Pétur spáir í spilin í körfunni 9. mars 2005 00:01 Úrslitakeppni Intersportdeildarinnar hefst í kvöld með tveimur leikjum. KR-ingar gera sér ferð í Stykkishólm og leika gegn Snæfelli en í Sláturhúsinu í Keflavík taka deildarmeistarar Keflavíkur á móti Grindvíkingum. Flestir hallast að auðveldum sigri Keflvíkinga í kvöld en til eru þeir sem hafa tröllatrú á því að Grindavík geti stolið sigrinum í kvöld. Fréttablaðið setti sig í samband við Pétur Ingvarsson, þjálfara Hamars/Selfoss, og bað hann um að spá í spilin. "Ég held að heimavöllurinn eigi eftir að reynast Keflvíkingum vel í þessari viðureign. Ég spái því að þetta verði tiltölulega auðveldur sigur fyrir Keflavík," sagði Pétur. "Liðið er mjög vel "rútínerað" og með betri mannskap en Grindavík. Svo telst til tíðinda ef liðið tapar á heimavellinum sem er ansi sterkur. Grindavík dalaði töluvert á tímabili en liðið er búið að eiga ágætis uppsveiflu upp á síðkastið. Ég held að það dugi samt ekki liðinu til sigurs gegn Keflavík. Helgi Jónas Guðfinnsson er að vísu kominn á ný eftir meiðsli en hann skortir sennilega þá leikæfingu sem þarf til þess að skila sínu." Pétur fullyrti að það sama yrði upp á teningnum í Stykkishólmi þar sem viðureign Snæfells og KR fer fram. "Heimavöllurinn mun reynast Snæfellingum vel gegn KR í kvöld. Ég held að það verði mjög erfitt fyrir KR-ingana að fara vestur og vinna því Snæfell er einfaldlega með betri mannskap hvað stöðurnar snertir. Svo er liðið náttúrulega með Hlyn Bæringsson sem getur unnið leiki fyrir Snæfell. KR getur samt ýmislegt en ég er ekki viss um að liðið hafi trú á því. Ég held að Snæfell eigi eftir að vinna þennan leik örugglega," sagði Pétur. Leikur Keflavíkur og Grindavíkur er í beinni útsendingu á Sýn kl. 19.00. Körfubolti Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Sjá meira
Úrslitakeppni Intersportdeildarinnar hefst í kvöld með tveimur leikjum. KR-ingar gera sér ferð í Stykkishólm og leika gegn Snæfelli en í Sláturhúsinu í Keflavík taka deildarmeistarar Keflavíkur á móti Grindvíkingum. Flestir hallast að auðveldum sigri Keflvíkinga í kvöld en til eru þeir sem hafa tröllatrú á því að Grindavík geti stolið sigrinum í kvöld. Fréttablaðið setti sig í samband við Pétur Ingvarsson, þjálfara Hamars/Selfoss, og bað hann um að spá í spilin. "Ég held að heimavöllurinn eigi eftir að reynast Keflvíkingum vel í þessari viðureign. Ég spái því að þetta verði tiltölulega auðveldur sigur fyrir Keflavík," sagði Pétur. "Liðið er mjög vel "rútínerað" og með betri mannskap en Grindavík. Svo telst til tíðinda ef liðið tapar á heimavellinum sem er ansi sterkur. Grindavík dalaði töluvert á tímabili en liðið er búið að eiga ágætis uppsveiflu upp á síðkastið. Ég held að það dugi samt ekki liðinu til sigurs gegn Keflavík. Helgi Jónas Guðfinnsson er að vísu kominn á ný eftir meiðsli en hann skortir sennilega þá leikæfingu sem þarf til þess að skila sínu." Pétur fullyrti að það sama yrði upp á teningnum í Stykkishólmi þar sem viðureign Snæfells og KR fer fram. "Heimavöllurinn mun reynast Snæfellingum vel gegn KR í kvöld. Ég held að það verði mjög erfitt fyrir KR-ingana að fara vestur og vinna því Snæfell er einfaldlega með betri mannskap hvað stöðurnar snertir. Svo er liðið náttúrulega með Hlyn Bæringsson sem getur unnið leiki fyrir Snæfell. KR getur samt ýmislegt en ég er ekki viss um að liðið hafi trú á því. Ég held að Snæfell eigi eftir að vinna þennan leik örugglega," sagði Pétur. Leikur Keflavíkur og Grindavíkur er í beinni útsendingu á Sýn kl. 19.00.
Körfubolti Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Sjá meira