Margmenni við útför páfa 4. apríl 2005 00:01 Líkið af Jóhannesi Páli páfa var síðdegis flutt í Basilíku Péturskirkjunnar í Róm þar sem almenningi gefst kostur á að votta honum virðingu sína næstu daga. Útför páfa fer fram á föstudaginn og er búist við margmenni. Lík páfa hefur legið á viðhafnarbörum frá því í gær og það var síðdegis í dag borið inn í kirkjuna. Kardinálar kaþólsku kirkjunnar vottuðu páfa virðingu sína og síðan mun almenningur fá að streyma inn í kirkjuna til að kveðja hann. Tugir þúsunda manna hafa hafst við á Péturstorginu í Róm um helgina og búist er við því að um tvær milljónir manna muni á næstu dögum flykkjast til Rómar til að sjá páfa í hinsta sinn. Biðröðin við Péturskirkjuna er þegar orðin gríðarlöng, lögregla áætlar að um hundrað þúsund manns bíði þess að komast inn í kirkjuna sem verður opin nánast allan sólarhringinn. Aðeins verður lokað í þrjár klukkustundir um blánóttina svo hægt sé að þrífa húsið og laga líkið. Páll Jensson, prófessor í iðnaðarverkfræði sem staddur er í rannsóknarleyfi í Róm, segir að allt mannlífið í borginni snúist um andlát páfa þessa dagana og talað sé um að öll hótel séu að fyllast. Páll og eiginkona hans fóru að Péturstorginu á laugardag og segir hann það hafa verið mjög áhrifamikið að vera þarna með þessum gífurlega mannfjölda. Ófáir hafi líka fellt tár. Útför páfa fer fram á föstudagsmorgun og verður hann jarðsettur í grafhvelfingu undir Péturskirkjunni. Búist er við um 200 þjóðarleiðtogum, meðal annars Bush Bandaríkjaforseta, Blair, forsætisráðherra Bretlands, Schröder, kanslara Þýskalands, Juan Carlos Spánarkonungi og Freiberga, forseta Lettlands. Ekki liggur enn fyrir hvort Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra fari til Rómar fyrir Íslands hönd en þegar síðasti páfi var jarðsettur var aðeins íslenskur sendiherra viðstaddur. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Líkið af Jóhannesi Páli páfa var síðdegis flutt í Basilíku Péturskirkjunnar í Róm þar sem almenningi gefst kostur á að votta honum virðingu sína næstu daga. Útför páfa fer fram á föstudaginn og er búist við margmenni. Lík páfa hefur legið á viðhafnarbörum frá því í gær og það var síðdegis í dag borið inn í kirkjuna. Kardinálar kaþólsku kirkjunnar vottuðu páfa virðingu sína og síðan mun almenningur fá að streyma inn í kirkjuna til að kveðja hann. Tugir þúsunda manna hafa hafst við á Péturstorginu í Róm um helgina og búist er við því að um tvær milljónir manna muni á næstu dögum flykkjast til Rómar til að sjá páfa í hinsta sinn. Biðröðin við Péturskirkjuna er þegar orðin gríðarlöng, lögregla áætlar að um hundrað þúsund manns bíði þess að komast inn í kirkjuna sem verður opin nánast allan sólarhringinn. Aðeins verður lokað í þrjár klukkustundir um blánóttina svo hægt sé að þrífa húsið og laga líkið. Páll Jensson, prófessor í iðnaðarverkfræði sem staddur er í rannsóknarleyfi í Róm, segir að allt mannlífið í borginni snúist um andlát páfa þessa dagana og talað sé um að öll hótel séu að fyllast. Páll og eiginkona hans fóru að Péturstorginu á laugardag og segir hann það hafa verið mjög áhrifamikið að vera þarna með þessum gífurlega mannfjölda. Ófáir hafi líka fellt tár. Útför páfa fer fram á föstudagsmorgun og verður hann jarðsettur í grafhvelfingu undir Péturskirkjunni. Búist er við um 200 þjóðarleiðtogum, meðal annars Bush Bandaríkjaforseta, Blair, forsætisráðherra Bretlands, Schröder, kanslara Þýskalands, Juan Carlos Spánarkonungi og Freiberga, forseta Lettlands. Ekki liggur enn fyrir hvort Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra fari til Rómar fyrir Íslands hönd en þegar síðasti páfi var jarðsettur var aðeins íslenskur sendiherra viðstaddur.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira