Halldór gagnrýnir Seðlabankann 22. mars 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gagnrýnir Seðlabankann harðlega fyrir að hækka stýrivexti og segist óttast að krónan styrkist enn frekar á kostnað útflutnings- og samkeppnisgreina. Halldór vill draga úr vægi húsnæðisverðs í vísitölunni en því er seðlabankastjóri ósammála. Seðlabankinn mun hækka stýrivexti um fjórðung úr prósentu þann 29. mars og verða þeir þá níu prósent sem er hátt í fjórum prósentustigum hærra en í byrjun maí í fyrra. Fréttastofan náði tali af forsætisráðherra nú undir kvöld og sagði hann þessa vaxtahækkun valda sér miklum vonbrigðum þar sem hann óttist að hún, líkt og fyrri hækkanir, verði til að styrkja gengi krónunnar enn frekar og gera þar með rekstrarstöðu útflutnings- og samkeppnisgreina enn erfiðari. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir að við verðum að horfa tvö ár fram á veginn. Hækkunin núna sé fyrst og fremst til að slá á þá miklu eftirspurn sem sé í þjóðfélaginu og verði á næsta ári. Forsætisráðherra bendir á að verðbólgan er tvö prósent ef horft er fram hjá hækkun húsnæðisverðs í vísitölunni. Honum finnst ástæða til að skoða hvernig húsnæðisliðurinn er mældur í vísitölunni og fá skýringar á því hvers vegna hann er frábrugðinn því sem gerist og gengur í kringum okkur. Halldór vill skoða hvort Seðlabankanum sé sniðinn of þröngt stakkur með því að skilgreina verðbólgumarkmið sem hækkun neysluverðs án nokkurs fyrirvara og ætlar að ræða það við seðlabankastjóra. Birgir segir engan vafa á því að veruleg skýring á verðbólgunni nú sé mikil útlánaþensla, og þá ekki síst bankanna. Seðlabankinn hefur hvatt þá til að fara varlega og gerir það áfram. Aðspurður hvort honum finnist ekki að endurskoða eigi hvernig húsnæðisverð er reiknað inn í vísitöluna segist Birgir ekki vera á því. Mikilvægt sé að halda húsnæðisverðinu inni í vísitölunni því það að húsnæðisverð hækki sé oft vísbending um undanfarandi verðbólgu á ýmsum öðrum sviðum. Birgir segir ennfremur að það muni ekki ganga til lengdar að horfa upp á óhefta samkeppni milli viðskiptabankanna og hins ríkisstyrkta Íbúðalánasjóðs en það sé hins vegar á sviði stjórnmálamanna að breyta hlutverki sjóðsins. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gagnrýnir Seðlabankann harðlega fyrir að hækka stýrivexti og segist óttast að krónan styrkist enn frekar á kostnað útflutnings- og samkeppnisgreina. Halldór vill draga úr vægi húsnæðisverðs í vísitölunni en því er seðlabankastjóri ósammála. Seðlabankinn mun hækka stýrivexti um fjórðung úr prósentu þann 29. mars og verða þeir þá níu prósent sem er hátt í fjórum prósentustigum hærra en í byrjun maí í fyrra. Fréttastofan náði tali af forsætisráðherra nú undir kvöld og sagði hann þessa vaxtahækkun valda sér miklum vonbrigðum þar sem hann óttist að hún, líkt og fyrri hækkanir, verði til að styrkja gengi krónunnar enn frekar og gera þar með rekstrarstöðu útflutnings- og samkeppnisgreina enn erfiðari. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir að við verðum að horfa tvö ár fram á veginn. Hækkunin núna sé fyrst og fremst til að slá á þá miklu eftirspurn sem sé í þjóðfélaginu og verði á næsta ári. Forsætisráðherra bendir á að verðbólgan er tvö prósent ef horft er fram hjá hækkun húsnæðisverðs í vísitölunni. Honum finnst ástæða til að skoða hvernig húsnæðisliðurinn er mældur í vísitölunni og fá skýringar á því hvers vegna hann er frábrugðinn því sem gerist og gengur í kringum okkur. Halldór vill skoða hvort Seðlabankanum sé sniðinn of þröngt stakkur með því að skilgreina verðbólgumarkmið sem hækkun neysluverðs án nokkurs fyrirvara og ætlar að ræða það við seðlabankastjóra. Birgir segir engan vafa á því að veruleg skýring á verðbólgunni nú sé mikil útlánaþensla, og þá ekki síst bankanna. Seðlabankinn hefur hvatt þá til að fara varlega og gerir það áfram. Aðspurður hvort honum finnist ekki að endurskoða eigi hvernig húsnæðisverð er reiknað inn í vísitöluna segist Birgir ekki vera á því. Mikilvægt sé að halda húsnæðisverðinu inni í vísitölunni því það að húsnæðisverð hækki sé oft vísbending um undanfarandi verðbólgu á ýmsum öðrum sviðum. Birgir segir ennfremur að það muni ekki ganga til lengdar að horfa upp á óhefta samkeppni milli viðskiptabankanna og hins ríkisstyrkta Íbúðalánasjóðs en það sé hins vegar á sviði stjórnmálamanna að breyta hlutverki sjóðsins.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira