Næsti páfi ítalskur? 14. apríl 2005 00:01 Talið er líklegt að margir kardinálar kaþólsku kirkjunnar muni leggja áherslu á að næsti páfi verði ítalskur. Kjör nýs páfa hefst á mánudaginn. Fréttaskýrendur benda á að pólskur páfi hafi ráðið ríkjum í Róm í meira en aldarfjórðung og að mörgum finnist tími kominn til þess að Ítali taki við embættinu á nýjan leik. En þótt Ítalía hafi flesta kardinála allra kaþólskra landa eru þeir hvergi nærri nógu margir til þess að geta ákveðið það upp á sitt einsdæmi. Til þess þurfa þeir stuðning kardinála frá öðrum löndum og raunar er ekkert ólíklegt að sá stuðningur sé víða fyrir hendi. Ítalir hafa í gegnum aldirnar ráðið ríkjum í kaþólsku kirkjunni og þeir eru í miklum meirihluta meðal starfsmanna og embættismanna páfagarðs. En, eins og fyrr segir, eru Ítalir engan veginn vissir um sigur. Sérstaklega hefur verið nefnt að kaþólska kirkjan á miklum uppgangi að fagna í Afríku og afrískur páfi var síðast kjörinn fyrir meira en 1500 árum. Suður-Ameríka kemur einnig til greina. En hver sem verður kjörinn páfi má reikna með að hann geri ekki neinar stórkostlegar breytingar á stefnumálum kaþólsku kirkjunnar. Hafa ber í huga að Jóhannes Páll páfi skipaði góðan hluta þeirra kardinála sem ganga til atkvæðagreiðslunnar á mánudag. Og margir þessara kardinála hafa sömu skoðanir og hann á getnaðarvörnum, kvenprestum, skírlífi presta og öðrum málaflokkum þar sem Jóhannes Páll þótti óhóflega íhaldssamur. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Ítalía Páfagarður Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
Talið er líklegt að margir kardinálar kaþólsku kirkjunnar muni leggja áherslu á að næsti páfi verði ítalskur. Kjör nýs páfa hefst á mánudaginn. Fréttaskýrendur benda á að pólskur páfi hafi ráðið ríkjum í Róm í meira en aldarfjórðung og að mörgum finnist tími kominn til þess að Ítali taki við embættinu á nýjan leik. En þótt Ítalía hafi flesta kardinála allra kaþólskra landa eru þeir hvergi nærri nógu margir til þess að geta ákveðið það upp á sitt einsdæmi. Til þess þurfa þeir stuðning kardinála frá öðrum löndum og raunar er ekkert ólíklegt að sá stuðningur sé víða fyrir hendi. Ítalir hafa í gegnum aldirnar ráðið ríkjum í kaþólsku kirkjunni og þeir eru í miklum meirihluta meðal starfsmanna og embættismanna páfagarðs. En, eins og fyrr segir, eru Ítalir engan veginn vissir um sigur. Sérstaklega hefur verið nefnt að kaþólska kirkjan á miklum uppgangi að fagna í Afríku og afrískur páfi var síðast kjörinn fyrir meira en 1500 árum. Suður-Ameríka kemur einnig til greina. En hver sem verður kjörinn páfi má reikna með að hann geri ekki neinar stórkostlegar breytingar á stefnumálum kaþólsku kirkjunnar. Hafa ber í huga að Jóhannes Páll páfi skipaði góðan hluta þeirra kardinála sem ganga til atkvæðagreiðslunnar á mánudag. Og margir þessara kardinála hafa sömu skoðanir og hann á getnaðarvörnum, kvenprestum, skírlífi presta og öðrum málaflokkum þar sem Jóhannes Páll þótti óhóflega íhaldssamur.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Ítalía Páfagarður Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira