Fjármálaeftirlitið vill upplýsingar um starfslokasamning sjóðsstjóra 22. mars 2005 00:01 Fjármálaeftirlitið hefur óskað eftir upplýsingum um samninga sem fyrrverandi stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins gerði við Jóhannes Siggeirsson, framkvæmdastjóra sjóðsins í maí 2000 og um starfslok hans í febrúar síðastliðnum. Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins ákvað að óska eftir við fyrrverandi framkvæmdastjóra að hann hætti störfum snemma á árinu 2005 vegna óánægju með ávöxtun sjóðsins. Þá fyrst varð henni ljós viðauki við starfskjarasamning framkvæmdastjórans sem fyrrverandi formaður og varaformaður sjóðsins gengu frá við framkvæmdastjórann á sínum tíma. Núverandi sjóðsstjórn komst að þeirri niðurstöðu að samningur um starfslok framkvæmdastjórans á dögunum yrði að taka mið af gildandi ráðningarsamningi hans ásamt viðaukum og studdist þar við álit lögmanna sem til var leitað. Í tilkynningu frá sjóðsstjórn segir að stjórnin muni að sjálfsögðu veita Fjármálaeftirlitinu allar tiltækar upplýsingar um samninga og starfslok fyrrverandi framkvæmdastjóra. Ennfremur segir að stjórnin telji ekki viðeigandi að hún tjái sig frekar um á málið á meðan um það er fjallað í samskiptum Fjármálaeftirlits og Sameinaða lífeyrissjóðsins. Í ályktun stjórnar Félags járniðnaðarmanna eru starfslok framkvæmdastjóra Sameinaða lífeyrissjóðsins harkalega gagnrýnd. Stjórn Félags járniðnaðarmanna gagnrýnir harðlega að árið 2000 var gerður sérstakur viðauki við ráðningarsamning fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinaða lífeyrissjóðsins þannig að greidd eru full laun í 30 mánuði að meðtöldum uppsagnarfresti. Sérstaklega er gagnrýnt, ef rétt er, að viðaukinn sem gerður var af þáverandi formanni og varaformanni sjóðsins hafi ekki verið lagður fyrir stjórn sjóðsins eða endurskoðanda. Síðar segir orðrétt, "Félagsstjórnin telur brýnt að núverandi stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins kanni ítarlega hvort hægt sé að hnekkja þessum gjörningi og geri grein fyrir niðurstöðum. Einnig að settar verði starfsreglur um meðferð ráðningarsamninga o.fl. sem stjórn sjóðsins ber ábyrgð á og að sjóðsfélögum verði árlega gerð grein fyrir launakjörum framkvæmdastjóra og stjórnarmanna. Félagsstjórn telur jafnframt eðlilegt að óskað verði eftir mati Fjármálaeftirlitsins á gildi ráðningarsamningsins og hvort rétt hafi verið að honum staðið." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur óskað eftir upplýsingum um samninga sem fyrrverandi stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins gerði við Jóhannes Siggeirsson, framkvæmdastjóra sjóðsins í maí 2000 og um starfslok hans í febrúar síðastliðnum. Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins ákvað að óska eftir við fyrrverandi framkvæmdastjóra að hann hætti störfum snemma á árinu 2005 vegna óánægju með ávöxtun sjóðsins. Þá fyrst varð henni ljós viðauki við starfskjarasamning framkvæmdastjórans sem fyrrverandi formaður og varaformaður sjóðsins gengu frá við framkvæmdastjórann á sínum tíma. Núverandi sjóðsstjórn komst að þeirri niðurstöðu að samningur um starfslok framkvæmdastjórans á dögunum yrði að taka mið af gildandi ráðningarsamningi hans ásamt viðaukum og studdist þar við álit lögmanna sem til var leitað. Í tilkynningu frá sjóðsstjórn segir að stjórnin muni að sjálfsögðu veita Fjármálaeftirlitinu allar tiltækar upplýsingar um samninga og starfslok fyrrverandi framkvæmdastjóra. Ennfremur segir að stjórnin telji ekki viðeigandi að hún tjái sig frekar um á málið á meðan um það er fjallað í samskiptum Fjármálaeftirlits og Sameinaða lífeyrissjóðsins. Í ályktun stjórnar Félags járniðnaðarmanna eru starfslok framkvæmdastjóra Sameinaða lífeyrissjóðsins harkalega gagnrýnd. Stjórn Félags járniðnaðarmanna gagnrýnir harðlega að árið 2000 var gerður sérstakur viðauki við ráðningarsamning fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinaða lífeyrissjóðsins þannig að greidd eru full laun í 30 mánuði að meðtöldum uppsagnarfresti. Sérstaklega er gagnrýnt, ef rétt er, að viðaukinn sem gerður var af þáverandi formanni og varaformanni sjóðsins hafi ekki verið lagður fyrir stjórn sjóðsins eða endurskoðanda. Síðar segir orðrétt, "Félagsstjórnin telur brýnt að núverandi stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins kanni ítarlega hvort hægt sé að hnekkja þessum gjörningi og geri grein fyrir niðurstöðum. Einnig að settar verði starfsreglur um meðferð ráðningarsamninga o.fl. sem stjórn sjóðsins ber ábyrgð á og að sjóðsfélögum verði árlega gerð grein fyrir launakjörum framkvæmdastjóra og stjórnarmanna. Félagsstjórn telur jafnframt eðlilegt að óskað verði eftir mati Fjármálaeftirlitsins á gildi ráðningarsamningsins og hvort rétt hafi verið að honum staðið."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira