Meistaradeildin í kvöld 13. apríl 2005 00:01 Leik Juventus og Liverpool í Meistaradeild Evrópu í kvöld er beðið með mikilli eftirvæntingu, ekki síst vegna þeirrar spennu sem byggst hefur upp meðal stuðningsmanna liðanna. Leikur liðanna verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 18:30. Liverpool tókst það sem fáir höfðu trú á að þeir gætu gert, að sigra lið Juventus í fyrri leik liðanna á Anfield í síðustu viku. Í kvöld fá þeir það erfiða verkefni að verja 2-1 forystu sína gegn ítalska stórveldinu á Delle Alpi leikvangi í Tórínó. Jerzy Dudek, markvörður enska liðsins er bjartsýnn fyrir leikinn í kvöld. "Við lögðum þá á heimavelli og við höfum sjálfstraustið í að ná hagstæðum úrslitum í síðari leiknum. Af hverju ættum við ekki að geta unnið þá aftur? Við gerðum það fyrir viku síðan.Við viljum allir bæta fyrir ófarirnar gegn Leverkusen fyrir tveimur árum og komast lengra í ár. Ég hef fulla trú á því að við getum það," sagði pólski markvörðurinn, sem hefur verið inn og út úr enska liðinu í vetur. Rafa Benitez knattspyrnustjóri Liverpool tók í sama streng og vildi ekki gera of mikið úr fjarveru fyrirliðans Steven Gerrard, en hann getur ekki leikið með liðinu í kvöld vegna meiðsla. "Auðvitað myndum við vilja hafa Gerrard í liðinu, en við höfum sýnt það í vetur að við getum leikið ágætlega án hans og við erum að fá menn aftur inn eftir meiðsli, svo við getum verið þokkalega bjartsýnir fyrir leikinn", sagði Benitez. Þegar hann var spurður hvort hann teldi Liverpool eiga möguleika á að skora á Delle Alpi, sagði hann; "Juve er augljóslega með frábæra varnarmenn, en við erum með Milan Baros, sem getur skapað mikinn usla hjá þeim í skyndisóknunum og ég held að ef við næðum að skora snemma, myndi það setja gríðarlega pressu á þá," sagði stjórinn. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira
Leik Juventus og Liverpool í Meistaradeild Evrópu í kvöld er beðið með mikilli eftirvæntingu, ekki síst vegna þeirrar spennu sem byggst hefur upp meðal stuðningsmanna liðanna. Leikur liðanna verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 18:30. Liverpool tókst það sem fáir höfðu trú á að þeir gætu gert, að sigra lið Juventus í fyrri leik liðanna á Anfield í síðustu viku. Í kvöld fá þeir það erfiða verkefni að verja 2-1 forystu sína gegn ítalska stórveldinu á Delle Alpi leikvangi í Tórínó. Jerzy Dudek, markvörður enska liðsins er bjartsýnn fyrir leikinn í kvöld. "Við lögðum þá á heimavelli og við höfum sjálfstraustið í að ná hagstæðum úrslitum í síðari leiknum. Af hverju ættum við ekki að geta unnið þá aftur? Við gerðum það fyrir viku síðan.Við viljum allir bæta fyrir ófarirnar gegn Leverkusen fyrir tveimur árum og komast lengra í ár. Ég hef fulla trú á því að við getum það," sagði pólski markvörðurinn, sem hefur verið inn og út úr enska liðinu í vetur. Rafa Benitez knattspyrnustjóri Liverpool tók í sama streng og vildi ekki gera of mikið úr fjarveru fyrirliðans Steven Gerrard, en hann getur ekki leikið með liðinu í kvöld vegna meiðsla. "Auðvitað myndum við vilja hafa Gerrard í liðinu, en við höfum sýnt það í vetur að við getum leikið ágætlega án hans og við erum að fá menn aftur inn eftir meiðsli, svo við getum verið þokkalega bjartsýnir fyrir leikinn", sagði Benitez. Þegar hann var spurður hvort hann teldi Liverpool eiga möguleika á að skora á Delle Alpi, sagði hann; "Juve er augljóslega með frábæra varnarmenn, en við erum með Milan Baros, sem getur skapað mikinn usla hjá þeim í skyndisóknunum og ég held að ef við næðum að skora snemma, myndi það setja gríðarlega pressu á þá," sagði stjórinn.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira