Fram knúði fram oddaleik 13. október 2005 19:01 Það gekk mikið á hjá Fram og ÍBV er liðin mættust í Safamýrinni í kvöld. Fyrri leikur liðanna í átta liða úrslitum DHL-deildarinnar endaði með tveim framlengingum og tveim vítakeppnum og sigri ÍBV. Spennan var ekki mikið minni í kvöld en framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit og reyndist heimamenn sterkari að þessu sinni. Þeir sigruðu með einu marki, 31-30, en staðan eftir venjulegan leiktíma var 27-27. Sigurmarkið skoraði Jón Björgvin Pétursson einni mínútu fyrir lok framlengingarinnar. Hann tók þá frákast af eigin vítakasti sem hann klúðraði og skoraði. Eyjamenn náðu ekki að nota síðustu mínútuna til þess að skora og því verða liðin að mætast í oddaleik í Eyjum. Jón Björgvin fór á kostum í liðin Fram og skoraði 14 mörk og var þar að auki mjög öruggur í vítaköstunum. Stefán Baldvin átti lipra spretti sem og Hjálmar Vilhjálmsson. Petkevicius varði síðan oft á mikilvægum augnablikum. Hjá ÍBV var Samúel Árnason mjög atkvæðamikill og stórskyttan Tite Kalandadze var einnig skæður. Roland varði ágætlega í markinu en aðrir hafa oft leikið betur. Mikill hasar var í leiknum og Sigurður Bragason, fyrirliði ÍBV, fékk að líta rauða spjaldið eftir að leik var lokið fyrir óíþróttamannslega framkomu en dómarar leiksins - Ólafur Haraldsson og Guðjón L. Sigurðsson - réðu lítið við hlutverk sittt í kvöld og margir dómar þeirra voru glórulausir. Þeir sendu Framara tólf sinnum í kælingu en Eyjamenn átta sinnum. - HBGFram-ÍBV 31-30 (27-27) Mörk Fram (skot): Jón Björgvin Pétursson 14/7 (17/8), Stefán Baldvin Stefánsson 5 (7), Hjálmar Vilhjálmsson 5 (14), Arnar Þór Sæþórsson 3 (4), Guðjón Finnur Drengsson 1 (2), Þorri B. Gunnarsson 1 (4), Guðlaugur Arnarsson 1 (2), Jóhann G. Einarsson 1 (1), Hraðaupphlaup: 2 (Stefán og Þorri). Fiskuð víti: 8 (Jón B. 2, Stefán 2, Þorri, Arnar, Ingólfur Axelsson, Sigfús Sigfússon). Varin skot: Egidijus Petkevicius 16/3. Mörk ÍBV (skot): Samúel Ívar Árnason 12/6 (20/8), Tite Kalandadze 7 (10), Sigurður Ari Stefánsson 5 (9), Kári Kristjánsson 2 (3), Zoltan Belanyi 2 (4/1), Svavar Vignisson 1 (1), Sigurður Bragason 1 (3), Hraðaupphlaup: 4 (Samúel 2, Zoltan, Svavar). Fiskuð víti: 9 (Robert Bognar 3, Zoltan 2, Svavar 2, Tite, Sigurður Ari). Varin skot: Roland Valur Eradze 22. Íslenski handboltinn Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Sjá meira
Það gekk mikið á hjá Fram og ÍBV er liðin mættust í Safamýrinni í kvöld. Fyrri leikur liðanna í átta liða úrslitum DHL-deildarinnar endaði með tveim framlengingum og tveim vítakeppnum og sigri ÍBV. Spennan var ekki mikið minni í kvöld en framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit og reyndist heimamenn sterkari að þessu sinni. Þeir sigruðu með einu marki, 31-30, en staðan eftir venjulegan leiktíma var 27-27. Sigurmarkið skoraði Jón Björgvin Pétursson einni mínútu fyrir lok framlengingarinnar. Hann tók þá frákast af eigin vítakasti sem hann klúðraði og skoraði. Eyjamenn náðu ekki að nota síðustu mínútuna til þess að skora og því verða liðin að mætast í oddaleik í Eyjum. Jón Björgvin fór á kostum í liðin Fram og skoraði 14 mörk og var þar að auki mjög öruggur í vítaköstunum. Stefán Baldvin átti lipra spretti sem og Hjálmar Vilhjálmsson. Petkevicius varði síðan oft á mikilvægum augnablikum. Hjá ÍBV var Samúel Árnason mjög atkvæðamikill og stórskyttan Tite Kalandadze var einnig skæður. Roland varði ágætlega í markinu en aðrir hafa oft leikið betur. Mikill hasar var í leiknum og Sigurður Bragason, fyrirliði ÍBV, fékk að líta rauða spjaldið eftir að leik var lokið fyrir óíþróttamannslega framkomu en dómarar leiksins - Ólafur Haraldsson og Guðjón L. Sigurðsson - réðu lítið við hlutverk sittt í kvöld og margir dómar þeirra voru glórulausir. Þeir sendu Framara tólf sinnum í kælingu en Eyjamenn átta sinnum. - HBGFram-ÍBV 31-30 (27-27) Mörk Fram (skot): Jón Björgvin Pétursson 14/7 (17/8), Stefán Baldvin Stefánsson 5 (7), Hjálmar Vilhjálmsson 5 (14), Arnar Þór Sæþórsson 3 (4), Guðjón Finnur Drengsson 1 (2), Þorri B. Gunnarsson 1 (4), Guðlaugur Arnarsson 1 (2), Jóhann G. Einarsson 1 (1), Hraðaupphlaup: 2 (Stefán og Þorri). Fiskuð víti: 8 (Jón B. 2, Stefán 2, Þorri, Arnar, Ingólfur Axelsson, Sigfús Sigfússon). Varin skot: Egidijus Petkevicius 16/3. Mörk ÍBV (skot): Samúel Ívar Árnason 12/6 (20/8), Tite Kalandadze 7 (10), Sigurður Ari Stefánsson 5 (9), Kári Kristjánsson 2 (3), Zoltan Belanyi 2 (4/1), Svavar Vignisson 1 (1), Sigurður Bragason 1 (3), Hraðaupphlaup: 4 (Samúel 2, Zoltan, Svavar). Fiskuð víti: 9 (Robert Bognar 3, Zoltan 2, Svavar 2, Tite, Sigurður Ari). Varin skot: Roland Valur Eradze 22.
Íslenski handboltinn Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti