Gengið lækkar 23. mars 2005 00:01 Töluverður órói hefur verið á gjaldeyrismarkaði síðustu daga í aðdraganda og kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabankans. Fjárfestar bjuggust við meiri vaxtahækkun og það hefur orðið til þess að gengi krónunnar hefur lækkað. Þegar viðskipti með gjaldeyri lokuðu í gær stóð gengi krónunnar í 109,3 stigum og hefur það lækkað um tæp þrjú prósent á tveimur dögum. Gengi Bandaríkjadals er nú komið í 61 krónu en dalurinn styrktist á mörkuðum í gær í kjölfar stýrivaxtahækkunar þar. Eiríkur Eiríksson í áhætturáðgjöf Íslandsbanka segir að meðal þess sem valdi lækkuninni nú sé að mildari tónn hafi verið í yfirlýsingum Seðlabankans. Hingað til hafi Seðlabankinn gefið sterklega í skyn að fleiri hækkanir séu yfirvofandi en nú hafi yfirlýsingarnar ekki verið jafnafdráttarlausar. "Það hefur líka að hluta til verið hagnaðartaka. Krónan hefur styrkst mikið að undanförnu og menn hafa verið að leysa til sín hagnaðinn," segir Eiríkur. Sterkt gengi krónunnar hefur valdið erfiðleikum í útflutningsatvinnuvegum sem fá miklar tekjur í erlendri mynt og þrátt fyrir lækkun síðustu daga er gengið enn mjög hátt. Forsvarsmenn útflutningsfyrirtækja hafa kvartað mjög undan því að fyrirtæki þeirra þurfi að líða fyrir það ójafnvægi í þjóðarbúinu sem skapist meðal annars vegna stóriðjuframkvæmda. Þeir hafa gagnrýnt bæði stjórnvöld og Seðlabankann. Seðlabankinn lítur hins vegar svo á að sterkt gengi sé ein af þeim vörnum sem komið geta í veg fyrir hækkun verðlags þar sem innfluttar vörur lækka í verði. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, er ekki sáttur við þessa stefnu eða vaxtahækkanir Seðlabankans. "Það sem ég hefði viljað sjá er vaxtalækkun því ég held að það sé það sem þarf til að draga úr spákaupmennsku. Það er stóra málið. Það er sárgrætilegt að sjá á eftir fjármunum sem ættu að fara í uppbyggingu og styrkingu íslensks atvinnulífs í hendurnar á erlendum spákaupmönnum," segir Friðrik. Friðrik segir hins vegar að ekki sé eingöngu að sakast við Seðlabankann enda hafi ákvarðanir ríkisins um stóriðjuframkvæmdir og útgjöld ríkissjóðs einnig áhrif. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Töluverður órói hefur verið á gjaldeyrismarkaði síðustu daga í aðdraganda og kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabankans. Fjárfestar bjuggust við meiri vaxtahækkun og það hefur orðið til þess að gengi krónunnar hefur lækkað. Þegar viðskipti með gjaldeyri lokuðu í gær stóð gengi krónunnar í 109,3 stigum og hefur það lækkað um tæp þrjú prósent á tveimur dögum. Gengi Bandaríkjadals er nú komið í 61 krónu en dalurinn styrktist á mörkuðum í gær í kjölfar stýrivaxtahækkunar þar. Eiríkur Eiríksson í áhætturáðgjöf Íslandsbanka segir að meðal þess sem valdi lækkuninni nú sé að mildari tónn hafi verið í yfirlýsingum Seðlabankans. Hingað til hafi Seðlabankinn gefið sterklega í skyn að fleiri hækkanir séu yfirvofandi en nú hafi yfirlýsingarnar ekki verið jafnafdráttarlausar. "Það hefur líka að hluta til verið hagnaðartaka. Krónan hefur styrkst mikið að undanförnu og menn hafa verið að leysa til sín hagnaðinn," segir Eiríkur. Sterkt gengi krónunnar hefur valdið erfiðleikum í útflutningsatvinnuvegum sem fá miklar tekjur í erlendri mynt og þrátt fyrir lækkun síðustu daga er gengið enn mjög hátt. Forsvarsmenn útflutningsfyrirtækja hafa kvartað mjög undan því að fyrirtæki þeirra þurfi að líða fyrir það ójafnvægi í þjóðarbúinu sem skapist meðal annars vegna stóriðjuframkvæmda. Þeir hafa gagnrýnt bæði stjórnvöld og Seðlabankann. Seðlabankinn lítur hins vegar svo á að sterkt gengi sé ein af þeim vörnum sem komið geta í veg fyrir hækkun verðlags þar sem innfluttar vörur lækka í verði. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, er ekki sáttur við þessa stefnu eða vaxtahækkanir Seðlabankans. "Það sem ég hefði viljað sjá er vaxtalækkun því ég held að það sé það sem þarf til að draga úr spákaupmennsku. Það er stóra málið. Það er sárgrætilegt að sjá á eftir fjármunum sem ættu að fara í uppbyggingu og styrkingu íslensks atvinnulífs í hendurnar á erlendum spákaupmönnum," segir Friðrik. Friðrik segir hins vegar að ekki sé eingöngu að sakast við Seðlabankann enda hafi ákvarðanir ríkisins um stóriðjuframkvæmdir og útgjöld ríkissjóðs einnig áhrif.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira