Heimavöllurinn mun reynast drjúgur 18. mars 2005 00:01 Fjórir hörkuleikir eru á dagskrá í kvöld og ljóst að mótanefnd HSÍ hefur unnið gott starf fyrir mótið með uppröðun sinni á leikjum. Liðin í efstu tveimur sætunum, Haukar og ÍR, mætast innbyrðis á Ásvöllum í hreinum úrslitaleik, liðin í 3. og 4. sæti mætast einnig innbyrðis, HK og ÍBV, og það sama á við um 5. og 6. sætið þar sem KA tekur á móti Val. Það er ekki síður mikið í húfi hjá liðunum í 7. og 8. sæti þar sem Þórsarar fá Víking í heimsókn í leik sem gæti mögulega gefið sæti í úrslitakeppninni. "Þetta er mjög skemmtileg lokaumferð og þótt að mótafyrirkomulagið hafi verið mikið gagnrýnt þá sést núna vel hvað það getur boðið upp á. Það er gríðarlega spenna og það sést að þó að þetta mótafyrirkomulag hafi sína galla þá hefur það einnig sína kosti," segir Guðmundur Guðmundsson en hann býst við mjög jöfnum leik á Ásvöllum í kvöld. "Ég hreifst mjög af ÍR-ingum í bikarúrslitunum þar sem liðið spilaði með hjartanu. Ef þeir ná að framkalla það aftur þá er aldrei að vita en ég hallast sem frekar að sigri Hauka þar sem þeir eru á heimavelli," segir Guðmundur. Fyrri leik liðanna í Austurbergi fyrir rúmum tveimur vikum lauk með stórum sigri Hauka, 24-31, og segir Guðmundur að sá leikur gæti gefið Haukum sálfræðilegt forskot. "Haukar hafa verið með yfirhöndina gegn ÍR í gegnum tíðina og haft betur í þeirra rimmum í úrslitakeppninni. En það má ekki gleyma að ÍR braut ákveðið blað með bikarsigrinum. Nú er spurningin hvort leikmenn liðsins nái að fylgja því eftir það fylgir oft ákveðið spennufall slíkum sigri. En liðin hafa mjög áþekkan mannskap og ég held að þetta verði mikill spennuleikur," segir Guðmundur. Vont að missa Bjarka Guðmundur spáir að ekki verði síðri spenna í leik HK og ÍBV. "Það er svo skrítið með HK að þeir voru ósannfærandi í bikarúrslitunum og hafa ekki verið á réttu róli eftir hann. En það býr engu að síður mjög mikið í þessu liði og þeir hagnast af því að vera á heimavelli," segir Guðmundur. Lið ÍBV hefur hinsvegar verið í miklu stuði og fikrað sig upp töfluna á síðustu vikum. "Ef Roland er í stuði er ÍBV mjög hættulegt öllum liðum en þeir sönnuðu að þeir geta vel unnið án hans. Markvarslan mun ráða miklu í þessum leik og ef Björgvin Páll Gústavsson finnur sig þá er HK í góðum málum. Ég held að HK hafi betur í þessum leik." Í viðureign KA og Vals segist Guðmundur halda að heimavöllurinn muni gera útslagið. "KA-liðið hefur verið misjafnt en ég hallast að þeirra sigri því þeir hafa verið sterkir á heimavelli," segir Guðmundur. Hann býst við ánægju á tveimur vígstöðvum á Akureyri. "Þórsararnir hafa á köflum komið mér á óvart í vetur og eru með betra lið en ég átti von á. Víkingar hafa ekki mikla breidd og mega illa við því að vera án lykilmanns eins og Bjarka Sigurðssonar. Án hans standa þeir höllum fæti og því spái ég Þórsurum sigri." Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Sjá meira
Fjórir hörkuleikir eru á dagskrá í kvöld og ljóst að mótanefnd HSÍ hefur unnið gott starf fyrir mótið með uppröðun sinni á leikjum. Liðin í efstu tveimur sætunum, Haukar og ÍR, mætast innbyrðis á Ásvöllum í hreinum úrslitaleik, liðin í 3. og 4. sæti mætast einnig innbyrðis, HK og ÍBV, og það sama á við um 5. og 6. sætið þar sem KA tekur á móti Val. Það er ekki síður mikið í húfi hjá liðunum í 7. og 8. sæti þar sem Þórsarar fá Víking í heimsókn í leik sem gæti mögulega gefið sæti í úrslitakeppninni. "Þetta er mjög skemmtileg lokaumferð og þótt að mótafyrirkomulagið hafi verið mikið gagnrýnt þá sést núna vel hvað það getur boðið upp á. Það er gríðarlega spenna og það sést að þó að þetta mótafyrirkomulag hafi sína galla þá hefur það einnig sína kosti," segir Guðmundur Guðmundsson en hann býst við mjög jöfnum leik á Ásvöllum í kvöld. "Ég hreifst mjög af ÍR-ingum í bikarúrslitunum þar sem liðið spilaði með hjartanu. Ef þeir ná að framkalla það aftur þá er aldrei að vita en ég hallast sem frekar að sigri Hauka þar sem þeir eru á heimavelli," segir Guðmundur. Fyrri leik liðanna í Austurbergi fyrir rúmum tveimur vikum lauk með stórum sigri Hauka, 24-31, og segir Guðmundur að sá leikur gæti gefið Haukum sálfræðilegt forskot. "Haukar hafa verið með yfirhöndina gegn ÍR í gegnum tíðina og haft betur í þeirra rimmum í úrslitakeppninni. En það má ekki gleyma að ÍR braut ákveðið blað með bikarsigrinum. Nú er spurningin hvort leikmenn liðsins nái að fylgja því eftir það fylgir oft ákveðið spennufall slíkum sigri. En liðin hafa mjög áþekkan mannskap og ég held að þetta verði mikill spennuleikur," segir Guðmundur. Vont að missa Bjarka Guðmundur spáir að ekki verði síðri spenna í leik HK og ÍBV. "Það er svo skrítið með HK að þeir voru ósannfærandi í bikarúrslitunum og hafa ekki verið á réttu róli eftir hann. En það býr engu að síður mjög mikið í þessu liði og þeir hagnast af því að vera á heimavelli," segir Guðmundur. Lið ÍBV hefur hinsvegar verið í miklu stuði og fikrað sig upp töfluna á síðustu vikum. "Ef Roland er í stuði er ÍBV mjög hættulegt öllum liðum en þeir sönnuðu að þeir geta vel unnið án hans. Markvarslan mun ráða miklu í þessum leik og ef Björgvin Páll Gústavsson finnur sig þá er HK í góðum málum. Ég held að HK hafi betur í þessum leik." Í viðureign KA og Vals segist Guðmundur halda að heimavöllurinn muni gera útslagið. "KA-liðið hefur verið misjafnt en ég hallast að þeirra sigri því þeir hafa verið sterkir á heimavelli," segir Guðmundur. Hann býst við ánægju á tveimur vígstöðvum á Akureyri. "Þórsararnir hafa á köflum komið mér á óvart í vetur og eru með betra lið en ég átti von á. Víkingar hafa ekki mikla breidd og mega illa við því að vera án lykilmanns eins og Bjarka Sigurðssonar. Án hans standa þeir höllum fæti og því spái ég Þórsurum sigri."
Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Sjá meira