Viðskipti innlent

KB banki bjóst við meiri hagnaði

Hagnaður Marels á síðasta ári var nokkuð undir væntingum greiningardeildar KB banka. Bankinn spáði 7,4 milljóna evru hagnaði en hagnaðurinn varð 6,6 milljónir evra. Er þetta 76% hækkun hagnaðar miðað við árið á undan þrátt fyrir að tekjur Marels hækki aðeins um rúmlega 3,3% milli ára. Framlegð af vörusölu nam 36,3% af sölu ársins 2004 samanborið við 32,6% af sölu ársins 2003. Er þessi aukna framlegð skýrð með aukinni stöðlun á vörum, hagræði í innkaupum og öðrum skipulagsbreytingum. Sjóðstreymi Marels var það besta í sögu félagsins á síðasta ári og nam það 10,5 milljónum evra. Var það notað til að greiða niður óhagstæð lán ásamt kaupum á öðrum fyrirtækjum. KB banki segir vert að hafa í huga að verkefnastaða eða mótteknar pantanir í lok ársins 2004 miðað við upphaf ársins sé mun hagstæðari.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×