Keypti ráðandi hlut í 66°Norður 5. janúar 2005 00:01 Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi og athafnamaður, hefur keypt ráðandi hlut í 66°Norður-Sjóklæðagerðinni hf. Kaupin voru gerð í samvinnu við Sjóvá-Almennar hf. og var Íslandsbanki ráðgjafi kaupenda í kaupferlinu og sá um þá fjármögunun sem til þurfti. Samningur um kaupin var undirritaður í gær og Sigurjón og samstarfsaðilar taka við rekstri fyrirtækisins í dag. Sigurjón hefur verið hluthafi í 66°Norður um nokkurt skeið og fylgst með framþróum og uppbyggingu fyrirtækisins. Áhugi hans á 66°Norður kviknaði árið 1996 er hann átti sæti í stjórn bandaríska undirfataframleiðandans Joe Boxer. „Það ár komum við með tískusýningu hingað til lands og áttum gott samstarf við 66°Norður. Síðan hef ég fylgst náið með fyrirtækinu og fyrir nokkru keypti ég lítinn hlut í því. Þróunin leiddi svo til þess að ég gerði eigendum tilboð sem þeir tóku,“ segir Sigurjón. Ekki eru áformaðar neinar stórbreytingar árekstrarfyrirkomulagi fyrirtækisins nema að nýr framkvæmdastjóri verður ráðinn í stað Þórarins Elmars Jensen og ný stjórn verður kjörin. Sigurjón verður stjórnarformaður hinnar nýju stjórnar. Þórarinn keypti rekstur 66°Norður árið 1966 og hefur rekið fyrirtækið til dagsins í dag. Tilkynnt verður um nýjan forstjóra á næstu dögum. 66°Norður hefur starfað í nær 80 ár. Í dag starfa þar yfir 200 manns bæði hér á landi og erlendis. Stærstur hluti af framleiðslu 66°Norður fer fram í verksmiðju fyrirtækisins í Saldus í Lettlandi þar sem í dag starfa um 150 manns. Nýlega hafa verið fest kaup á annarri verksmiðju í Aizpute í Lettlandi sem mun taka til starfa nú í janúarlok. Ráðgert er að þar starfi um 100 manns í vibót þegar sú verksmiðja nær fullum afköstum um mitt ár 2006. Á Íslandi starfa um 65 manns við fyrirtækið en aðalstöðvarnar eru við Miðhrauni 11 í Garðabæ. Fyrirtækið rekur fimm eigin búðir í Reykjavik, Garðabæ og á Akureyri, auk útsölumarkaðar í Reykjavík. Auk þess eru umboðsverslanir á þremur stöðum á landsbyggðinni og umboðsmenn víðsvegar um landið. Velta 66°Norður er áætluð um 1200 milljónir króna árið 2005. Staða fyrirtækisins er mjög sterk á markaði hérlendis, að því er segir tilkynningu, en auk þess hefur 66°Norður verið í útrás erlendis undanfarið. Fyrirspurnir um vörur fyrirtækisins hafa borist frá fjölmörgum löndum og mikill áhugi er á vörunni um allan heim. Þórarinn Elmar segist mjög ánægður með Sigurjón Sighvatsson sem kaupanda. „Fyrirtækið verður íslenskt áfram eins og verið hefur. Sigurjón tekur við góðu fyrirtæki og getur gert sér góðar vonir um að það haldi sér á markaði. Fyrirtækið hefur gengið vel, er með góða hönnun og gott starfsfólk, hvort sem er hér heima eða erlendis. Það er langvarandi þekking innan fyrirtækisins, það hefur góða og langa ímynd á íslenskum markaði og undanfarin fjögur ár höfum við jafnframt starfað erlendis. Við höfum lagt áherslu á vandvirkni og gæði sem er stór hluti þess að vera lifandi á þessum markaði. Það verður að lifa á góðri ímynd sem skapast af miklum gæðum,“ segir Þórarinn Elmar. Sigurjón stefnir á að auka hlut 66°Norður á erlendum markaði verulega en þó ekki þannig að það bitni á starfseminni hér á landi. „Útrásin byggist á því að vel séð hlúð að íslenska markaðnum. Rætur 66°Norður eru hér á Íslandi og munu ekki týnast. Kjarninn í sögu og þróun 66°Norður er Ísland, þetta er íslensk vara þróuð við íslenskar aðstæður með gæðin að leiðarljósi. Fyrirtækið er þegar komið í útrás erlendis og reynsla mín að hafa starfað erlendis og unnið í erlendu umhverfi og byggt upp í fleiri löndum hjálpar til,“ segir Sigurjón. Og Sigurjón telur öruggt að 66°Norður muni tengjast kvikmyndaiðnaðinum en varan hefur m.a. sést í sjónvarpsþáttaröðinni Amazing Race. „Á næstunni er ég að fara að framleiða kvikmynd sem öll á að gerast í Alaska og þar verður að sjálfsögðu tenging við 66°Norður,“ segir Sigurjón Sighvatsson, nýr eigandi 66°Norður. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi og athafnamaður, hefur keypt ráðandi hlut í 66°Norður-Sjóklæðagerðinni hf. Kaupin voru gerð í samvinnu við Sjóvá-Almennar hf. og var Íslandsbanki ráðgjafi kaupenda í kaupferlinu og sá um þá fjármögunun sem til þurfti. Samningur um kaupin var undirritaður í gær og Sigurjón og samstarfsaðilar taka við rekstri fyrirtækisins í dag. Sigurjón hefur verið hluthafi í 66°Norður um nokkurt skeið og fylgst með framþróum og uppbyggingu fyrirtækisins. Áhugi hans á 66°Norður kviknaði árið 1996 er hann átti sæti í stjórn bandaríska undirfataframleiðandans Joe Boxer. „Það ár komum við með tískusýningu hingað til lands og áttum gott samstarf við 66°Norður. Síðan hef ég fylgst náið með fyrirtækinu og fyrir nokkru keypti ég lítinn hlut í því. Þróunin leiddi svo til þess að ég gerði eigendum tilboð sem þeir tóku,“ segir Sigurjón. Ekki eru áformaðar neinar stórbreytingar árekstrarfyrirkomulagi fyrirtækisins nema að nýr framkvæmdastjóri verður ráðinn í stað Þórarins Elmars Jensen og ný stjórn verður kjörin. Sigurjón verður stjórnarformaður hinnar nýju stjórnar. Þórarinn keypti rekstur 66°Norður árið 1966 og hefur rekið fyrirtækið til dagsins í dag. Tilkynnt verður um nýjan forstjóra á næstu dögum. 66°Norður hefur starfað í nær 80 ár. Í dag starfa þar yfir 200 manns bæði hér á landi og erlendis. Stærstur hluti af framleiðslu 66°Norður fer fram í verksmiðju fyrirtækisins í Saldus í Lettlandi þar sem í dag starfa um 150 manns. Nýlega hafa verið fest kaup á annarri verksmiðju í Aizpute í Lettlandi sem mun taka til starfa nú í janúarlok. Ráðgert er að þar starfi um 100 manns í vibót þegar sú verksmiðja nær fullum afköstum um mitt ár 2006. Á Íslandi starfa um 65 manns við fyrirtækið en aðalstöðvarnar eru við Miðhrauni 11 í Garðabæ. Fyrirtækið rekur fimm eigin búðir í Reykjavik, Garðabæ og á Akureyri, auk útsölumarkaðar í Reykjavík. Auk þess eru umboðsverslanir á þremur stöðum á landsbyggðinni og umboðsmenn víðsvegar um landið. Velta 66°Norður er áætluð um 1200 milljónir króna árið 2005. Staða fyrirtækisins er mjög sterk á markaði hérlendis, að því er segir tilkynningu, en auk þess hefur 66°Norður verið í útrás erlendis undanfarið. Fyrirspurnir um vörur fyrirtækisins hafa borist frá fjölmörgum löndum og mikill áhugi er á vörunni um allan heim. Þórarinn Elmar segist mjög ánægður með Sigurjón Sighvatsson sem kaupanda. „Fyrirtækið verður íslenskt áfram eins og verið hefur. Sigurjón tekur við góðu fyrirtæki og getur gert sér góðar vonir um að það haldi sér á markaði. Fyrirtækið hefur gengið vel, er með góða hönnun og gott starfsfólk, hvort sem er hér heima eða erlendis. Það er langvarandi þekking innan fyrirtækisins, það hefur góða og langa ímynd á íslenskum markaði og undanfarin fjögur ár höfum við jafnframt starfað erlendis. Við höfum lagt áherslu á vandvirkni og gæði sem er stór hluti þess að vera lifandi á þessum markaði. Það verður að lifa á góðri ímynd sem skapast af miklum gæðum,“ segir Þórarinn Elmar. Sigurjón stefnir á að auka hlut 66°Norður á erlendum markaði verulega en þó ekki þannig að það bitni á starfseminni hér á landi. „Útrásin byggist á því að vel séð hlúð að íslenska markaðnum. Rætur 66°Norður eru hér á Íslandi og munu ekki týnast. Kjarninn í sögu og þróun 66°Norður er Ísland, þetta er íslensk vara þróuð við íslenskar aðstæður með gæðin að leiðarljósi. Fyrirtækið er þegar komið í útrás erlendis og reynsla mín að hafa starfað erlendis og unnið í erlendu umhverfi og byggt upp í fleiri löndum hjálpar til,“ segir Sigurjón. Og Sigurjón telur öruggt að 66°Norður muni tengjast kvikmyndaiðnaðinum en varan hefur m.a. sést í sjónvarpsþáttaröðinni Amazing Race. „Á næstunni er ég að fara að framleiða kvikmynd sem öll á að gerast í Alaska og þar verður að sjálfsögðu tenging við 66°Norður,“ segir Sigurjón Sighvatsson, nýr eigandi 66°Norður.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira