Vill ríkisstjórn klassískra gilda 3. apríl 2005 00:01 Össur Skarphéðinsson segist finna mikinn stuðning í baráttunni um formannssæti í Samfylkingunni. Hann segist telja að þetta verði málefnaleg, opin og heiðarleg barátta. Hann vill að Samfylkingin leiði næstu ríkisstjórn sem verði ríkisstjórn klassískra gilda, sem leggi áherslu á fjölskylduna og hag barna og aldraðra. Össur kynnti helstu áherslumál sín í formannsslag Samfylkingarinnar í dag fyrir troðfullu húsi nýrri starfstöð við Ármúla 40. Hann segist munu berjast í kosningunum eins og grimmt ljón en þetta verði heiðarleg barátta. Össur viðurkennir að baráttan hafi auðvitað verið alltof löng en hann hafi ekki byrjað fyrr en í dag vegna þess að hann telji að það sé flokknum til farsældar að hafa baráttuna stutta og þá snarpari fyrir vikið. Össur segir að ekkert sé leiðinlegra en löng kosningabarátta og hann ætli að hafa hana skemmtilega og njóta hennar og samvistanna við stuðningsmenn sína. Össur segir enn fremur að hver sem niðurstaðan verði muni hann taka henni af jafnaðargeði en hann ætli sér að sigra. Össur segist ekki telja að baráttan skaði flokkinn. Kannnanir hafi sýnt að á brattan sé að sækja fyrir hann og sennilega sé hann enn þá í brekku en hann finni það mjög vel að hann sé á réttri leið eins og Samfylkingin. Aðspurður hvort baráttan verði drengileg segir Össur hún verði eins og hún hafi verið hingað til, málefnaleg, opin og heiðarleg. Þó sé líklegt að í hita leiksins muni einhverjir stíga feilspor í báðum fylkingum en eina fyrirskipunin sem hann gefi sínum stuðningsmönnum sé að stunda heiðarlega baráttu og bera virðingu fyrir þeim sem keppt er við vegna þess að þeir eigi það skilið og flokkurinn sömuleiðis. Össur kynnti helstu baráttumál sín. Hann vill meðal annars kjósa framkvæmdastjóra í beinni kosningu og kanna afstöðu flokksmanna reglulega til ýmissa mála. Össur vill að Samfylkingin myndi og leiði næstu ríkisstjórn. Hún eigi að leggja áherslu á fjölskylduna og hag barna og aldraðra. Um leið og hann vilji draga úr höftum í atvinnulífi og auka frelsi þar segi hann fullum fetum að sú ríkisstjórn sem jafnaðarmenn ætli sér að leiða verði að sýna sterka samstöðu með þeim sem fara halloka í markaðskerfinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Össur Skarphéðinsson segist finna mikinn stuðning í baráttunni um formannssæti í Samfylkingunni. Hann segist telja að þetta verði málefnaleg, opin og heiðarleg barátta. Hann vill að Samfylkingin leiði næstu ríkisstjórn sem verði ríkisstjórn klassískra gilda, sem leggi áherslu á fjölskylduna og hag barna og aldraðra. Össur kynnti helstu áherslumál sín í formannsslag Samfylkingarinnar í dag fyrir troðfullu húsi nýrri starfstöð við Ármúla 40. Hann segist munu berjast í kosningunum eins og grimmt ljón en þetta verði heiðarleg barátta. Össur viðurkennir að baráttan hafi auðvitað verið alltof löng en hann hafi ekki byrjað fyrr en í dag vegna þess að hann telji að það sé flokknum til farsældar að hafa baráttuna stutta og þá snarpari fyrir vikið. Össur segir að ekkert sé leiðinlegra en löng kosningabarátta og hann ætli að hafa hana skemmtilega og njóta hennar og samvistanna við stuðningsmenn sína. Össur segir enn fremur að hver sem niðurstaðan verði muni hann taka henni af jafnaðargeði en hann ætli sér að sigra. Össur segist ekki telja að baráttan skaði flokkinn. Kannnanir hafi sýnt að á brattan sé að sækja fyrir hann og sennilega sé hann enn þá í brekku en hann finni það mjög vel að hann sé á réttri leið eins og Samfylkingin. Aðspurður hvort baráttan verði drengileg segir Össur hún verði eins og hún hafi verið hingað til, málefnaleg, opin og heiðarleg. Þó sé líklegt að í hita leiksins muni einhverjir stíga feilspor í báðum fylkingum en eina fyrirskipunin sem hann gefi sínum stuðningsmönnum sé að stunda heiðarlega baráttu og bera virðingu fyrir þeim sem keppt er við vegna þess að þeir eigi það skilið og flokkurinn sömuleiðis. Össur kynnti helstu baráttumál sín. Hann vill meðal annars kjósa framkvæmdastjóra í beinni kosningu og kanna afstöðu flokksmanna reglulega til ýmissa mála. Össur vill að Samfylkingin myndi og leiði næstu ríkisstjórn. Hún eigi að leggja áherslu á fjölskylduna og hag barna og aldraðra. Um leið og hann vilji draga úr höftum í atvinnulífi og auka frelsi þar segi hann fullum fetum að sú ríkisstjórn sem jafnaðarmenn ætli sér að leiða verði að sýna sterka samstöðu með þeim sem fara halloka í markaðskerfinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira