O´Neal átti ágætan leik fyrir Heat og er að ná sér af magavírusnum sem var að plaga hann í síðustu viku, en það dugði ekki gegn frísku liði heimamanna í Boston. O´Neal skoraði 34 stig fyrir Miami, en hjá Boston var Paul Pierce maðurinn á bak við sigurinn og skoraði 22 stig, þar af mikilvægar körfur á lokasekúndum leikisins. Vince Carter gerði góða ferð á gamla heimavöll sinn í Toronto og kafsigldi fyrrum félaga sína í Raptors með 39 stigum og hans menn í New Jersey Nets eru nú hársbreidd frá því að stela síðasta sætinu inn í úrslitakeppni af Cleveland. Nets unnu leikinn nokkuð örugglega, 101-90. Meistarar Detroit Pistons eru á góðum skriði þessa dagana og komnir í úrslitagírinn. Þeir unnu stórsigur á Milwaukee Bucks í nótt, 99-73, en þetta var níundi sigur meistaranna í röð. Chicago Bulls hreinlega völtuðu yfir Orlando Magic í nótt, 117-77, þar sem þrír menn í liði Chicago skoruðu 17 stig. Liðið verður án Eddie Curry í úrslitakeppninni, en það virtist svo sannarlega ekki koma að sök í nótt og liðið verður óárennilegt í úrslitakeppninni. Phoenix Suns tryggðu sér annað 60 sigurleikja tímabilið í sögu félagsins í nótt þegar þeir sigruðu LA Clippers á heimavelli 98-91, þar sem Amare Stoudemire fór mikinn að venju og skoraði 24 stig og hirti 17 fráköst. Golden State Warriors sigruðu Portland Trailblazers örugglega 108-88, þar sem Damon Stoudamire hjá Portland, náði ekki aðeins sinni sjöttu þrennu á ferlinum með 18 stigum, 12 fráköstum og 11 stoðsendingum, heldur setti hann NBA met með því að reyna 21 þriggja stiga skot í leiknum. Hann hitti þó aðeins úr fimm þeirra og niðurstaðan enn eitt tapið hjá vængbrotnu liði Blazers. Mike Dunleavy var stigahæstur í liði Warriors með 20 stig. Seattle tryggði sér sigurinn í Norðvestur riðlinum með sigri á liði New Orleans, 97-72. Ray Allen var stigahæstur í liði Seattle með 32 stig. Að lokum vann Sacramento sigur á liði Los Angeles Lakers, 115-106, þar sem Mike Bibby var stigahæstur í liði Sacramento með 26 stig. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Tólf leikir fóru fram í NBA í nótt og þar bar hæst að Allen Iverson hjá Philadelphia 76ers átti enn einn stórleikinn og ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni sem hefst eftir viku. Iverson var maðurinn á bak við sigur Philadelphia á Indiana í nótt, 90-86 og skoraði 43 stig í leiknum. Liðin tvö eru í harðri baráttu um síðustu sætin í úrslitakeppninni og því var sigur Philadelphia mjög mikilvægur. Washington Wizards eru í svipaðri stöðu og þeir unnu afar mikilvægan sigur á Cleveland Cavaliers í nótt, 119-111, en sæti Cleveland í úrsiltakeppninni hangir nú á bláþræði eftir enn eitt tapið. LeBron James skoraði 38 stig fyrir liðið, en það nægði ekki gegn öflugri sókn Wizards, þar sem þrír aðalskorarar liðsins fóru mikinn í leiknum. Gilbert Arenas var atkvæðamestur í liði Wizards með 33 stig og hitti frábærlega í leiknum. Boston Celtics unnu mjög góðan sigur á liði Miami Heat, sem var að tapa sínum fjórða leik í röð í fyrsta skipti í vetur og hafa aldeilis slakað á í síðustu leikjum. Shaquille O´Neal átti ágætan leik fyrir Heat og er að ná sér af magavírusnum sem var að plaga hann í síðustu viku, en það dugði ekki gegn frísku liði heimamanna í Boston. O´Neal skoraði 34 stig fyrir Miami, en hjá Boston var Paul Pierce maðurinn á bak við sigurinn og skoraði 22 stig, þar af mikilvægar körfur á lokasekúndum leikisins. Vince Carter gerði góða ferð á gamla heimavöll sinn í Toronto og kafsigldi fyrrum félaga sína í Raptors með 39 stigum og hans menn í New Jersey Nets eru nú hársbreidd frá því að stela síðasta sætinu inn í úrslitakeppni af Cleveland. Nets unnu leikinn nokkuð örugglega, 101-90. Meistarar Detroit Pistons eru á góðum skriði þessa dagana og komnir í úrslitagírinn. Þeir unnu stórsigur á Milwaukee Bucks í nótt, 99-73, en þetta var níundi sigur meistaranna í röð. Chicago Bulls hreinlega völtuðu yfir Orlando Magic í nótt, 117-77, þar sem þrír menn í liði Chicago skoruðu 17 stig. Liðið verður án Eddie Curry í úrslitakeppninni, en það virtist svo sannarlega ekki koma að sök í nótt og liðið verður óárennilegt í úrslitakeppninni. Phoenix Suns tryggðu sér annað 60 sigurleikja tímabilið í sögu félagsins í nótt þegar þeir sigruðu LA Clippers á heimavelli 98-91, þar sem Amare Stoudemire fór mikinn að venju og skoraði 24 stig og hirti 17 fráköst. Golden State Warriors sigruðu Portland Trailblazers örugglega 108-88, þar sem Damon Stoudamire hjá Portland, náði ekki aðeins sinni sjöttu þrennu á ferlinum með 18 stigum, 12 fráköstum og 11 stoðsendingum, heldur setti hann NBA met með því að reyna 21 þriggja stiga skot í leiknum. Hann hitti þó aðeins úr fimm þeirra og niðurstaðan enn eitt tapið hjá vængbrotnu liði Blazers. Mike Dunleavy var stigahæstur í liði Warriors með 20 stig. Seattle tryggði sér sigurinn í Norðvestur riðlinum með sigri á liði New Orleans, 97-72. Ray Allen var stigahæstur í liði Seattle með 32 stig. Að lokum vann Sacramento sigur á liði Los Angeles Lakers, 115-106, þar sem Mike Bibby var stigahæstur í liði Sacramento með 26 stig.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira