Vinningar DAS í peningum 28. febrúar 2005 00:01 Happdrætti DAS greiðir út í peningum til vinningshafa þó það sé óheimilt samkvæmt lögum. Framkvæmdastjóri Happdrættis DAS, Sigurður Ágúst Sigurðsson, segir löggiltan endurskoðanda á vegum dómsmálaráðuneytisins samþykkja uppgjör happdrættisins. Bein fjárgreiðsla sé því með vitund ráðuneytisins og hafi tíðkast lengi. Samkvæmt lögum hefur Happdrætti DAS einungis leyfi til að greiða út í bifreiðum, bifhjólum, bátum, búnaðarvélum, íbúðarhúsum, húsbúnaði, hljóðfærum, búpeningi, flugvélum og farmiða til ferðalaga. Happdrætti háskóla Íslands hefur einkaleyfi til peningagreiðslna til ársins 2019. Forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands, Brynjólfur Sigurðsson, segir að hann hafi haft óljósan grun um að réttur Happdrættis háskólans væri brotinn. "Ég get ekki trúað því að löggiltur endurskoðandi sem horfir á lögin segi allt í lagi að greiða vinninga út í peningum," segir Brynjólfur. Sigurður segir að tíðkast hafi að biðja vinningshafa um nótu áður en vinningar séu greiddir út. Vinningshafi sem fái tugi milljóna í íbúðavinning sé ekki skuldbundinn til að kaupa íbúð heldur geti til dæmis nýtt upphæðina til að greiða niður eign sem hann eigi þegar. Geti vinningshafi ekki sýnt nótu komi það ekki í veg fyrir að vinningur sé greiddur út. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að vinningshafi sem hlaut ferðavinning hafi fengið upphæðina greidda inn á reikning sinn án allra kvaða. Þess hafi þó verið getið að ætti hann greiðslukvittun fyrir utanlandsferð kæmi sér vel að fá hana senda. Brynjólfur segir Happdrætti háskólans greiða tuttugu prósent af hagnaði eða um 110 milljónir á ári vegna einkaleyfis á peningagreiðslum. "Okkur finnst að yfirvöld ættu að sjá til þess að lögum sé framfylgt," segir Brynjólfur. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Happdrætti DAS greiðir út í peningum til vinningshafa þó það sé óheimilt samkvæmt lögum. Framkvæmdastjóri Happdrættis DAS, Sigurður Ágúst Sigurðsson, segir löggiltan endurskoðanda á vegum dómsmálaráðuneytisins samþykkja uppgjör happdrættisins. Bein fjárgreiðsla sé því með vitund ráðuneytisins og hafi tíðkast lengi. Samkvæmt lögum hefur Happdrætti DAS einungis leyfi til að greiða út í bifreiðum, bifhjólum, bátum, búnaðarvélum, íbúðarhúsum, húsbúnaði, hljóðfærum, búpeningi, flugvélum og farmiða til ferðalaga. Happdrætti háskóla Íslands hefur einkaleyfi til peningagreiðslna til ársins 2019. Forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands, Brynjólfur Sigurðsson, segir að hann hafi haft óljósan grun um að réttur Happdrættis háskólans væri brotinn. "Ég get ekki trúað því að löggiltur endurskoðandi sem horfir á lögin segi allt í lagi að greiða vinninga út í peningum," segir Brynjólfur. Sigurður segir að tíðkast hafi að biðja vinningshafa um nótu áður en vinningar séu greiddir út. Vinningshafi sem fái tugi milljóna í íbúðavinning sé ekki skuldbundinn til að kaupa íbúð heldur geti til dæmis nýtt upphæðina til að greiða niður eign sem hann eigi þegar. Geti vinningshafi ekki sýnt nótu komi það ekki í veg fyrir að vinningur sé greiddur út. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að vinningshafi sem hlaut ferðavinning hafi fengið upphæðina greidda inn á reikning sinn án allra kvaða. Þess hafi þó verið getið að ætti hann greiðslukvittun fyrir utanlandsferð kæmi sér vel að fá hana senda. Brynjólfur segir Happdrætti háskólans greiða tuttugu prósent af hagnaði eða um 110 milljónir á ári vegna einkaleyfis á peningagreiðslum. "Okkur finnst að yfirvöld ættu að sjá til þess að lögum sé framfylgt," segir Brynjólfur.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira