Sagt auka líkur á hægristjórn 5. apríl 2005 00:01 Tilkynning Gudrun Schyman, fyrrverandi formanns sænska Vinstriflokksins, og samherja hennar á mánudag um stofnun nýs kvennaframboðs sem stefni á að koma fulltrúum á þing í næstu kosningum, hefur valdið talsverðum titringi í sænskum stjórnmálum. Stjórnmálaskýrendur sænsku blaðanna taka reyndar fram, að hótunin um stofnun femínistaflokks, sem legið hafði í loftinu um nokkurt skeið, hefði þegar leitt til áherzlubreytinga í stjórnmálum landsins. Þannig segir stjórnmálaskýrandi Dagens Nyheter að "dramatískar kosningar" séu framundan á næsta ári, þar sem hver flokkur sem ætli sér að fá sæti á þingi verði að koma því til skila til kjósenda með trúverðugum hætti að hann hyggist gera betur í jafnréttismálunum. Minnihlutastjórn jafnaðarmanna hefði gert sér vonir um að fá fulltrúa Vinstriflokksins og Umhverfisflokksins til að styðja nýjasta fjárlagafrumvarp stórnarinnar án mikils samningaþjarks og vinstriflokkarnir gætu í framhaldinu sýnt einingu gagnvart borgaraflokkunum í hinum komandi kosningum. Þessum vonum hafi Gudrun Schyman spillt. Orðrómurinn um kvennaframboðið varð til þess að fulltrúar beggja litlu vinstriflokkanna settu fram nýjar kröfur fyrir samþykki fjárlagafrumvarpsins, enda hafa kannanir sýnt að minnst helmingur kjósenda Umhverfisflokksins og um þriðjungur kjósenda Vinstriflokksins gætu hugsað sér að kjósa nýjan femínistaflokk. Áfall fyrir Vinstriflokkinn "Mér er annt um það, hvernig flokkssystkinum mínum í Vinstriflokknum reiðir af í þessu sambandi," segir Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri-grænna, inntur eftir viðbrögðum við fréttunum frá Svíþjóð. "Þetta er auðvitað að mörgu leyti áfall fyrir þann flokk. Mörgum þar finnst nú Gudrun reynast sínum fyrri félögum anzi ótrygg, því að satt bezt að segja naut hún mikils stuðings til þess að breyta þeim flokki í hreinan femínískan flokk og á þeim bæ kannast menn ekki við annað en að menn hafi verið þeirri arfleifð mjög trúir, enda leggur sænski Vinstriflokkurinn geysilega mikla áherzlu á kvenfrelsi og jafnréttismál." segir Steingrímur. "Ég held þannig að áhrifin af flokksstofnun Gudrunar verði minni en ella, vegna þess að femínismi er mjög sterkur í sænskum stjórnmálum," segir Steingrímur. "Þess vegna er þetta eiginlega þeim mun merkilegra að árið 2005 skuli verið að stofna kvennaflokk í Svíþjóð." Flestir sænskir stjórnmálamenn, þar með talinn Göran Persson, skilgreini sig sem femínista að sögn Steingríms. Það sé einkennandi fyrir sænsk stjórnmál, miklu frekar en til dæmis í Danmörku, þar sem menn hafi verið feimnir við slíkar skilgreiningar. "Þannig að maður myndi fljótt á litið ætla að plássið eða jarðvegurinn fyrir svona hreinan kvennaflokk ætti nú að vera hvað minnstur í Svíþjóð, af öllum löndum," segir Steingrímur. Hlutföllin þar séu jú mjög jöfn, hátt hlutfall kvenna á þingi og jafnmargir karl- og kvenráðherrar, svo dæmi séu nefnd. Gudrun Schyman hrökklaðist úr forystu Vinstriflokksins vegna hneykslismála, því síðasta árið 2003 þegar hún varð uppvís að skattsvikum. Ætli geti verið að persónuleg metnaðargirnd reki hana til þess að stofna nýjan flokk? "Ég vil nú ekki ganga svo langt að segja það," svarar Steingrímur. "En Gudrun Schyman er mikil baráttumanneskja og hefur geysilegan sjarma og mikinn kjörþokka eins og sagt er, hún kann lagið á að halda athygli fjölmiðla. Þannig að það er erfitt að meta hvaða árangri hún kann að ná, að minnsta kosti svona í fyrstu umferð." Það muni mikið til fara eftir því hvaða fólk velst til að manna framboðið með henni. Dreifir kröftum vinstriafla Aðspurður segir Steingrímur það vissulega geta verið að þetta nýja framboð muni dreifa kröftum vinstriaflanna í Svíþjóð þannig að það auki líkurnar á að borgaraflokkarnir komist í ríkisstjórn. Þessari skoðun hafa einnig málsmetandi talsmenn sænska Jafnaðarmannaflokksins lýst, þar á meðal Marita Ulvskog, sem er ritari flokksins en hún er meðal annars þekkt fyrir að hafa startað femínistasamráðsnetinu Feministas. "Vandamálið er að stofni þær [Schyman og fylgiskonur hennar] í alvöru stjórnmálaflokk munu þær óhjákvæmilega taka kjósendur frá Umhverfis- og Vinstriflokknum, kannski jafnaðarmönnum líka. Það myndi ýta undir að við fengjum hægristjórn eftir næstu kosningar," hefur Dagens Nyheter eftir Ulvskog. Litríkur foringi femínista Gudrun Schyman er fædd árið 1948. Hún varð fyrst þingmaður fyrir Vinstriflokkinn (sem hét þá Vinstriflokkurinn-Kommúnistarnir) árið 1988. Formaður hans varð hún árið 1993 og fór fyrir honum í tíu ár. Hún stýrði flokknum í átt að róttækum femínisma. Schyman aflaði sér mikils persónufylgis meðal annars með óvenjulegri framgöngu í kosningabaráttu. Sum uppátæki hennar urðu strax umdeild, svo sem er hún líkti sænskum karlmönnum við talibana í Afganistan. Drykkjusýki háði henni, en á meðan hneykslismálin héldust í skefjum jók sá veikleiki hennar jafnvel bara vinsældir hennar. Þegar uppvíst varð í ársbyrjun 2003 að hún hefði talið fram sem kostnað til frádráttar frá skatti ýmislegt sem flokkurinn og þingið hefðu greitt var henni ekki lengur sætt í formannsstóli Vinstriflokksins. Þetta hneyksli þótti slá allt annað út - fylliríin á almannafæri, leigubílaferðalögin eða húshjálpin sem vann svart hjá henni. Í desember 2004 gekk hún úr Vinstriflokknum og lýsti því yfir að hún hygðist há áfram femíníska baráttu utan flokka. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Tilkynning Gudrun Schyman, fyrrverandi formanns sænska Vinstriflokksins, og samherja hennar á mánudag um stofnun nýs kvennaframboðs sem stefni á að koma fulltrúum á þing í næstu kosningum, hefur valdið talsverðum titringi í sænskum stjórnmálum. Stjórnmálaskýrendur sænsku blaðanna taka reyndar fram, að hótunin um stofnun femínistaflokks, sem legið hafði í loftinu um nokkurt skeið, hefði þegar leitt til áherzlubreytinga í stjórnmálum landsins. Þannig segir stjórnmálaskýrandi Dagens Nyheter að "dramatískar kosningar" séu framundan á næsta ári, þar sem hver flokkur sem ætli sér að fá sæti á þingi verði að koma því til skila til kjósenda með trúverðugum hætti að hann hyggist gera betur í jafnréttismálunum. Minnihlutastjórn jafnaðarmanna hefði gert sér vonir um að fá fulltrúa Vinstriflokksins og Umhverfisflokksins til að styðja nýjasta fjárlagafrumvarp stórnarinnar án mikils samningaþjarks og vinstriflokkarnir gætu í framhaldinu sýnt einingu gagnvart borgaraflokkunum í hinum komandi kosningum. Þessum vonum hafi Gudrun Schyman spillt. Orðrómurinn um kvennaframboðið varð til þess að fulltrúar beggja litlu vinstriflokkanna settu fram nýjar kröfur fyrir samþykki fjárlagafrumvarpsins, enda hafa kannanir sýnt að minnst helmingur kjósenda Umhverfisflokksins og um þriðjungur kjósenda Vinstriflokksins gætu hugsað sér að kjósa nýjan femínistaflokk. Áfall fyrir Vinstriflokkinn "Mér er annt um það, hvernig flokkssystkinum mínum í Vinstriflokknum reiðir af í þessu sambandi," segir Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri-grænna, inntur eftir viðbrögðum við fréttunum frá Svíþjóð. "Þetta er auðvitað að mörgu leyti áfall fyrir þann flokk. Mörgum þar finnst nú Gudrun reynast sínum fyrri félögum anzi ótrygg, því að satt bezt að segja naut hún mikils stuðings til þess að breyta þeim flokki í hreinan femínískan flokk og á þeim bæ kannast menn ekki við annað en að menn hafi verið þeirri arfleifð mjög trúir, enda leggur sænski Vinstriflokkurinn geysilega mikla áherzlu á kvenfrelsi og jafnréttismál." segir Steingrímur. "Ég held þannig að áhrifin af flokksstofnun Gudrunar verði minni en ella, vegna þess að femínismi er mjög sterkur í sænskum stjórnmálum," segir Steingrímur. "Þess vegna er þetta eiginlega þeim mun merkilegra að árið 2005 skuli verið að stofna kvennaflokk í Svíþjóð." Flestir sænskir stjórnmálamenn, þar með talinn Göran Persson, skilgreini sig sem femínista að sögn Steingríms. Það sé einkennandi fyrir sænsk stjórnmál, miklu frekar en til dæmis í Danmörku, þar sem menn hafi verið feimnir við slíkar skilgreiningar. "Þannig að maður myndi fljótt á litið ætla að plássið eða jarðvegurinn fyrir svona hreinan kvennaflokk ætti nú að vera hvað minnstur í Svíþjóð, af öllum löndum," segir Steingrímur. Hlutföllin þar séu jú mjög jöfn, hátt hlutfall kvenna á þingi og jafnmargir karl- og kvenráðherrar, svo dæmi séu nefnd. Gudrun Schyman hrökklaðist úr forystu Vinstriflokksins vegna hneykslismála, því síðasta árið 2003 þegar hún varð uppvís að skattsvikum. Ætli geti verið að persónuleg metnaðargirnd reki hana til þess að stofna nýjan flokk? "Ég vil nú ekki ganga svo langt að segja það," svarar Steingrímur. "En Gudrun Schyman er mikil baráttumanneskja og hefur geysilegan sjarma og mikinn kjörþokka eins og sagt er, hún kann lagið á að halda athygli fjölmiðla. Þannig að það er erfitt að meta hvaða árangri hún kann að ná, að minnsta kosti svona í fyrstu umferð." Það muni mikið til fara eftir því hvaða fólk velst til að manna framboðið með henni. Dreifir kröftum vinstriafla Aðspurður segir Steingrímur það vissulega geta verið að þetta nýja framboð muni dreifa kröftum vinstriaflanna í Svíþjóð þannig að það auki líkurnar á að borgaraflokkarnir komist í ríkisstjórn. Þessari skoðun hafa einnig málsmetandi talsmenn sænska Jafnaðarmannaflokksins lýst, þar á meðal Marita Ulvskog, sem er ritari flokksins en hún er meðal annars þekkt fyrir að hafa startað femínistasamráðsnetinu Feministas. "Vandamálið er að stofni þær [Schyman og fylgiskonur hennar] í alvöru stjórnmálaflokk munu þær óhjákvæmilega taka kjósendur frá Umhverfis- og Vinstriflokknum, kannski jafnaðarmönnum líka. Það myndi ýta undir að við fengjum hægristjórn eftir næstu kosningar," hefur Dagens Nyheter eftir Ulvskog. Litríkur foringi femínista Gudrun Schyman er fædd árið 1948. Hún varð fyrst þingmaður fyrir Vinstriflokkinn (sem hét þá Vinstriflokkurinn-Kommúnistarnir) árið 1988. Formaður hans varð hún árið 1993 og fór fyrir honum í tíu ár. Hún stýrði flokknum í átt að róttækum femínisma. Schyman aflaði sér mikils persónufylgis meðal annars með óvenjulegri framgöngu í kosningabaráttu. Sum uppátæki hennar urðu strax umdeild, svo sem er hún líkti sænskum karlmönnum við talibana í Afganistan. Drykkjusýki háði henni, en á meðan hneykslismálin héldust í skefjum jók sá veikleiki hennar jafnvel bara vinsældir hennar. Þegar uppvíst varð í ársbyrjun 2003 að hún hefði talið fram sem kostnað til frádráttar frá skatti ýmislegt sem flokkurinn og þingið hefðu greitt var henni ekki lengur sætt í formannsstóli Vinstriflokksins. Þetta hneyksli þótti slá allt annað út - fylliríin á almannafæri, leigubílaferðalögin eða húshjálpin sem vann svart hjá henni. Í desember 2004 gekk hún úr Vinstriflokknum og lýsti því yfir að hún hygðist há áfram femíníska baráttu utan flokka.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira