Þvílíkur klaufaskapur 25. janúar 2005 00:01 Það var grátlegt að horfa upp á strákana okkar tapa niður unnum leik gegn Slóvenum í El Menzah-íþróttahöllinni í gær. Þeir hefðu átt að hrista Slóvenana af sér í fyrri hálfleik en einstakur klaufaskapur á vítapunktinum gerði það að verkum að Slóvenarnir voru alltaf inn í leiknum. Þeir tóku síðan forystuna í fyrsta sinn síðan í stöðunni 1-2 þegar 40 sekúndur voru eftir, 32-33. Þeir unnu að lokum eins marks sigur, 33-34, í dramatískum spennuleik. Íslenska liðið réð lögum og lofum í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var mun betri en gegn Tékkum. Liðið spilaði aftar að þessu sinni og það virkaði vel. Fyrir vikið komst Roland Eradze í fínt stuð í markinu en hann varði 11 skot í fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var einnig með miklum ágætum en eins og áður segir voru strákarnir klaufar á vítapunktinum en þeir létu verja fjögur víti frá sér bara í fyrri hálfleik. Munurinn í hálfleik var því aðeins tvö mörk, 16-14. Strákarnir héldu tveggja til fjögurra marka forystu í síðari hálfleik en varnarleikurinn fór að láta á sjá og markvarslan einnig en Roland og Birkir Ívar vörðu samtals fjóra bolta í síðari hálfleik. Ólafur Stefánsson var þar að auki ískaldur, skoraði ekki nema tvö mörk og klúðraði janf mörgum vítaköstum. Þegar svona mikið er að í leik íslenska liðsins hlaut eitthvað að láta undan og það gerði það. Slóvenar taka forystuna með 40 sekúndur eftir. Arnór jafnaði úr vítakasti þegar 10 sekúndur lifðu leiks en stórskyttan Sergei Rutenka tryggði Slóvenum sigur þegar aðeins þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Grátleg niðurstaða fyrir strákana sem ættu með réttu að vera komnir með þrjú stig í riðlinum. Þess í stað eru þeir komnir með bakið upp við vegginn fræga og lítið annað en sigur gegn Rússum mun fleyta liðinu áfram í keppninni. Þeir geta sjálfum sér um kennt því það gengur ekki að klúðra fimm vítaköstum í leik og fara þar að auki með fjölda dauðafæra. Það sem gerir þetta tap samt sárast er sú staðreynd að liðið lék mjög vel nánast allan leikinn ólíkt við síðasta leik. Alexander átti frábæran leik sem og Róbert. Guðjón Valur og Markús voru traustir, Arnór átti fínar innkomur og Vignir stóð vaktina manna best í vörninni. Roland varði aftur vel í fyrri hálfleik en hálfleikspásan virðist fara illa í hann því það slokknar á honum í síðari hálfleik. Þrátt fyrir þennan fína leik er uppskeran engin og verður ekki sagt annað en að íslenska liðið sé búið að upplifa mikið í þessum fyrstu tveim leikjum. Nú verða menn að safna liði og mæta grimmir gegn Rússum ef þeir ætla sér að ná takmarki sínu. Íslenski handboltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Fleiri fréttir Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Sjá meira
Það var grátlegt að horfa upp á strákana okkar tapa niður unnum leik gegn Slóvenum í El Menzah-íþróttahöllinni í gær. Þeir hefðu átt að hrista Slóvenana af sér í fyrri hálfleik en einstakur klaufaskapur á vítapunktinum gerði það að verkum að Slóvenarnir voru alltaf inn í leiknum. Þeir tóku síðan forystuna í fyrsta sinn síðan í stöðunni 1-2 þegar 40 sekúndur voru eftir, 32-33. Þeir unnu að lokum eins marks sigur, 33-34, í dramatískum spennuleik. Íslenska liðið réð lögum og lofum í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var mun betri en gegn Tékkum. Liðið spilaði aftar að þessu sinni og það virkaði vel. Fyrir vikið komst Roland Eradze í fínt stuð í markinu en hann varði 11 skot í fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var einnig með miklum ágætum en eins og áður segir voru strákarnir klaufar á vítapunktinum en þeir létu verja fjögur víti frá sér bara í fyrri hálfleik. Munurinn í hálfleik var því aðeins tvö mörk, 16-14. Strákarnir héldu tveggja til fjögurra marka forystu í síðari hálfleik en varnarleikurinn fór að láta á sjá og markvarslan einnig en Roland og Birkir Ívar vörðu samtals fjóra bolta í síðari hálfleik. Ólafur Stefánsson var þar að auki ískaldur, skoraði ekki nema tvö mörk og klúðraði janf mörgum vítaköstum. Þegar svona mikið er að í leik íslenska liðsins hlaut eitthvað að láta undan og það gerði það. Slóvenar taka forystuna með 40 sekúndur eftir. Arnór jafnaði úr vítakasti þegar 10 sekúndur lifðu leiks en stórskyttan Sergei Rutenka tryggði Slóvenum sigur þegar aðeins þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Grátleg niðurstaða fyrir strákana sem ættu með réttu að vera komnir með þrjú stig í riðlinum. Þess í stað eru þeir komnir með bakið upp við vegginn fræga og lítið annað en sigur gegn Rússum mun fleyta liðinu áfram í keppninni. Þeir geta sjálfum sér um kennt því það gengur ekki að klúðra fimm vítaköstum í leik og fara þar að auki með fjölda dauðafæra. Það sem gerir þetta tap samt sárast er sú staðreynd að liðið lék mjög vel nánast allan leikinn ólíkt við síðasta leik. Alexander átti frábæran leik sem og Róbert. Guðjón Valur og Markús voru traustir, Arnór átti fínar innkomur og Vignir stóð vaktina manna best í vörninni. Roland varði aftur vel í fyrri hálfleik en hálfleikspásan virðist fara illa í hann því það slokknar á honum í síðari hálfleik. Þrátt fyrir þennan fína leik er uppskeran engin og verður ekki sagt annað en að íslenska liðið sé búið að upplifa mikið í þessum fyrstu tveim leikjum. Nú verða menn að safna liði og mæta grimmir gegn Rússum ef þeir ætla sér að ná takmarki sínu.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Fleiri fréttir Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Sjá meira