Vilja öflugt net tvísköttunarsamninga 11. desember 2005 09:15 Gerð tvísköttunarsamninga við önnur lönd eykur arðsemi viðskipta milli landa segja þeir Halldór Benjamín Þorbergsson og Jón Elvar Guðmundsson. Halldór Benjamín Þorbergsson, starfandi framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, segir tvísköttunarsamninga hafa mikið vægi fyrir íslenskt efnahagslíf. Nú séu einungis 23 tvísköttunarsamningar við Ísland í gildi en til samanburðar séu þeir 91 í Danmörku. Fjölgun slíkra samninga myndi liðka fyrir fjárfestingum erlendra aðila hér á landi sem og innlendra í útlöndum. Því leggi Viðskiptaráð á það áherslu að ráðist sé í gerð fleiri slíkra samninga. Halldór segir að gildir tvísköttunarsamningar séu ein af meginforsendum þess að viðskipti milli landa verði arðbær og fyrirtæki staðsetji höfuðstöðvar sínar eða dótturfélög á Íslandi. Mikilvægi þess að ríki hafi yfir að ráða öflugu neti tvísköttunarsamninga verði því seint ofmetið. Jón Elvar Guðmundsson, héraðasdómslögmaður og sérfræðingur í alþjóðlegum skattarétti, hefur unnið skýrslu fyrir Viðskiptaráð Íslands um tvísköttun. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Löndin sem eru lituð dökkblá hafa gert tvísköttunarsamning við Danmörk. Í skýrslunni er lagt til að ef tvísköttunarsamningar eru ekki í gildi milli landa er hægt að fara út í einhliða aðgerðir til að koma í veg fyrir tvísköttun einstaklinga og fyrirtækja. Halldór segir Viðskiptaráð meðal annars vilja taka til endurskoðunar hvernig komið verði í veg fyrir tvísköttun arðstekna. Mælt er með að svokallaðri undanþáguaðferð verði beitt sem aðalaðferð af íslenskum skattayfirvöldum við að aflétta tvísköttun. Vegna smæðar landsins geti verið raunhæf vandamál því tengd að fá önnur ríki til samningaviðræðna. Sökum þessa leggi Viðskiptaráð til að athugaðir verði möguleikar á að óska eftir viðræðum og fara út í þær í samfloti við önnur ríki, til dæmis Norðurlöndin. Undanþáguaðferðin byggir á þeirri hugmyndafræði að fyrirtæki sem fjárfestir njóti jafnræðis við aðra sem fjárfesta á viðkomandi markaði, það er hlutleysi að því er varðar erlendar fjárfestingar. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Löndin sem eru lituð dökkblá hafa gert tvísköttunarsamning við Ísland. Samkvæmt hugmyndafræðinni má því segja að kjósi fyrirtæki að fjárfesta erlendis þá sé hagnaðurinn skattlagður eins og hagnaður annarra fyrirtækja í viðkomandi landi. Þannig er samkeppnisstaða á erlendum mörkuðum tryggð að því er varðar skatta. Halldór segir að við gerð þessara samninga sé best að leggja áherslu á þau ríki sem Íslendingar eigi þegar viðskipti við, eins og Japan. Í kjölfarið sé eðlilegt að leggja áherslu á þau lönd sem fyrirsjáanlegt sé að íslensk fyrirtæki muni eiga viðskipti við í framtíðinni. Innlent Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, starfandi framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, segir tvísköttunarsamninga hafa mikið vægi fyrir íslenskt efnahagslíf. Nú séu einungis 23 tvísköttunarsamningar við Ísland í gildi en til samanburðar séu þeir 91 í Danmörku. Fjölgun slíkra samninga myndi liðka fyrir fjárfestingum erlendra aðila hér á landi sem og innlendra í útlöndum. Því leggi Viðskiptaráð á það áherslu að ráðist sé í gerð fleiri slíkra samninga. Halldór segir að gildir tvísköttunarsamningar séu ein af meginforsendum þess að viðskipti milli landa verði arðbær og fyrirtæki staðsetji höfuðstöðvar sínar eða dótturfélög á Íslandi. Mikilvægi þess að ríki hafi yfir að ráða öflugu neti tvísköttunarsamninga verði því seint ofmetið. Jón Elvar Guðmundsson, héraðasdómslögmaður og sérfræðingur í alþjóðlegum skattarétti, hefur unnið skýrslu fyrir Viðskiptaráð Íslands um tvísköttun. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Löndin sem eru lituð dökkblá hafa gert tvísköttunarsamning við Danmörk. Í skýrslunni er lagt til að ef tvísköttunarsamningar eru ekki í gildi milli landa er hægt að fara út í einhliða aðgerðir til að koma í veg fyrir tvísköttun einstaklinga og fyrirtækja. Halldór segir Viðskiptaráð meðal annars vilja taka til endurskoðunar hvernig komið verði í veg fyrir tvísköttun arðstekna. Mælt er með að svokallaðri undanþáguaðferð verði beitt sem aðalaðferð af íslenskum skattayfirvöldum við að aflétta tvísköttun. Vegna smæðar landsins geti verið raunhæf vandamál því tengd að fá önnur ríki til samningaviðræðna. Sökum þessa leggi Viðskiptaráð til að athugaðir verði möguleikar á að óska eftir viðræðum og fara út í þær í samfloti við önnur ríki, til dæmis Norðurlöndin. Undanþáguaðferðin byggir á þeirri hugmyndafræði að fyrirtæki sem fjárfestir njóti jafnræðis við aðra sem fjárfesta á viðkomandi markaði, það er hlutleysi að því er varðar erlendar fjárfestingar. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Löndin sem eru lituð dökkblá hafa gert tvísköttunarsamning við Ísland. Samkvæmt hugmyndafræðinni má því segja að kjósi fyrirtæki að fjárfesta erlendis þá sé hagnaðurinn skattlagður eins og hagnaður annarra fyrirtækja í viðkomandi landi. Þannig er samkeppnisstaða á erlendum mörkuðum tryggð að því er varðar skatta. Halldór segir að við gerð þessara samninga sé best að leggja áherslu á þau ríki sem Íslendingar eigi þegar viðskipti við, eins og Japan. Í kjölfarið sé eðlilegt að leggja áherslu á þau lönd sem fyrirsjáanlegt sé að íslensk fyrirtæki muni eiga viðskipti við í framtíðinni.
Innlent Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Sjá meira