Þau gefa okkur ullina 24. mars 2005 00:01 Í fyrri viku leið lýsti ég því, hversu landslag atvinnulífsins hér heima hefur breytzt til batnaðar undangengin 15 ár. Fram að því víluðu verklýðsforingjar og vinnuveitendur það ekki fyrir sér að setja efnahagslífið á annan endann með reglulegu millibili með kjarasamningum, sem engin leið var að efna, svo að ríkisvaldið taldi sig knúið til að rifta þeim með því að hleypa verðbólgunni upp til að rýra kaupmáttinn. Verklýðsfélögunum þótti þá hæfa að heimta leiðréttingu, það var skiljanlegt frá þeirra bæjardyrum séð, og þannig koll af kolli. Eftir 1990 lögðust þvílíkir kjarasamningar af, og þá hvarf einnig þörfin á því að fella gengi krónunnar eftir pöntun eða prenta peninga til að halda atvinnurekstrinum gangandi. Hvað gerðist? Margir virðast líta svo á, að þrír forustumenn á vinnumarkaði hafi skipt um skoðun, og það veitir hugboð um miðstjórnarvaldið þar um slóðir, að þrír menn séu taldir hafa haft alla þræði atvinnulífsins í hendi sér. Aðrir líta svo á, að þremenningarnir og aðrir hafi neyðzt til að bæta ráð sitt í ljósi breyttra aðstæðna. Árin fyrir samningana 1990 – þjóðarsáttina svo nefndu – hafði ríkisvaldið lyft lamandi hendi sinni af ákvörðunum bankanna um lánskjör og leitt verðtryggingu lánskjara í lög nokkru fyrr (1979). Það verður þó ekki sagt, að stjórnvöld hafi gefið vextina frjálsa með glöðu geði: nei, þau höfðu málað sig út í horn. Sjálfsprottin fjármálafyrirtæki, einkum Fjárfestingarfélagið og Kaupþing, höfðu þá starfað um stutta hríð og innleitt nýja siði í óþökk stjórnmálamanna, sem stýrðu gömlu bönkunum. Þessi nýju fyrirtæki veittu sparifjáreigendum vörn gegn verðbólgu og lántakendum, sem ríkisbankarnir höfðu vísað frá sér, kost á eðlilegri fyrirgreiðslu við markaðsvöxtum. Þessi nýbreytni gerði gömlu bönkunum erfitt um vik að halda áfram að hlunnfara sparifjáreigendur til að geta dælt niðurgreiddu lánsfé í óarðbæran atvinnurekstur á pólitískum forsendum. Verðtrygging og vaxtafrelsi, sem náði loksins fram að ganga 1984-86, keyrðu Samband íslenzkra samvinnufélaga og ýmis önnur fyrirtæki í þrot á skömmum tíma. Þessi skipulagsbreyting var því ekki innleidd með óblandinni ánægju, heldur með ólund og hangandi hendi, enda misstu stjórnmálamenn spón úr aski sínum og streittust á móti, svo að vextir komust hér ekki í eðlilegt horf fyrr en 2004, þegar ríkið dró sig að mestu út úr bankarekstri, a.m.k. formlega. Og þannig má segja, að þeir hafi hrakizt úr einu víginu í annað. Fyrst þurftu þeir að sleppa hendinni af verðlagningu á vörumarkaði, síðan af vöxtum og loks að opna hagkerfið í hálfa gátt með aðildinni að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Það tókst með naumindum. Og þá brast stíflan og skapaði skilyrði til þeirrar atvinnubyltingar, sem hefur verið í deiglunni að undanförnu og birzt m.a. í djarfri útrás íslenzkra fyrirtækja á erlendar slóðir. Með þessu er ekki sagt, að engin sinnaskipti hafi átt sér stað á stjórnmálavettvangi. Stjórnmálamenn létu smátt og smátt sannfærast um skaðann, sem verðbólgan hafði valdið efnahagslífinu, svo að nú er enginn skynsamlegur ágreiningur uppi lengur um það mál. Þeir sannfærðust einnig smám saman um nauðsyn ýmissa umbóta í hagstjórn og hagskipulagi, þótt frumkvæðið kæmi jafnan annars staðar að. Rök og reynsla knúðu atburðarásina. Um og eftir 1980 töldu ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Bretlands sig knúnar til að ráðast gegn verðbólgu. Ísland flaut með. Dyggir flokksmenn virðast sumir líta svo á, að framsýnir stjórnmálamenn hafi fyrir eigin frumkvæði leyst Íslendinga úr viðjum fyrri tíðar. Það er þó hæpin skoðun. Okið frá fyrri tíð er í fyrsta lagi afkvæmi núverandi ríkisstjórnarflokka, enda hafa þeir haft tögl og hagldir í atvinnulífinu allan lýðveldistímann, og þeir hafa öðrum þræði fyrir þrýsting að utan neyðzt smám saman til að létta okinu af þjóðinni. Hér munaði líklega mest um rökræður heima fyrir, utan sem innan veggja stjórnarráðsins, og um fordæmi frá útlöndum, ekki sízt með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Fyrir löngu heyrði ég svohljóðandi seinnipart: þau gefa okkur ullina, svo okkur verði hlýtt. En lömbin gefa okkur ekki ullina, við rýjum þau. Þannig höfum við Íslendingar loksins náð að taka okkur aukið frelsi undangengin ár í samræmi við kall og kröfur tímans: frelsi undan stjórnmálamönnum og flokkum, sem hafa þjakað þjóðina um árabil og þykjast nú, eftir á, hafa fært okkur frelsið, þótt þeir hafi flækzt fyrir frívæðingunni á ýmsa lund með því t.d. að tefja og trufla einkavæðingu viðskiptabankanna von úr viti o.m.fl. Enda geta þeir sumir ekki leynt því, hversu gróflega þeim mislíkar frelsi einstaklingsins til orðs og æðis, þegar á reynir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorvaldur Gylfason Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun
Í fyrri viku leið lýsti ég því, hversu landslag atvinnulífsins hér heima hefur breytzt til batnaðar undangengin 15 ár. Fram að því víluðu verklýðsforingjar og vinnuveitendur það ekki fyrir sér að setja efnahagslífið á annan endann með reglulegu millibili með kjarasamningum, sem engin leið var að efna, svo að ríkisvaldið taldi sig knúið til að rifta þeim með því að hleypa verðbólgunni upp til að rýra kaupmáttinn. Verklýðsfélögunum þótti þá hæfa að heimta leiðréttingu, það var skiljanlegt frá þeirra bæjardyrum séð, og þannig koll af kolli. Eftir 1990 lögðust þvílíkir kjarasamningar af, og þá hvarf einnig þörfin á því að fella gengi krónunnar eftir pöntun eða prenta peninga til að halda atvinnurekstrinum gangandi. Hvað gerðist? Margir virðast líta svo á, að þrír forustumenn á vinnumarkaði hafi skipt um skoðun, og það veitir hugboð um miðstjórnarvaldið þar um slóðir, að þrír menn séu taldir hafa haft alla þræði atvinnulífsins í hendi sér. Aðrir líta svo á, að þremenningarnir og aðrir hafi neyðzt til að bæta ráð sitt í ljósi breyttra aðstæðna. Árin fyrir samningana 1990 – þjóðarsáttina svo nefndu – hafði ríkisvaldið lyft lamandi hendi sinni af ákvörðunum bankanna um lánskjör og leitt verðtryggingu lánskjara í lög nokkru fyrr (1979). Það verður þó ekki sagt, að stjórnvöld hafi gefið vextina frjálsa með glöðu geði: nei, þau höfðu málað sig út í horn. Sjálfsprottin fjármálafyrirtæki, einkum Fjárfestingarfélagið og Kaupþing, höfðu þá starfað um stutta hríð og innleitt nýja siði í óþökk stjórnmálamanna, sem stýrðu gömlu bönkunum. Þessi nýju fyrirtæki veittu sparifjáreigendum vörn gegn verðbólgu og lántakendum, sem ríkisbankarnir höfðu vísað frá sér, kost á eðlilegri fyrirgreiðslu við markaðsvöxtum. Þessi nýbreytni gerði gömlu bönkunum erfitt um vik að halda áfram að hlunnfara sparifjáreigendur til að geta dælt niðurgreiddu lánsfé í óarðbæran atvinnurekstur á pólitískum forsendum. Verðtrygging og vaxtafrelsi, sem náði loksins fram að ganga 1984-86, keyrðu Samband íslenzkra samvinnufélaga og ýmis önnur fyrirtæki í þrot á skömmum tíma. Þessi skipulagsbreyting var því ekki innleidd með óblandinni ánægju, heldur með ólund og hangandi hendi, enda misstu stjórnmálamenn spón úr aski sínum og streittust á móti, svo að vextir komust hér ekki í eðlilegt horf fyrr en 2004, þegar ríkið dró sig að mestu út úr bankarekstri, a.m.k. formlega. Og þannig má segja, að þeir hafi hrakizt úr einu víginu í annað. Fyrst þurftu þeir að sleppa hendinni af verðlagningu á vörumarkaði, síðan af vöxtum og loks að opna hagkerfið í hálfa gátt með aðildinni að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Það tókst með naumindum. Og þá brast stíflan og skapaði skilyrði til þeirrar atvinnubyltingar, sem hefur verið í deiglunni að undanförnu og birzt m.a. í djarfri útrás íslenzkra fyrirtækja á erlendar slóðir. Með þessu er ekki sagt, að engin sinnaskipti hafi átt sér stað á stjórnmálavettvangi. Stjórnmálamenn létu smátt og smátt sannfærast um skaðann, sem verðbólgan hafði valdið efnahagslífinu, svo að nú er enginn skynsamlegur ágreiningur uppi lengur um það mál. Þeir sannfærðust einnig smám saman um nauðsyn ýmissa umbóta í hagstjórn og hagskipulagi, þótt frumkvæðið kæmi jafnan annars staðar að. Rök og reynsla knúðu atburðarásina. Um og eftir 1980 töldu ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Bretlands sig knúnar til að ráðast gegn verðbólgu. Ísland flaut með. Dyggir flokksmenn virðast sumir líta svo á, að framsýnir stjórnmálamenn hafi fyrir eigin frumkvæði leyst Íslendinga úr viðjum fyrri tíðar. Það er þó hæpin skoðun. Okið frá fyrri tíð er í fyrsta lagi afkvæmi núverandi ríkisstjórnarflokka, enda hafa þeir haft tögl og hagldir í atvinnulífinu allan lýðveldistímann, og þeir hafa öðrum þræði fyrir þrýsting að utan neyðzt smám saman til að létta okinu af þjóðinni. Hér munaði líklega mest um rökræður heima fyrir, utan sem innan veggja stjórnarráðsins, og um fordæmi frá útlöndum, ekki sízt með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Fyrir löngu heyrði ég svohljóðandi seinnipart: þau gefa okkur ullina, svo okkur verði hlýtt. En lömbin gefa okkur ekki ullina, við rýjum þau. Þannig höfum við Íslendingar loksins náð að taka okkur aukið frelsi undangengin ár í samræmi við kall og kröfur tímans: frelsi undan stjórnmálamönnum og flokkum, sem hafa þjakað þjóðina um árabil og þykjast nú, eftir á, hafa fært okkur frelsið, þótt þeir hafi flækzt fyrir frívæðingunni á ýmsa lund með því t.d. að tefja og trufla einkavæðingu viðskiptabankanna von úr viti o.m.fl. Enda geta þeir sumir ekki leynt því, hversu gróflega þeim mislíkar frelsi einstaklingsins til orðs og æðis, þegar á reynir.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun