Pólitísk fegurðarsamkeppni 28. janúar 2005 00:01 Ýmsir forustumenn Samfylkingarinnar, þar á meðal bæði Össur Skarphéðinsson formaður og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaformaður, hljóta að vera nokkuð hugsi eftir þessa fyrstu viku opinbers formannsslags í flokknum. Það er einkum tvennt sem hefur komið á óvart. Annars vegar er það hitinn sem nú þegar er kominn í þessa baráttu og tilfinningaþrunginn sem lagður er í málflutninginn nánast strax frá fyrsta degi. Hins vegar er það nánast einróma undrun og furða allra og gjörólíkra aðila sem með stjórnmálum fylgjast, yfir því að þessi slagur skuli yfirleitt fara fram með þeim hætti sem raun ber vitni – sérstaklega að ætla að draga þessa baráttu áfram í heila fjóra mánuði. Útspil Gylfa Arnbjörnssonar um stuðning verkalýðssinna við Ingibjörgu Sólrúnu vöktu upp hörð viðbrögð Össurar og ýmissa hans stuðningsmanna. Það kom ekki á óvart. Hins vegar vakti athygli og undrun hversu viðkvæmur Össur virtist vera fyrir þessari gagnrýni sem og ummælum yfirlýstra stuðningsmanna Ingibjargar Sólrúnar um að hún væri forsætisráðherralegri en Össur. Brigsl Össurar um óheilindi og subbuskap sem hann hefði ekki einu sinni kynnst hjá pólitískum andstæðingum sínum, virtust einhvern veginn full dramatísk fyrir tilefnið. Tilfinningin sem þessir fjölmiðlaatburðir allir skyldu eftir sig hjá almennum áhorfendum var að annað hvort væri Össur að ofleika í pólitísku leikriti (þar sem Gylfi Arnbjörnsson hafði raunar líka ofleikið sitt hlutverk líka) eða þá að eitthvað miklu meira hafi gegnið á í þessu formannskjöri á bak við tjöldin, sem ekki hafði komið upp á yfirborðið fyrr. Það skiptir hins vegar í raun ekki máli hvort tilfinningin er rétt, því í báðum tilfellum er um að ræða vísbendingu um að gríðarlegur hiti er í málinu og ólíklegt að formannsslagurinn haldist á þeim kumpánlegum nótum sem málamyndaslagur þeirra Össurar og Tryggva Harðarsonar var á sínum tíma. Í hinum klassísku fegurðarsamkeppnum verða allir keppendur miklir vinir og allir bera mikla virðingu fyrir hæfileikum og persónuleika hvers annars. Í lokin eru svo allir glaðir og reynslunni ríkari, þó það komi í hlut sigurvegarans að brosa gegnum tárin. Hitinn í þeirri pólitísku fegurðarsamkeppni sem efnt hefur verið til í Samfylkingunni sýnir að hún verður allt annars eðlis. Þetta er barátta upp á pólitískt líf og dauða, án þess þó að menn séu í raun að takast á um pólitísk málefni, heldur einungis stíl og ásýnd. Þetta er persónupólitík á efsta stigi, pólitísk fegurðarsamkeppni að ætti ABBA, sem söng svo eftirminnilega um sigurvegarann sem tæki allt, á meðan sá sem tapaði stæði eftir í sárum - "The winner takes it all/The loser standing small". Í þessu ljósi er sú ákvörðun framkvæmdastjórnar flokksins nánast óskiljanleg að hafa uppgjörið ekki miklu fyrr. Hugmyndin er að láta baráttuna dragast í eina þrjá mánuði áður en sjálf kosningin sem mun standa í mánuð hefst. Eflaust hafa þar einhver tæknileg atriði ráði miklu, en pólitískt er þetta augljóslega mjög varasamt. Verði skotgrafirnar grafnar af jafn miklum krafti á næstu 12-16 vikum og þessa fyrstu viku, gefur auga leið að þær verða ansi djúpar þegar til uppgjörsins kemur. Áhættan fyrir flokkinn sem fylgir formannskjörinu virðist liggja í augum uppi fyrir flesta þá sem utan Samfylkingarinnar standa, enda eru áhugamenn jafnt til vinstri og hægri við Samfylkinguna allir jafn undrandi á framvindunni og að flokksmenn hafi yfirleitt ákveðið að láta til þessa koma. Augljóst er að flestir hafa búist við að málið yrði leyst með einhvers konar málamiðlunarsamningum, en vandamálið ekki borin á torg. Þannig að jafnvel þótt formaður og varaformaður hafi ekki náð að leysa málið sín á milli að þá kæmu aðrir forustumenn til skjalanna og gerðust einhvers konar milligöngumenn. Og einmitt þetta sjónarmið endurómar raunar frá mörgum samfylkingarmönnum sem spyrja eðlilega hvort þetta hafi nú verið nauðsynlegt? Forustu Samfylkingarinnar er vandi á höndum að missa átök næstu mánaða ekki úr böndunum. Þriggja til fjögurra mánaða pólitísk fegurðarsamkeppni er erfitt mál. Sérstaklega þegar það sem kemst næst því að verða málefnalegur mismunur er sú líffræðilega staðreynd að annar keppandinn er karl en hinn kona – en pólitískt eru þó bæði femínistar. Pólitísk rökræða um smekk, tilfinningar og stíl er eldfim. Hún getur líka orðið afskaplega leiðigjörn fyrir almenning. Fjölmiðlamálið frá í fyrravor stóð yfir í nokkra mánuði og snerist um mikilvæga hagsmuni og grundvallaratriði í samfélaginu. Menn þorðu varla að hafa það með í áramótaskaupinu af ótta við að fólki myndi stökkva til og slökkva. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort formannsslagur Samfylkingarinnar kemst í næsta áramótaskaup. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Fastir pennar Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun
Ýmsir forustumenn Samfylkingarinnar, þar á meðal bæði Össur Skarphéðinsson formaður og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaformaður, hljóta að vera nokkuð hugsi eftir þessa fyrstu viku opinbers formannsslags í flokknum. Það er einkum tvennt sem hefur komið á óvart. Annars vegar er það hitinn sem nú þegar er kominn í þessa baráttu og tilfinningaþrunginn sem lagður er í málflutninginn nánast strax frá fyrsta degi. Hins vegar er það nánast einróma undrun og furða allra og gjörólíkra aðila sem með stjórnmálum fylgjast, yfir því að þessi slagur skuli yfirleitt fara fram með þeim hætti sem raun ber vitni – sérstaklega að ætla að draga þessa baráttu áfram í heila fjóra mánuði. Útspil Gylfa Arnbjörnssonar um stuðning verkalýðssinna við Ingibjörgu Sólrúnu vöktu upp hörð viðbrögð Össurar og ýmissa hans stuðningsmanna. Það kom ekki á óvart. Hins vegar vakti athygli og undrun hversu viðkvæmur Össur virtist vera fyrir þessari gagnrýni sem og ummælum yfirlýstra stuðningsmanna Ingibjargar Sólrúnar um að hún væri forsætisráðherralegri en Össur. Brigsl Össurar um óheilindi og subbuskap sem hann hefði ekki einu sinni kynnst hjá pólitískum andstæðingum sínum, virtust einhvern veginn full dramatísk fyrir tilefnið. Tilfinningin sem þessir fjölmiðlaatburðir allir skyldu eftir sig hjá almennum áhorfendum var að annað hvort væri Össur að ofleika í pólitísku leikriti (þar sem Gylfi Arnbjörnsson hafði raunar líka ofleikið sitt hlutverk líka) eða þá að eitthvað miklu meira hafi gegnið á í þessu formannskjöri á bak við tjöldin, sem ekki hafði komið upp á yfirborðið fyrr. Það skiptir hins vegar í raun ekki máli hvort tilfinningin er rétt, því í báðum tilfellum er um að ræða vísbendingu um að gríðarlegur hiti er í málinu og ólíklegt að formannsslagurinn haldist á þeim kumpánlegum nótum sem málamyndaslagur þeirra Össurar og Tryggva Harðarsonar var á sínum tíma. Í hinum klassísku fegurðarsamkeppnum verða allir keppendur miklir vinir og allir bera mikla virðingu fyrir hæfileikum og persónuleika hvers annars. Í lokin eru svo allir glaðir og reynslunni ríkari, þó það komi í hlut sigurvegarans að brosa gegnum tárin. Hitinn í þeirri pólitísku fegurðarsamkeppni sem efnt hefur verið til í Samfylkingunni sýnir að hún verður allt annars eðlis. Þetta er barátta upp á pólitískt líf og dauða, án þess þó að menn séu í raun að takast á um pólitísk málefni, heldur einungis stíl og ásýnd. Þetta er persónupólitík á efsta stigi, pólitísk fegurðarsamkeppni að ætti ABBA, sem söng svo eftirminnilega um sigurvegarann sem tæki allt, á meðan sá sem tapaði stæði eftir í sárum - "The winner takes it all/The loser standing small". Í þessu ljósi er sú ákvörðun framkvæmdastjórnar flokksins nánast óskiljanleg að hafa uppgjörið ekki miklu fyrr. Hugmyndin er að láta baráttuna dragast í eina þrjá mánuði áður en sjálf kosningin sem mun standa í mánuð hefst. Eflaust hafa þar einhver tæknileg atriði ráði miklu, en pólitískt er þetta augljóslega mjög varasamt. Verði skotgrafirnar grafnar af jafn miklum krafti á næstu 12-16 vikum og þessa fyrstu viku, gefur auga leið að þær verða ansi djúpar þegar til uppgjörsins kemur. Áhættan fyrir flokkinn sem fylgir formannskjörinu virðist liggja í augum uppi fyrir flesta þá sem utan Samfylkingarinnar standa, enda eru áhugamenn jafnt til vinstri og hægri við Samfylkinguna allir jafn undrandi á framvindunni og að flokksmenn hafi yfirleitt ákveðið að láta til þessa koma. Augljóst er að flestir hafa búist við að málið yrði leyst með einhvers konar málamiðlunarsamningum, en vandamálið ekki borin á torg. Þannig að jafnvel þótt formaður og varaformaður hafi ekki náð að leysa málið sín á milli að þá kæmu aðrir forustumenn til skjalanna og gerðust einhvers konar milligöngumenn. Og einmitt þetta sjónarmið endurómar raunar frá mörgum samfylkingarmönnum sem spyrja eðlilega hvort þetta hafi nú verið nauðsynlegt? Forustu Samfylkingarinnar er vandi á höndum að missa átök næstu mánaða ekki úr böndunum. Þriggja til fjögurra mánaða pólitísk fegurðarsamkeppni er erfitt mál. Sérstaklega þegar það sem kemst næst því að verða málefnalegur mismunur er sú líffræðilega staðreynd að annar keppandinn er karl en hinn kona – en pólitískt eru þó bæði femínistar. Pólitísk rökræða um smekk, tilfinningar og stíl er eldfim. Hún getur líka orðið afskaplega leiðigjörn fyrir almenning. Fjölmiðlamálið frá í fyrravor stóð yfir í nokkra mánuði og snerist um mikilvæga hagsmuni og grundvallaratriði í samfélaginu. Menn þorðu varla að hafa það með í áramótaskaupinu af ótta við að fólki myndi stökkva til og slökkva. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort formannsslagur Samfylkingarinnar kemst í næsta áramótaskaup.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun