Jafnt í Ásgarði 19. febrúar 2005 00:01 Stjarnan tók á móti pólska liðinu MKS Vitaral Jelfa í áskorendakeppni Evrópu í handknattleik kvenna í gær. Leikurinn var sá fyrri af tveimur en liðin mætast að nýju í dag. Leiknum lyktaði með jafntefli en jafnt var á flestum tölum undir það síðasta. Stjörnustúlkur byrjuðu leikinn betur og komust í 4-0. Kristín Guðmundsdóttir fór mikinn á þessum tíma, skoraði 4 af fyrstu 5 mörkum liðsins og pólska liðið komst ekki á blað fyrr en eftir 6 mínutna leik. Vörn Stjörnunnar var mjög föst fyrir á þessum kafla og liðið sett góða pressu á boltann og fann þjálfari gestanna sig knúinn til að taka leikhlé eftir að rúmar sjö mínútur voru liðnar af leiknum. Pólsku stelpurnar tóku við sér eftir það og þá sérstaklega Agata Wypych sem skoraði 8 mörk í fyrri hálfleik og lék vörn Stjörnunnar oft á tíðum grátt. Vitaral sigldi fram úr undir lok fyrir hálfleiks og staðan í leikhléi var 15-16, gestunum í vil. Gestirnir héldu uppteknum hætti í fyrri hálfleik, náðu fljótlega þriggja marka forskoti en Stjarnan var þó alltaf að narta í hælanna á pólsku stelpunum. Hekla Daðadóttir og Kristín Guðmundsdóttir fóru vel í gang í seinni hálfleik, hörkuskyttur þar á ferð. Þá var Jelena Jovanovic öflug í markinu og þegar 10 mínútur voru eftir var staðan jöfn, 27-27. Jafnt var á flestum tölum eftir það en Vitaral komst einu marki yfir þegar 37 sekúndur leiksloka. Þjálfari Stjörnunnar tók þá leikhlé og Kristín freistaði þess að jafna leikinn en skot hennar var varið. Anna Blöndal náði að stela boltanum og Elísabet Gunnarsdóttir fiskaði vítakast þegar 15 sekúndur voru eftir. Hekla Daðadóttir var öryggið uppmálað og jafnaði leikinn, 30-30. Pólska liðið komst lítt áleiðis á lokasekúndunum og jafntefli staðreynd. "Nú er bara hálfleikur af því að við mætum liðinu aftur á morgun [í dag]," sagði Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar. "Þetta var svona að hætti hússins má segja. Við tókum rispur en það var óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn aftur, hefðum frekar átt að keyra á þær í stað þess að slaka á. En ég er mjög ánægður með liðið og finnst það eiga mikið inni. Við förum óhrædd í seinni leikinn," sagði Erlendur. Íslenski handboltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Stjarnan tók á móti pólska liðinu MKS Vitaral Jelfa í áskorendakeppni Evrópu í handknattleik kvenna í gær. Leikurinn var sá fyrri af tveimur en liðin mætast að nýju í dag. Leiknum lyktaði með jafntefli en jafnt var á flestum tölum undir það síðasta. Stjörnustúlkur byrjuðu leikinn betur og komust í 4-0. Kristín Guðmundsdóttir fór mikinn á þessum tíma, skoraði 4 af fyrstu 5 mörkum liðsins og pólska liðið komst ekki á blað fyrr en eftir 6 mínutna leik. Vörn Stjörnunnar var mjög föst fyrir á þessum kafla og liðið sett góða pressu á boltann og fann þjálfari gestanna sig knúinn til að taka leikhlé eftir að rúmar sjö mínútur voru liðnar af leiknum. Pólsku stelpurnar tóku við sér eftir það og þá sérstaklega Agata Wypych sem skoraði 8 mörk í fyrri hálfleik og lék vörn Stjörnunnar oft á tíðum grátt. Vitaral sigldi fram úr undir lok fyrir hálfleiks og staðan í leikhléi var 15-16, gestunum í vil. Gestirnir héldu uppteknum hætti í fyrri hálfleik, náðu fljótlega þriggja marka forskoti en Stjarnan var þó alltaf að narta í hælanna á pólsku stelpunum. Hekla Daðadóttir og Kristín Guðmundsdóttir fóru vel í gang í seinni hálfleik, hörkuskyttur þar á ferð. Þá var Jelena Jovanovic öflug í markinu og þegar 10 mínútur voru eftir var staðan jöfn, 27-27. Jafnt var á flestum tölum eftir það en Vitaral komst einu marki yfir þegar 37 sekúndur leiksloka. Þjálfari Stjörnunnar tók þá leikhlé og Kristín freistaði þess að jafna leikinn en skot hennar var varið. Anna Blöndal náði að stela boltanum og Elísabet Gunnarsdóttir fiskaði vítakast þegar 15 sekúndur voru eftir. Hekla Daðadóttir var öryggið uppmálað og jafnaði leikinn, 30-30. Pólska liðið komst lítt áleiðis á lokasekúndunum og jafntefli staðreynd. "Nú er bara hálfleikur af því að við mætum liðinu aftur á morgun [í dag]," sagði Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar. "Þetta var svona að hætti hússins má segja. Við tókum rispur en það var óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn aftur, hefðum frekar átt að keyra á þær í stað þess að slaka á. En ég er mjög ánægður með liðið og finnst það eiga mikið inni. Við förum óhrædd í seinni leikinn," sagði Erlendur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira