Kvaðir settar á inneignir 3. janúar 2005 00:01 Inneignarnótur í verslunum gilda í fjögur ár, sé ekki annað tekið fram á þeim, að sögn Sesselju Ásgeirsdóttur fulltrúa hjá Neytendasamtökunum. Nú fer sá tími í hönd, að margt fólk skiptir eða skilar vörum í verslunum eða er með gjafakort upp á vasann. Útsölurnar eru einnig að hefja göngu sína og í þessum tilvikum öllum er mikilvægt að neytendur séu meðvitaðir um rétt sinn. "Kaupmenn hafa sett tímamörk á inneignarnótur og gjafakort fólks. Dæmi eru um að gildistími séu tveir mánuðir," sagði Sesselja. "Þegar kaupandinn er búinn að taka við nótunni er hann um leið búinn að samþykkja þá skilmála sem á henni eru. Kaupmenn geta ákveðið hvernig þeir hafa nóturnar því það eru ekki í gildi nein lög um skilarétt. Kaupandinn á því aldrei rétt á að skila eða skipta vöru nema sérstaklega sé um það samið.Þess vegna er mikilvægt að kaupandinn kynni sér skilmála verslunarinnar um skilarétt áður en kaupin fara fram. Slíkur samningur tryggir rétt kaupanda." Sesselja sagði að fólk gæti lent í vanda ef ströng tímamörk væru á inneignarnótum, og að á nótu stæði að hún gilti ekki á útsölu, því svo gæti farið að það fyndi ekkert við sitt hæfi í viðkomandi verslun og nótan um það bil að renna út. Það eina sem kaupandinn gæti gert væri þá að reyna að fá frestinn framlengdan. Hún sagði það algengt að kaupmenn settu tímamörk á inneignarnótur, auk þess sem margir þeirra vildu setja ákvæði um að þær, og jafnvel gjafakort, giltu ekki á útsölum. "Í þeim tilvikum minnum við viðkomandi neytendur á að að versla í þeim verslunum sem tileinka sér gildandi skilareglur. Kaupmönnum er í sjálfsvald sett hvort þeir fara að þeim eða ekki. Samkvæmt þessum reglum getur fólk notað inneignarnótu hvenær sem er og á útsölu ef nótan er dagsett 14 dögum áður en útsala hefst. Þetta kemur í veg fyrir að menn skili vörunni og kaupi hana strax aftur á lægra verði." Sesselja sagði, að neytendur leituðu mjög mikið til samtakanna með mál varðandi inneignarnótur og rétt sinn á útsölum, ekki síst eftir áramótin. Neytendasamtökin hvettu neytendur til að versla þar sem skilareglunum væri framfylgt. Með því móti vissu þeir nákvæmlega hvaða rétt þeir ættu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Inneignarnótur í verslunum gilda í fjögur ár, sé ekki annað tekið fram á þeim, að sögn Sesselju Ásgeirsdóttur fulltrúa hjá Neytendasamtökunum. Nú fer sá tími í hönd, að margt fólk skiptir eða skilar vörum í verslunum eða er með gjafakort upp á vasann. Útsölurnar eru einnig að hefja göngu sína og í þessum tilvikum öllum er mikilvægt að neytendur séu meðvitaðir um rétt sinn. "Kaupmenn hafa sett tímamörk á inneignarnótur og gjafakort fólks. Dæmi eru um að gildistími séu tveir mánuðir," sagði Sesselja. "Þegar kaupandinn er búinn að taka við nótunni er hann um leið búinn að samþykkja þá skilmála sem á henni eru. Kaupmenn geta ákveðið hvernig þeir hafa nóturnar því það eru ekki í gildi nein lög um skilarétt. Kaupandinn á því aldrei rétt á að skila eða skipta vöru nema sérstaklega sé um það samið.Þess vegna er mikilvægt að kaupandinn kynni sér skilmála verslunarinnar um skilarétt áður en kaupin fara fram. Slíkur samningur tryggir rétt kaupanda." Sesselja sagði að fólk gæti lent í vanda ef ströng tímamörk væru á inneignarnótum, og að á nótu stæði að hún gilti ekki á útsölu, því svo gæti farið að það fyndi ekkert við sitt hæfi í viðkomandi verslun og nótan um það bil að renna út. Það eina sem kaupandinn gæti gert væri þá að reyna að fá frestinn framlengdan. Hún sagði það algengt að kaupmenn settu tímamörk á inneignarnótur, auk þess sem margir þeirra vildu setja ákvæði um að þær, og jafnvel gjafakort, giltu ekki á útsölum. "Í þeim tilvikum minnum við viðkomandi neytendur á að að versla í þeim verslunum sem tileinka sér gildandi skilareglur. Kaupmönnum er í sjálfsvald sett hvort þeir fara að þeim eða ekki. Samkvæmt þessum reglum getur fólk notað inneignarnótu hvenær sem er og á útsölu ef nótan er dagsett 14 dögum áður en útsala hefst. Þetta kemur í veg fyrir að menn skili vörunni og kaupi hana strax aftur á lægra verði." Sesselja sagði, að neytendur leituðu mjög mikið til samtakanna með mál varðandi inneignarnótur og rétt sinn á útsölum, ekki síst eftir áramótin. Neytendasamtökin hvettu neytendur til að versla þar sem skilareglunum væri framfylgt. Með því móti vissu þeir nákvæmlega hvaða rétt þeir ættu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira