Chelsea hefur harma að hefna 7. mars 2005 00:01 Það er alveg ljóst að það verður stríðsástand á Stamford Bridge í kvöld þegar Chelsea tekur á móti Barcelona. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur reitt alla leikmenn Barcelona til reiði með framkomu sinni eftir leikinn í Nou Camp fyrir tveimur vikum þegar hann neitaði að mæta á blaðamannafund eftir leikinn og ásakaði Frank Rijkaard, þjálfara Barcelona, um að hafa rætt einslega við Andreas Frisk, dómara leiksins, í háflleik. Chelsea tapaði leiknum 2-1 og skapaði sér litla virðingu hjá leikmönnum spænska liðsins, sem fannst leikur liðsins leiðinlegur. Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hefur enga trú á að það verði vandkvæðum bundið fyrir Barcelona að komast áfram. "Ég er viss um að Barcelona kemst í átta liða úrslitin, sérstaklega eftir að hafa spilað gegn Chelsea. Liðið gerði okkur erfitt fyrir í fyrri leiknum en við áttum sigurinn skilið. Við erum með betra lið og ég er viss um að við skorum á Stamford Bridge," sagði Ronaldinho, sem telur Frank Lampard vera besta leikmann Chelsea-liðsins. "Hann var mjög góður í fyrri leiknum og algjör lykilmaður í sóknarleik liðsins. Hann er mjög skapandi leikmaður sem ég er mjög hrifinn af," sagði Ronaldinho. Líklegt má telja að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði Chelsea en Didier Drogba er í banni eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í fyrri leiknum. Leikmenn Manchester United eiga erfitt verkefni fyrir höndum en þeir þurfa að leggja ítalska liðið AC Milan að velli á San Siro og það sem meira er þurfa þeir helst að skora tvö mörk. Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, veit að verkefnið sem lærisveinar hans eiga fyrir höndum er erfitt. "Ég hef engar efasemdir um karakter minna manna, sem er mikill, en það er alveg ljóst að við þurfum að eiga toppleik - það er ekki oft sem AC Milan tapar á heimavelli," sagði Ferguson. Franska liðið Lyon er með bestu stöðuna af öllum liðunum sex sem spila í kvöld. Lyon vann fyrri leikinn gegn Werder Bremen, 3-0, í Þýskalandi og því má segja að Þjóðverjarnir eigi erfitt verkefni fyrir höndum. Frank Baumann, fyrirliði Werder, sem var í banni í fyrri leiknum, sagði við fjölmiðla í gær að hann hefði ekki trú á því að liðið kæmist áfram. "Ég held að þetta sé síðasti leikur okkur í Meistaradeildinni," sagði Baumann. Valérien Ismaël, hinn franski varnarmaður Bremen, er þó ekki jafn svartsýnn og Baumann og segir allt geta gerst ef Bremen nái að skora fyrsta markið. "Ég þekki franska hugarfarið og veit að ef við skorum snemma verða þeir stressaðir. Þá er allt opið," sagði Ismaël. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Sjá meira
Það er alveg ljóst að það verður stríðsástand á Stamford Bridge í kvöld þegar Chelsea tekur á móti Barcelona. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur reitt alla leikmenn Barcelona til reiði með framkomu sinni eftir leikinn í Nou Camp fyrir tveimur vikum þegar hann neitaði að mæta á blaðamannafund eftir leikinn og ásakaði Frank Rijkaard, þjálfara Barcelona, um að hafa rætt einslega við Andreas Frisk, dómara leiksins, í háflleik. Chelsea tapaði leiknum 2-1 og skapaði sér litla virðingu hjá leikmönnum spænska liðsins, sem fannst leikur liðsins leiðinlegur. Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hefur enga trú á að það verði vandkvæðum bundið fyrir Barcelona að komast áfram. "Ég er viss um að Barcelona kemst í átta liða úrslitin, sérstaklega eftir að hafa spilað gegn Chelsea. Liðið gerði okkur erfitt fyrir í fyrri leiknum en við áttum sigurinn skilið. Við erum með betra lið og ég er viss um að við skorum á Stamford Bridge," sagði Ronaldinho, sem telur Frank Lampard vera besta leikmann Chelsea-liðsins. "Hann var mjög góður í fyrri leiknum og algjör lykilmaður í sóknarleik liðsins. Hann er mjög skapandi leikmaður sem ég er mjög hrifinn af," sagði Ronaldinho. Líklegt má telja að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði Chelsea en Didier Drogba er í banni eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í fyrri leiknum. Leikmenn Manchester United eiga erfitt verkefni fyrir höndum en þeir þurfa að leggja ítalska liðið AC Milan að velli á San Siro og það sem meira er þurfa þeir helst að skora tvö mörk. Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, veit að verkefnið sem lærisveinar hans eiga fyrir höndum er erfitt. "Ég hef engar efasemdir um karakter minna manna, sem er mikill, en það er alveg ljóst að við þurfum að eiga toppleik - það er ekki oft sem AC Milan tapar á heimavelli," sagði Ferguson. Franska liðið Lyon er með bestu stöðuna af öllum liðunum sex sem spila í kvöld. Lyon vann fyrri leikinn gegn Werder Bremen, 3-0, í Þýskalandi og því má segja að Þjóðverjarnir eigi erfitt verkefni fyrir höndum. Frank Baumann, fyrirliði Werder, sem var í banni í fyrri leiknum, sagði við fjölmiðla í gær að hann hefði ekki trú á því að liðið kæmist áfram. "Ég held að þetta sé síðasti leikur okkur í Meistaradeildinni," sagði Baumann. Valérien Ismaël, hinn franski varnarmaður Bremen, er þó ekki jafn svartsýnn og Baumann og segir allt geta gerst ef Bremen nái að skora fyrsta markið. "Ég þekki franska hugarfarið og veit að ef við skorum snemma verða þeir stressaðir. Þá er allt opið," sagði Ismaël.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Sjá meira