Skilyrði til að tryggja jafnræði 23. mars 2005 00:01 Samrunafyrirtækjum fjölmiðla- og fjarskipta er óheimilt að tvinna saman sölu á sjónvarps- og fjarskiptaþjónustu og þau verður að reka sem sjálfstæð fyrirtæki. Þau mega ekki veita sjálfum sér afslátt í innbyrgðis viðskiptum. Eru það meðal ítarlegra skilyrða sem Samkeppnisráð hefur sett fyrir samruna Og Vodafone og 365 ljósvakamiðla sem reka sjónvarpsstöðvarnar Stöð 2 og Sýn og samruna Símans og Skjás Eins. Báðar samsteypurnar segja skilyrðin ásættanleg. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir svo vera fljótt á litið. Dóra Sif Tynes, forstöðumaður lögfræðisviðs Og Vodafone, segir þau ásættanleg nema í ljós komi að Símanum hafi ekki verið sett sambærileg skilyrði. Báðar segja þær að skilyrðin ekki koma í veg fyrir að fyrirtækin nái þeim markmiðum sem þau vildu með kaupum á fjölmiðlum. Síminn lýsir yfir að með kaupum á fjölmiðli ætli hann byggja upp stafrænt sjónvarpsdreifikerfi á landsvísu: "Eftirsóknarvert efni er enda forsenda þess að viðskiptavinir nýti sér þjónustu á sjónvarpsmarkaði. [...] Nái markmið úrskurðarins fram að ganga er aðgengi neytenda að eftirsóttu efni á starfrænu formi orðið greiðara." Það er einmitt eitt markmiða Samkeppnisstofnunar með skilyrðunum. Í tilkynningu stendur að gripið hafi verið til þeirra til að tryggja aðgang keppinauta samsteypnanna tveggja að dreifikerfum og vinsælu sjónvarpsefni í eigu þeirra og til að auðvelda nýjum fyrirtækjum að hasla sér völl á markaðinum. Samkeppnisstofnun taldi að ef reglur yrðu ekki settar myndi hin mikla samþjöppun á fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði útiloka aðra keppinauta, skaða hag neytenda til lengri tíma litið með tilboðum pakkalausna í ólíkri þjónustu og mismuna öðrum sem komi til með að starfa á markaðinum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Samrunafyrirtækjum fjölmiðla- og fjarskipta er óheimilt að tvinna saman sölu á sjónvarps- og fjarskiptaþjónustu og þau verður að reka sem sjálfstæð fyrirtæki. Þau mega ekki veita sjálfum sér afslátt í innbyrgðis viðskiptum. Eru það meðal ítarlegra skilyrða sem Samkeppnisráð hefur sett fyrir samruna Og Vodafone og 365 ljósvakamiðla sem reka sjónvarpsstöðvarnar Stöð 2 og Sýn og samruna Símans og Skjás Eins. Báðar samsteypurnar segja skilyrðin ásættanleg. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir svo vera fljótt á litið. Dóra Sif Tynes, forstöðumaður lögfræðisviðs Og Vodafone, segir þau ásættanleg nema í ljós komi að Símanum hafi ekki verið sett sambærileg skilyrði. Báðar segja þær að skilyrðin ekki koma í veg fyrir að fyrirtækin nái þeim markmiðum sem þau vildu með kaupum á fjölmiðlum. Síminn lýsir yfir að með kaupum á fjölmiðli ætli hann byggja upp stafrænt sjónvarpsdreifikerfi á landsvísu: "Eftirsóknarvert efni er enda forsenda þess að viðskiptavinir nýti sér þjónustu á sjónvarpsmarkaði. [...] Nái markmið úrskurðarins fram að ganga er aðgengi neytenda að eftirsóttu efni á starfrænu formi orðið greiðara." Það er einmitt eitt markmiða Samkeppnisstofnunar með skilyrðunum. Í tilkynningu stendur að gripið hafi verið til þeirra til að tryggja aðgang keppinauta samsteypnanna tveggja að dreifikerfum og vinsælu sjónvarpsefni í eigu þeirra og til að auðvelda nýjum fyrirtækjum að hasla sér völl á markaðinum. Samkeppnisstofnun taldi að ef reglur yrðu ekki settar myndi hin mikla samþjöppun á fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði útiloka aðra keppinauta, skaða hag neytenda til lengri tíma litið með tilboðum pakkalausna í ólíkri þjónustu og mismuna öðrum sem komi til með að starfa á markaðinum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira