Fótbolti

Þórir og fé­lagar nældu í mikil­vægt stig gegn Atalanta

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Þórir Jóhann kom inn af varamannabekknum í kvöld.
Þórir Jóhann kom inn af varamannabekknum í kvöld. Gabriele Maricchiolo/NurPhoto via Getty Images

Þórir Jóhann Helgason og félagar hans í Lecce nældu sér í mikilvægt stig er liðið heimsótti Atalanta í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Þórir byrjaði á varamannabekk Lecce í kvöld, en það var Jesper Karlsson sem kom gestunum í Lecce yfir með marki af vítapunktinum á 29. mínútu.

Heimamenn jöfnuðu hins vegar metin þegar um tuttugu mínútur lifðu leiks þegar Mateo Retegui skoraði úr vítaspyrnu og þar við sat.

Niðurstaðan 1-1 jafntefli, en Lecce situr í 17. sæti deildarinnar með 27 stig eftir 34 leiki, tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið. Atalanta situr hins vegar í 3. sæti með 65 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×