Kallaður í hópinn hjá Liverpool 12. apríl 2005 00:01 Franski framherjinn Djibril Cisse hefur mjög óvænt verið kallaður inn í leikmannahóp Liverpool fyrir síðari leik liðsins við Juventus í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eins og kunnugt er fótbrotnaði Cisse illa í leik gegn Blackburn í október og það var ekki fyrr en fyrir tveimur vikum sem hann hóf að sparka í bolta á ný. "Hann mun ekki byrja leikinn en það gæti verið að við notum hann síðustu 20 mínúturnar eða svo. Hann sagðist fyrst vera tilbúinn fyrir tveimur vikum en við vildum vera alveg vissir áður en við völdum hann í hópinn," segir Rafael Benitez, sem mun ekki geta stillt upp Steven Gerrard í sínu liði í kvöld vegna smávægilegra meiðsla fyrirliðans. Talið er líklegt að Xabi Alonso verði settur beint í byrjunarliðið í stað Gerrards eftir þriggja mánaða hliðarlegu vegna meiðsla. "Mér líður ömurlega," segir Gerrard sem lýsir leiknum sem þeim stærsta sem hann hefur misst af með Liverpool. Hann ferðaðist ekki með liðinu til Tórínó-borgar á mánudag. "Ég verð heima í sjúkrameðferð en mun horfa á leikinn í sjónvarpinu. Ég þoli það ekki. Þetta verður eins og á HM 2002 þegar ég þurfti að sitja heima alla keppnina. Ömurlegt," segir Gerrard. Fabio Capello hjá Juventus segir að lykillinn að því að sitt lið komist áfram sé þolinmæði. "Við þurfum að vera skynsamir og megum ekki flýta okkur um of að skora. Liverpool er stórhættulegt í skyndisóknum sínum og við verðum að koma í veg fyrir þær," segir Capello, sem mun verða án David Trezeguet sem er meiddur. Pavel Nedved segist hafa lært mikið af fyrri leiknum gegn Liverpool og horfði auk þess á leik þeirra gegn Man.City í Englandi um helgina. "Nú veit ég að það má aldrei gleyma sér gegn Liverpool. Þá refsar liðið manni," segir Nedved. Leikur Liverpool og Juventus verður að sjálfsögðu sýndur í beinni útsendingu á Sýn kl. 18:45 í kvöld og strax að honum loknum verður sýnt frá hinum leik kvöldsins, viðureign PSV og Lyon. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Sjá meira
Franski framherjinn Djibril Cisse hefur mjög óvænt verið kallaður inn í leikmannahóp Liverpool fyrir síðari leik liðsins við Juventus í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eins og kunnugt er fótbrotnaði Cisse illa í leik gegn Blackburn í október og það var ekki fyrr en fyrir tveimur vikum sem hann hóf að sparka í bolta á ný. "Hann mun ekki byrja leikinn en það gæti verið að við notum hann síðustu 20 mínúturnar eða svo. Hann sagðist fyrst vera tilbúinn fyrir tveimur vikum en við vildum vera alveg vissir áður en við völdum hann í hópinn," segir Rafael Benitez, sem mun ekki geta stillt upp Steven Gerrard í sínu liði í kvöld vegna smávægilegra meiðsla fyrirliðans. Talið er líklegt að Xabi Alonso verði settur beint í byrjunarliðið í stað Gerrards eftir þriggja mánaða hliðarlegu vegna meiðsla. "Mér líður ömurlega," segir Gerrard sem lýsir leiknum sem þeim stærsta sem hann hefur misst af með Liverpool. Hann ferðaðist ekki með liðinu til Tórínó-borgar á mánudag. "Ég verð heima í sjúkrameðferð en mun horfa á leikinn í sjónvarpinu. Ég þoli það ekki. Þetta verður eins og á HM 2002 þegar ég þurfti að sitja heima alla keppnina. Ömurlegt," segir Gerrard. Fabio Capello hjá Juventus segir að lykillinn að því að sitt lið komist áfram sé þolinmæði. "Við þurfum að vera skynsamir og megum ekki flýta okkur um of að skora. Liverpool er stórhættulegt í skyndisóknum sínum og við verðum að koma í veg fyrir þær," segir Capello, sem mun verða án David Trezeguet sem er meiddur. Pavel Nedved segist hafa lært mikið af fyrri leiknum gegn Liverpool og horfði auk þess á leik þeirra gegn Man.City í Englandi um helgina. "Nú veit ég að það má aldrei gleyma sér gegn Liverpool. Þá refsar liðið manni," segir Nedved. Leikur Liverpool og Juventus verður að sjálfsögðu sýndur í beinni útsendingu á Sýn kl. 18:45 í kvöld og strax að honum loknum verður sýnt frá hinum leik kvöldsins, viðureign PSV og Lyon.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Sjá meira