Phil Jackson til Lakers? 7. febrúar 2005 00:01 Eftir að Rudy Tomjanovich sagði starfi sínu lausu sem aðalþjálfari Los Angeles Lakers í NBA-körfuboltanum, hefur mikið verið ritað um hver muni taka við þjálfun liðsins. Þó nokkur nöfn hafa verið nefnd til skjalanna en engin þeirra óma jafn hátt og nafn Phil Jackson sem gerði Lakers að NBA-meistara í þrígang í byrjun þessarar aldar. Kemur sú umræða mörgum í opna skjöldu þar sem að leiðir Lakers og Jackson skildu á síðasta ári og var mikið um munnhöggvanir í fjölmiðlum. Jackson gerði sér lítið fyrir og gaf út bókina The Last Season þar sem ýmis mál tengd Lakers-liðinu eru dregin fram í dagsljósið. Í samantektinni hér fyrir neðan gefur að líta þá kosti og galla sem að bíða Jacksons, snúi hann aftur til Lakers-liðsins. Kostir: * Phil Jackson á hús í Los Angeles. *Jeanie Buss, kærasta Jacksons, býr í Los Angeles. *Jerry Buss, eigandi Lakers, myndi borga Jackson væna fúlgu fyrir að taka starfið að sér. *Jackson líkar vel að búa og vinna í Los Angeles. Umhverfið á vel við hann og æfingaaðstaðan er honum vel að skapi. *Með smá tilfærslum gæti núverandi Lakers-lið aðlagast þríhyrningssókninni sem hefur fært Jackson 9 NBA-titla. *Lamar Odom er einn fjölhæfasti leikmaður deildarinnar og minnir um margt á Scottie Pippen, einn af lærisveinum Jackson á árum sínum með Chicago Bulls . *Luke Walton, Slava Medvedenko, Brian Cook og Kobe Bryant eru allir þaulkunnugir þríhyrningssókninni. Ef Vlade Divac snýr aftur á völlinn myndi leikstíll hans smellpassa inn í sóknarleik Jacksons. *Kobe Bryant bað Rudy Tomjanovich um að bæta við nokkrum þríhyrningssóknarafbrigðum í leik Lakers-liðsins. Má því gera ráð fyrir að Kobe hafið séð ljósið varðandi þríhyrningssókn Jackson sem gerði honum lífið leitt meðan að Jackson réði lögum og lofum hjá liðinu. Þegar öllu er á botninn hvolft er betra að vera leiður og vinna en að vera spenntur og tapa. *Þrátt fyrir ýmsa árekstra milli Jacksons og Bryant, hefur þjálfarinn knái alltaf haft mikið álit á Bryant, sérstaklega fyrir sigurvilja hans. *Bryant hefur gefið forráðamönnum Lakers grænt ljós á að fá Jackson aftur til liðs við Lakers. Gallar: *Phil Jackson fannst að Jerry Buss, eigandi Lakers-liðsins, hafi svikið sig þegar leiðir skildu á síðasta ári. *Chris Mihm er ekki Shaquille O´Neal. *Til þess að þríhyrningssóknin gangi upp, þarf liðið að hafa miðherja sem býr yfir góðri sendingarhæfni. *Eftir að leiðir skildu milli Lakers og Phil Jackson hafa menn brennt of margar brýr til þess að eiga möguleika á að skapa það andrúmsloft sem þarf til að Jackson líði vel í starfi. *Kobe sagði að hann bæri virðingu fyrir Jackson sem þjálfara en líkaði illa við hann sem persónu. Fátt bendir til að þetta hugarfar Bryants hafi breyst síðan að Jackson hætti hjá liðinu. *Ef Lakers-liðið bætir ekki við leikmannalistann sinn eru litlar líkur á að titilinn sé á leið til Los Angeles. *Jackson verður sextugur í september og hefur átt við ýmis heilsufarsvandamál að stríða. Körfubolti Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Sjá meira
Eftir að Rudy Tomjanovich sagði starfi sínu lausu sem aðalþjálfari Los Angeles Lakers í NBA-körfuboltanum, hefur mikið verið ritað um hver muni taka við þjálfun liðsins. Þó nokkur nöfn hafa verið nefnd til skjalanna en engin þeirra óma jafn hátt og nafn Phil Jackson sem gerði Lakers að NBA-meistara í þrígang í byrjun þessarar aldar. Kemur sú umræða mörgum í opna skjöldu þar sem að leiðir Lakers og Jackson skildu á síðasta ári og var mikið um munnhöggvanir í fjölmiðlum. Jackson gerði sér lítið fyrir og gaf út bókina The Last Season þar sem ýmis mál tengd Lakers-liðinu eru dregin fram í dagsljósið. Í samantektinni hér fyrir neðan gefur að líta þá kosti og galla sem að bíða Jacksons, snúi hann aftur til Lakers-liðsins. Kostir: * Phil Jackson á hús í Los Angeles. *Jeanie Buss, kærasta Jacksons, býr í Los Angeles. *Jerry Buss, eigandi Lakers, myndi borga Jackson væna fúlgu fyrir að taka starfið að sér. *Jackson líkar vel að búa og vinna í Los Angeles. Umhverfið á vel við hann og æfingaaðstaðan er honum vel að skapi. *Með smá tilfærslum gæti núverandi Lakers-lið aðlagast þríhyrningssókninni sem hefur fært Jackson 9 NBA-titla. *Lamar Odom er einn fjölhæfasti leikmaður deildarinnar og minnir um margt á Scottie Pippen, einn af lærisveinum Jackson á árum sínum með Chicago Bulls . *Luke Walton, Slava Medvedenko, Brian Cook og Kobe Bryant eru allir þaulkunnugir þríhyrningssókninni. Ef Vlade Divac snýr aftur á völlinn myndi leikstíll hans smellpassa inn í sóknarleik Jacksons. *Kobe Bryant bað Rudy Tomjanovich um að bæta við nokkrum þríhyrningssóknarafbrigðum í leik Lakers-liðsins. Má því gera ráð fyrir að Kobe hafið séð ljósið varðandi þríhyrningssókn Jackson sem gerði honum lífið leitt meðan að Jackson réði lögum og lofum hjá liðinu. Þegar öllu er á botninn hvolft er betra að vera leiður og vinna en að vera spenntur og tapa. *Þrátt fyrir ýmsa árekstra milli Jacksons og Bryant, hefur þjálfarinn knái alltaf haft mikið álit á Bryant, sérstaklega fyrir sigurvilja hans. *Bryant hefur gefið forráðamönnum Lakers grænt ljós á að fá Jackson aftur til liðs við Lakers. Gallar: *Phil Jackson fannst að Jerry Buss, eigandi Lakers-liðsins, hafi svikið sig þegar leiðir skildu á síðasta ári. *Chris Mihm er ekki Shaquille O´Neal. *Til þess að þríhyrningssóknin gangi upp, þarf liðið að hafa miðherja sem býr yfir góðri sendingarhæfni. *Eftir að leiðir skildu milli Lakers og Phil Jackson hafa menn brennt of margar brýr til þess að eiga möguleika á að skapa það andrúmsloft sem þarf til að Jackson líði vel í starfi. *Kobe sagði að hann bæri virðingu fyrir Jackson sem þjálfara en líkaði illa við hann sem persónu. Fátt bendir til að þetta hugarfar Bryants hafi breyst síðan að Jackson hætti hjá liðinu. *Ef Lakers-liðið bætir ekki við leikmannalistann sinn eru litlar líkur á að titilinn sé á leið til Los Angeles. *Jackson verður sextugur í september og hefur átt við ýmis heilsufarsvandamál að stríða.
Körfubolti Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Sjá meira