Viðskipti innlent

Stjórnarfundur ákveður um rannsókn

Ákveðið verður á stjórnarfundi hjá Baugi Group á næstunni hvort óskað verður eftir opinberri rannsókn á leka um framvindu rannsóknar og endurálagningu skatta á Baug. Jóhannes Jónsson, stjórnarformaður Gaums, telur undarlegt að málefni Baugs séu gerð opinber en ekki málefni annarra fyrirtækja. Baugur hefur fengið endurálagningu upp á 464 milljónir króna vegna tekjuáranna 1998-2002 en ætlar ekki að una niðurstöðunni. Félagið hefur frest fram í janúarlok. "Þú færð ekkert meiri upplýsingar en aðrir fjölmiðlar. Þetta er bara bréf sem við fengum og við göngum frá því á okkar hátt. Við þurfum ekki að tilkynna neitt. Þetta er einkahlutafélag sem fær bréf frá opinberri stofnun og við þurfum ekki einu sinni að segja frá því. Við vinnum úr því eins og okkur hentar," segir Jóhannes. Ágreiningur er milli ríkisskattstjóra og KPMG, endurskoðenda Baugs, um það hvernig standa skuli að endurskoðun fyrirtækisins. Þess vegna er endurálagningin til komin.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×