Þvílíkur klaufaskapur 25. janúar 2005 00:01 Það var grátlegt að horfa upp á strákana okkar tapa niður unnum leik gegn Slóvenum í El Menzah-íþróttahöllinni í gær. Þeir hefðu átt að hrista Slóvenana af sér í fyrri hálfleik en einstakur klaufaskapur á vítapunktinum gerði það að verkum að Slóvenarnir voru alltaf inn í leiknum. Þeir tóku síðan forystuna í fyrsta sinn síðan í stöðunni 1-2 þegar 40 sekúndur voru eftir, 32-33. Þeir unnu að lokum eins marks sigur, 33-34, í dramatískum spennuleik. Íslenska liðið réð lögum og lofum í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var mun betri en gegn Tékkum. Liðið spilaði aftar að þessu sinni og það virkaði vel. Fyrir vikið komst Roland Eradze í fínt stuð í markinu en hann varði 11 skot í fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var einnig með miklum ágætum en eins og áður segir voru strákarnir klaufar á vítapunktinum en þeir létu verja fjögur víti frá sér bara í fyrri hálfleik. Munurinn í hálfleik var því aðeins tvö mörk, 16-14. Strákarnir héldu tveggja til fjögurra marka forystu í síðari hálfleik en varnarleikurinn fór að láta á sjá og markvarslan einnig en Roland og Birkir Ívar vörðu samtals fjóra bolta í síðari hálfleik. Ólafur Stefánsson var þar að auki ískaldur, skoraði ekki nema tvö mörk og klúðraði janf mörgum vítaköstum. Þegar svona mikið er að í leik íslenska liðsins hlaut eitthvað að láta undan og það gerði það. Slóvenar taka forystuna með 40 sekúndur eftir. Arnór jafnaði úr vítakasti þegar 10 sekúndur lifðu leiks en stórskyttan Sergei Rutenka tryggði Slóvenum sigur þegar aðeins þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Grátleg niðurstaða fyrir strákana sem ættu með réttu að vera komnir með þrjú stig í riðlinum. Þess í stað eru þeir komnir með bakið upp við vegginn fræga og lítið annað en sigur gegn Rússum mun fleyta liðinu áfram í keppninni. Þeir geta sjálfum sér um kennt því það gengur ekki að klúðra fimm vítaköstum í leik og fara þar að auki með fjölda dauðafæra. Það sem gerir þetta tap samt sárast er sú staðreynd að liðið lék mjög vel nánast allan leikinn ólíkt við síðasta leik. Alexander átti frábæran leik sem og Róbert. Guðjón Valur og Markús voru traustir, Arnór átti fínar innkomur og Vignir stóð vaktina manna best í vörninni. Roland varði aftur vel í fyrri hálfleik en hálfleikspásan virðist fara illa í hann því það slokknar á honum í síðari hálfleik. Þrátt fyrir þennan fína leik er uppskeran engin og verður ekki sagt annað en að íslenska liðið sé búið að upplifa mikið í þessum fyrstu tveim leikjum. Nú verða menn að safna liði og mæta grimmir gegn Rússum ef þeir ætla sér að ná takmarki sínu. Íslenski handboltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjá meira
Það var grátlegt að horfa upp á strákana okkar tapa niður unnum leik gegn Slóvenum í El Menzah-íþróttahöllinni í gær. Þeir hefðu átt að hrista Slóvenana af sér í fyrri hálfleik en einstakur klaufaskapur á vítapunktinum gerði það að verkum að Slóvenarnir voru alltaf inn í leiknum. Þeir tóku síðan forystuna í fyrsta sinn síðan í stöðunni 1-2 þegar 40 sekúndur voru eftir, 32-33. Þeir unnu að lokum eins marks sigur, 33-34, í dramatískum spennuleik. Íslenska liðið réð lögum og lofum í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var mun betri en gegn Tékkum. Liðið spilaði aftar að þessu sinni og það virkaði vel. Fyrir vikið komst Roland Eradze í fínt stuð í markinu en hann varði 11 skot í fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var einnig með miklum ágætum en eins og áður segir voru strákarnir klaufar á vítapunktinum en þeir létu verja fjögur víti frá sér bara í fyrri hálfleik. Munurinn í hálfleik var því aðeins tvö mörk, 16-14. Strákarnir héldu tveggja til fjögurra marka forystu í síðari hálfleik en varnarleikurinn fór að láta á sjá og markvarslan einnig en Roland og Birkir Ívar vörðu samtals fjóra bolta í síðari hálfleik. Ólafur Stefánsson var þar að auki ískaldur, skoraði ekki nema tvö mörk og klúðraði janf mörgum vítaköstum. Þegar svona mikið er að í leik íslenska liðsins hlaut eitthvað að láta undan og það gerði það. Slóvenar taka forystuna með 40 sekúndur eftir. Arnór jafnaði úr vítakasti þegar 10 sekúndur lifðu leiks en stórskyttan Sergei Rutenka tryggði Slóvenum sigur þegar aðeins þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Grátleg niðurstaða fyrir strákana sem ættu með réttu að vera komnir með þrjú stig í riðlinum. Þess í stað eru þeir komnir með bakið upp við vegginn fræga og lítið annað en sigur gegn Rússum mun fleyta liðinu áfram í keppninni. Þeir geta sjálfum sér um kennt því það gengur ekki að klúðra fimm vítaköstum í leik og fara þar að auki með fjölda dauðafæra. Það sem gerir þetta tap samt sárast er sú staðreynd að liðið lék mjög vel nánast allan leikinn ólíkt við síðasta leik. Alexander átti frábæran leik sem og Róbert. Guðjón Valur og Markús voru traustir, Arnór átti fínar innkomur og Vignir stóð vaktina manna best í vörninni. Roland varði aftur vel í fyrri hálfleik en hálfleikspásan virðist fara illa í hann því það slokknar á honum í síðari hálfleik. Þrátt fyrir þennan fína leik er uppskeran engin og verður ekki sagt annað en að íslenska liðið sé búið að upplifa mikið í þessum fyrstu tveim leikjum. Nú verða menn að safna liði og mæta grimmir gegn Rússum ef þeir ætla sér að ná takmarki sínu.
Íslenski handboltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjá meira