Faria hefur ekkert að fela 11. apríl 2005 00:01 Leikmenn Bayern Munchen segjast munu mæta fullir sjálfstrausts í síðari leikinn í einvíginu gegn Chelsea í 8-liðum Meistaradeildarinnar í kvöld. Felix Magath, þjálfari Bayern, hefur endurheimt tvo helstu sóknarmenn sína, Roy Makaay og Claudio Pizarro, sem voru meiddir í fyrri leiknum. Sá leikmaður sem Magath óttast mest í liði andstæðinganna er Didier Drogba. "Ég verð að viðurkenna að við áttum ekki fullkominn dag í fyrri leiknum og Drogba var ein af ástæðunum fyrir því," segir Magath en varnarmenn Bayern réðu ekkert við líkamlegan styrk Drogba. "Robert Kovac þekkir nú betur inn á leikstíl Drogba og ég veit að við munum taka betur á honum á morgun," bætir Magath við. Willy Sagnol, hægri bakvörður Bayern, segir Drogba hafa verið martröð. "Hann er ekki bara sterkur heldur líka skynsamur," segir Sagnol. Markið sem Michael Ballack skoraði úr vítaspyrnu á síðustu mínútu fyrri leiksins gæti reynst heldur betur dýrmætt og nægir Bayern 2-0 sigur til að komast áfram eftir 4-2 tapið í fyrri leiknum. Ballack hefur legið undir harðri gagnrýni síðustu daga fyrir leikaraskap þegar hann fiskaði vítið en í gær tjáði hann sig loksins um atvikið. "Þetta var klárt víti," staðhæfði Ballack ákveðinn. "Ef að leikmenn Chelsea eru eitthvað að nöldra um vítaspyrnudóminn þá sýnir það bara að þeir eru stressaðir," segir Ballack jafnframt. Jose Mourinho, sem verður aftur í leikbanni í kvöld, kveðst ætla að fá sér sæti í stúkunni á meðan leikurinn fer fram, en ekki horfa á hann í sjónvarpi rétt eins og hann gerði í fyrri leiknum. "Ég verð í sjónfæri við myndavélarnar," segir Mourinho en víst er að ófáar myndavélarnar munu beinast af honum til að sjá hvort hann verði í einhverju fjarskiptasambandi við varamannabekk Chelsea. Sá sem sagður var vera að taka á móti skilaboðum frá Mourinho í fyrri leiknum, úthaldsþjálfarinn Rui Faria, segir ásakanirnar glórulausar. "Ég mun allavega vera aftur með húfuna á hausnum," segir Faria en hún var sögð fela búnað í hægra eyra hans. "Það var ekkert undir húfunni. Ég hef ekkert að fela," sagði Faria og bætti við að hann væri ekki hinn hefðbundni úthaldsþjálfari og því væri sjálfsagt mál að hann skipti sér af taktískum breytingum endrum og sinnum. Fullvíst er talið að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði Chelsea í stöðu fremsta miðjumanns og bendir allt til þess að Mourinho stilli upp nákvæmlega sama liði og í fyrri leiknum. Hann segist ekkert sjá því til fyrirstöðu að Chelsea komist yfir þá hindrun sem Bayern er. "Ég tel okkur vel geta farið alla leið í þessari keppni," segir Eiður Smári. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn kl. 18:45 í kvöld og strax að honum loknum verður viðureign Inter og AC Milan á dagskrá. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Sjá meira
Leikmenn Bayern Munchen segjast munu mæta fullir sjálfstrausts í síðari leikinn í einvíginu gegn Chelsea í 8-liðum Meistaradeildarinnar í kvöld. Felix Magath, þjálfari Bayern, hefur endurheimt tvo helstu sóknarmenn sína, Roy Makaay og Claudio Pizarro, sem voru meiddir í fyrri leiknum. Sá leikmaður sem Magath óttast mest í liði andstæðinganna er Didier Drogba. "Ég verð að viðurkenna að við áttum ekki fullkominn dag í fyrri leiknum og Drogba var ein af ástæðunum fyrir því," segir Magath en varnarmenn Bayern réðu ekkert við líkamlegan styrk Drogba. "Robert Kovac þekkir nú betur inn á leikstíl Drogba og ég veit að við munum taka betur á honum á morgun," bætir Magath við. Willy Sagnol, hægri bakvörður Bayern, segir Drogba hafa verið martröð. "Hann er ekki bara sterkur heldur líka skynsamur," segir Sagnol. Markið sem Michael Ballack skoraði úr vítaspyrnu á síðustu mínútu fyrri leiksins gæti reynst heldur betur dýrmætt og nægir Bayern 2-0 sigur til að komast áfram eftir 4-2 tapið í fyrri leiknum. Ballack hefur legið undir harðri gagnrýni síðustu daga fyrir leikaraskap þegar hann fiskaði vítið en í gær tjáði hann sig loksins um atvikið. "Þetta var klárt víti," staðhæfði Ballack ákveðinn. "Ef að leikmenn Chelsea eru eitthvað að nöldra um vítaspyrnudóminn þá sýnir það bara að þeir eru stressaðir," segir Ballack jafnframt. Jose Mourinho, sem verður aftur í leikbanni í kvöld, kveðst ætla að fá sér sæti í stúkunni á meðan leikurinn fer fram, en ekki horfa á hann í sjónvarpi rétt eins og hann gerði í fyrri leiknum. "Ég verð í sjónfæri við myndavélarnar," segir Mourinho en víst er að ófáar myndavélarnar munu beinast af honum til að sjá hvort hann verði í einhverju fjarskiptasambandi við varamannabekk Chelsea. Sá sem sagður var vera að taka á móti skilaboðum frá Mourinho í fyrri leiknum, úthaldsþjálfarinn Rui Faria, segir ásakanirnar glórulausar. "Ég mun allavega vera aftur með húfuna á hausnum," segir Faria en hún var sögð fela búnað í hægra eyra hans. "Það var ekkert undir húfunni. Ég hef ekkert að fela," sagði Faria og bætti við að hann væri ekki hinn hefðbundni úthaldsþjálfari og því væri sjálfsagt mál að hann skipti sér af taktískum breytingum endrum og sinnum. Fullvíst er talið að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði Chelsea í stöðu fremsta miðjumanns og bendir allt til þess að Mourinho stilli upp nákvæmlega sama liði og í fyrri leiknum. Hann segist ekkert sjá því til fyrirstöðu að Chelsea komist yfir þá hindrun sem Bayern er. "Ég tel okkur vel geta farið alla leið í þessari keppni," segir Eiður Smári. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn kl. 18:45 í kvöld og strax að honum loknum verður viðureign Inter og AC Milan á dagskrá.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Sjá meira