Hinir ofsóttu 15. janúar 2005 00:01 Það hefur verið sérkennilegt að fylgjast með málflutningi ráðamanna íslenska lýðveldisins allt frá því að fjölmiðlafrumvarpið var lagt fram í vor. Engu er líkara en að þeir telji sig sæta einelti og stöðugum ofsóknum fyrir það eitt að vilja festa lýðræðið í sessi með því að sjá til þess með lagasetningu að eignarhald fjölmiðla væri fjölbreytt. Þeirri kenningu var komið á flot að allir starfsmenn fjölmiðla væru málpípur eigenda fjölmiðlanna. Þó væru það einungis svokölluð Baugstíðindi, sem væru lýðræðinu hættuleg, því að eigendur þeirra væru staðráðnir í að koma ríkisstjórninni frá. Þess vegna skyldu aðrir fjölmiðlar undanþegnir lögunum og engin ákvæði sett til verndar starfsmönnum fjölmiðla fyrir húsbóndavaldi forráðamanna þeirra. Þeir sem harðast gengu fram í forsvari fyrir stjórnarherrana hikuðu ekki við að fullyrða að valdarán hefði verið í undirbúningi fyrir kosningarnar í fyrra, en hefði mistekist. Jafnframt átti fyrrum náinn samstarfsmaður forsætisráðherrans, aðstoðarmaður hans og helsti trúnaðarmaður í einkavæðingarnefnd um árabil, Hreinn Loftsson, að hafa reynt að bera á hann mútur, kaupa hann til að ganga í þjónustu Baugs. Þegar það mistókst vegna staðfestu forsætisráðherra var áætlun Baugsfeðga um valdarán sett í gang! Allir voru forsvarsmenn þessarar kenningar handgengnir forsætisráðherra: Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hallur Hallsson og Júlíus Hafstein. Sá síðastnefndi var nýlega sérstaklega verðlaunaður með háu embætti í utanríkisráðuneytinu, eins og til að staðfesta velþóknun utanríkisráðherrans á þessum málflutningi þeirra félaga. Þegar forsetinn synjaði fjölmiðlalögunum undirskriftar átti það að vera liður í þessu samsæri um að grafa undan réttkjörnum stjórnvöldum þjóðarinnar. Með snjallræði þáverandi forsætisráðherra (les: brellu) var komið í veg fyrir að lögin færu undir þjóðaratkvæði, enda kjósendur upp til hópa "vitleysingar", sem ekki vissu hvað þeim væri fyrir bestu. Nefnd voru dæmi um mál frá fyrri tíð, sem þjóðin hefði að líkindum fellt, hefðu þau verið borin undir atkvæði hennar á sínum tíma. Alþingi hafði hins vegar borið gæfu til að hafa vit fyrir þjóðinni og samþykkt þessi óvinsælu mál, og forsetar hingað til verið jafngæfusamir, er þeir neituðu öllum óskum stórra kjósendahópa um að vísa þessum umdeildu málum til þjóðaratkvæðis. Þetta sýndi að Alþingi yrði alltaf að hafa síðasta orðið. Annars væri stjórnskipun lýðveldisins í hættu. Þorri þjóðarinnar væri "vitleysingar", sem ekki væri treystandi til að greiða atkvæði um einstök mál, þótt kannski mætti treysta þeim til að skila sér á kjörstað og kjósa flokkinn sinn í almennum kosningum á fjögurra ára fresti. Nú virðist ofsóknaræðið vera að taka sig upp aftur. Utanríkisráðherra ásakar Gallup, og að þessu sinni alla fjölmiðla án undantekninga, um að hafa gengið í lið með stjórnarandstöðunni í enn einni "vitleysisumræðunni". Gallup spurði spurningar, sem var svo vitlaus, að hann sjálfur, utanríkisráðherrann, hefði verið í vandræðum með að svara henni. Spurningin var svona: Á Ísland að vera á lista með þeim þjóðum, sem styðja hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna í Írak, eða á Ísland ekki að vera á listanum? Aðeins 14% svarenda stóðust prófið, vilja að Ísland sé á listanum. Heil 84% landsmanna reyndust vera vitleysingar. Heil 58% sjálfstæðismanna reyndust vera vitleysingar. 93% kvenna reyndust vera vitleysingar. Björn Bjarnason tók upp þykkjuna fyrir herra sinn og gaf í skyn að enginn listi væri til og spurningin því ómarktæk. Halldór Ásgrímsson tók undir það og kvað Gallup hafa átt að spyrja hvort Íslendingar séu því fylgjandi að styðja lýðræðisþróun í Írak, kosningar þar og uppbygginguna sem framundan er þegar lokið hefur verið við að leggja landið í rúst! Björn hótaði því að alþjóðastofnunin Gallup yrði spurð út í þetta athæfi íslenska útibúsins. Íslenska Gallup lætur slíkar hótanir þó ekki á sig fá og stendur við sitt. Þjóðarhreyfingin lagði fram drög sín að yfirlýsingu til birtingar í New York Times þann 1. desember síðastliðinn. Þar voru lögð fram rök fyrir því að innrás í Írak væri brot á alþjóðalögum og stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og að ekki hafi verið farið að fyrirmælum íslenskra laga þegar formenn stjórnarflokkanna ákváðu að Ísland yrði meðal 30 þjóða á þessum lista. Þeim rökum hefur verið svarað með skætingi einum og útúrsnúningi ámóta og í þeim sýnishornum, sem að ofan eru talin. Kannski er kominn tími til fyrir Gallup að spyrja: Hvort telur þú að málflutningur ráðamanna landsins í fjölmiðlamálinu, deilunni um málskotsrétt forseta og þjóðaratkvæði, og veru Íslands á lista hinna staðföstu þjóða, beri vott um heilbrigða skynsemi eða ofsóknaræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Hannibalsson Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Það hefur verið sérkennilegt að fylgjast með málflutningi ráðamanna íslenska lýðveldisins allt frá því að fjölmiðlafrumvarpið var lagt fram í vor. Engu er líkara en að þeir telji sig sæta einelti og stöðugum ofsóknum fyrir það eitt að vilja festa lýðræðið í sessi með því að sjá til þess með lagasetningu að eignarhald fjölmiðla væri fjölbreytt. Þeirri kenningu var komið á flot að allir starfsmenn fjölmiðla væru málpípur eigenda fjölmiðlanna. Þó væru það einungis svokölluð Baugstíðindi, sem væru lýðræðinu hættuleg, því að eigendur þeirra væru staðráðnir í að koma ríkisstjórninni frá. Þess vegna skyldu aðrir fjölmiðlar undanþegnir lögunum og engin ákvæði sett til verndar starfsmönnum fjölmiðla fyrir húsbóndavaldi forráðamanna þeirra. Þeir sem harðast gengu fram í forsvari fyrir stjórnarherrana hikuðu ekki við að fullyrða að valdarán hefði verið í undirbúningi fyrir kosningarnar í fyrra, en hefði mistekist. Jafnframt átti fyrrum náinn samstarfsmaður forsætisráðherrans, aðstoðarmaður hans og helsti trúnaðarmaður í einkavæðingarnefnd um árabil, Hreinn Loftsson, að hafa reynt að bera á hann mútur, kaupa hann til að ganga í þjónustu Baugs. Þegar það mistókst vegna staðfestu forsætisráðherra var áætlun Baugsfeðga um valdarán sett í gang! Allir voru forsvarsmenn þessarar kenningar handgengnir forsætisráðherra: Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hallur Hallsson og Júlíus Hafstein. Sá síðastnefndi var nýlega sérstaklega verðlaunaður með háu embætti í utanríkisráðuneytinu, eins og til að staðfesta velþóknun utanríkisráðherrans á þessum málflutningi þeirra félaga. Þegar forsetinn synjaði fjölmiðlalögunum undirskriftar átti það að vera liður í þessu samsæri um að grafa undan réttkjörnum stjórnvöldum þjóðarinnar. Með snjallræði þáverandi forsætisráðherra (les: brellu) var komið í veg fyrir að lögin færu undir þjóðaratkvæði, enda kjósendur upp til hópa "vitleysingar", sem ekki vissu hvað þeim væri fyrir bestu. Nefnd voru dæmi um mál frá fyrri tíð, sem þjóðin hefði að líkindum fellt, hefðu þau verið borin undir atkvæði hennar á sínum tíma. Alþingi hafði hins vegar borið gæfu til að hafa vit fyrir þjóðinni og samþykkt þessi óvinsælu mál, og forsetar hingað til verið jafngæfusamir, er þeir neituðu öllum óskum stórra kjósendahópa um að vísa þessum umdeildu málum til þjóðaratkvæðis. Þetta sýndi að Alþingi yrði alltaf að hafa síðasta orðið. Annars væri stjórnskipun lýðveldisins í hættu. Þorri þjóðarinnar væri "vitleysingar", sem ekki væri treystandi til að greiða atkvæði um einstök mál, þótt kannski mætti treysta þeim til að skila sér á kjörstað og kjósa flokkinn sinn í almennum kosningum á fjögurra ára fresti. Nú virðist ofsóknaræðið vera að taka sig upp aftur. Utanríkisráðherra ásakar Gallup, og að þessu sinni alla fjölmiðla án undantekninga, um að hafa gengið í lið með stjórnarandstöðunni í enn einni "vitleysisumræðunni". Gallup spurði spurningar, sem var svo vitlaus, að hann sjálfur, utanríkisráðherrann, hefði verið í vandræðum með að svara henni. Spurningin var svona: Á Ísland að vera á lista með þeim þjóðum, sem styðja hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna í Írak, eða á Ísland ekki að vera á listanum? Aðeins 14% svarenda stóðust prófið, vilja að Ísland sé á listanum. Heil 84% landsmanna reyndust vera vitleysingar. Heil 58% sjálfstæðismanna reyndust vera vitleysingar. 93% kvenna reyndust vera vitleysingar. Björn Bjarnason tók upp þykkjuna fyrir herra sinn og gaf í skyn að enginn listi væri til og spurningin því ómarktæk. Halldór Ásgrímsson tók undir það og kvað Gallup hafa átt að spyrja hvort Íslendingar séu því fylgjandi að styðja lýðræðisþróun í Írak, kosningar þar og uppbygginguna sem framundan er þegar lokið hefur verið við að leggja landið í rúst! Björn hótaði því að alþjóðastofnunin Gallup yrði spurð út í þetta athæfi íslenska útibúsins. Íslenska Gallup lætur slíkar hótanir þó ekki á sig fá og stendur við sitt. Þjóðarhreyfingin lagði fram drög sín að yfirlýsingu til birtingar í New York Times þann 1. desember síðastliðinn. Þar voru lögð fram rök fyrir því að innrás í Írak væri brot á alþjóðalögum og stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og að ekki hafi verið farið að fyrirmælum íslenskra laga þegar formenn stjórnarflokkanna ákváðu að Ísland yrði meðal 30 þjóða á þessum lista. Þeim rökum hefur verið svarað með skætingi einum og útúrsnúningi ámóta og í þeim sýnishornum, sem að ofan eru talin. Kannski er kominn tími til fyrir Gallup að spyrja: Hvort telur þú að málflutningur ráðamanna landsins í fjölmiðlamálinu, deilunni um málskotsrétt forseta og þjóðaratkvæði, og veru Íslands á lista hinna staðföstu þjóða, beri vott um heilbrigða skynsemi eða ofsóknaræði.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun