Viðskipti innlent

23 milljarða sambankalán

Norðurál hefur gert samning við Landsbankann og KB banka um endurfjármögnun fyrirtækisins og fjármögnun framkvæmdanna við stækkun álversins á Grundartanga. Bankarnir tveir undirrituðu samning um alþjóðlegt sambankalán til Norðuráls að upphæð 365 milljónir Bandaríkjadala, eða 23 milljarða íslenskra króna. Landsbankinn og KB banki hafa forystu um sambankalánið en það er veitt í samvinnu við fleiri alþjóðleg fjármálafyrirtæki. Í fréttatilkynningu frá bönkunum segir að þessi samningur marki tímamót því hann sýni hversu samkeppnisfær íslensk fjármálaþjónusta er orðin á alþjóðlegum lánamarkaði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×