Vilja öflugt net tvísköttunarsamninga 11. desember 2005 09:15 Gerð tvísköttunarsamninga við önnur lönd eykur arðsemi viðskipta milli landa segja þeir Halldór Benjamín Þorbergsson og Jón Elvar Guðmundsson. Halldór Benjamín Þorbergsson, starfandi framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, segir tvísköttunarsamninga hafa mikið vægi fyrir íslenskt efnahagslíf. Nú séu einungis 23 tvísköttunarsamningar við Ísland í gildi en til samanburðar séu þeir 91 í Danmörku. Fjölgun slíkra samninga myndi liðka fyrir fjárfestingum erlendra aðila hér á landi sem og innlendra í útlöndum. Því leggi Viðskiptaráð á það áherslu að ráðist sé í gerð fleiri slíkra samninga. Halldór segir að gildir tvísköttunarsamningar séu ein af meginforsendum þess að viðskipti milli landa verði arðbær og fyrirtæki staðsetji höfuðstöðvar sínar eða dótturfélög á Íslandi. Mikilvægi þess að ríki hafi yfir að ráða öflugu neti tvísköttunarsamninga verði því seint ofmetið. Jón Elvar Guðmundsson, héraðasdómslögmaður og sérfræðingur í alþjóðlegum skattarétti, hefur unnið skýrslu fyrir Viðskiptaráð Íslands um tvísköttun. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Löndin sem eru lituð dökkblá hafa gert tvísköttunarsamning við Danmörk. Í skýrslunni er lagt til að ef tvísköttunarsamningar eru ekki í gildi milli landa er hægt að fara út í einhliða aðgerðir til að koma í veg fyrir tvísköttun einstaklinga og fyrirtækja. Halldór segir Viðskiptaráð meðal annars vilja taka til endurskoðunar hvernig komið verði í veg fyrir tvísköttun arðstekna. Mælt er með að svokallaðri undanþáguaðferð verði beitt sem aðalaðferð af íslenskum skattayfirvöldum við að aflétta tvísköttun. Vegna smæðar landsins geti verið raunhæf vandamál því tengd að fá önnur ríki til samningaviðræðna. Sökum þessa leggi Viðskiptaráð til að athugaðir verði möguleikar á að óska eftir viðræðum og fara út í þær í samfloti við önnur ríki, til dæmis Norðurlöndin. Undanþáguaðferðin byggir á þeirri hugmyndafræði að fyrirtæki sem fjárfestir njóti jafnræðis við aðra sem fjárfesta á viðkomandi markaði, það er hlutleysi að því er varðar erlendar fjárfestingar. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Löndin sem eru lituð dökkblá hafa gert tvísköttunarsamning við Ísland. Samkvæmt hugmyndafræðinni má því segja að kjósi fyrirtæki að fjárfesta erlendis þá sé hagnaðurinn skattlagður eins og hagnaður annarra fyrirtækja í viðkomandi landi. Þannig er samkeppnisstaða á erlendum mörkuðum tryggð að því er varðar skatta. Halldór segir að við gerð þessara samninga sé best að leggja áherslu á þau ríki sem Íslendingar eigi þegar viðskipti við, eins og Japan. Í kjölfarið sé eðlilegt að leggja áherslu á þau lönd sem fyrirsjáanlegt sé að íslensk fyrirtæki muni eiga viðskipti við í framtíðinni. Innlent Viðskipti Mest lesið Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, starfandi framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, segir tvísköttunarsamninga hafa mikið vægi fyrir íslenskt efnahagslíf. Nú séu einungis 23 tvísköttunarsamningar við Ísland í gildi en til samanburðar séu þeir 91 í Danmörku. Fjölgun slíkra samninga myndi liðka fyrir fjárfestingum erlendra aðila hér á landi sem og innlendra í útlöndum. Því leggi Viðskiptaráð á það áherslu að ráðist sé í gerð fleiri slíkra samninga. Halldór segir að gildir tvísköttunarsamningar séu ein af meginforsendum þess að viðskipti milli landa verði arðbær og fyrirtæki staðsetji höfuðstöðvar sínar eða dótturfélög á Íslandi. Mikilvægi þess að ríki hafi yfir að ráða öflugu neti tvísköttunarsamninga verði því seint ofmetið. Jón Elvar Guðmundsson, héraðasdómslögmaður og sérfræðingur í alþjóðlegum skattarétti, hefur unnið skýrslu fyrir Viðskiptaráð Íslands um tvísköttun. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Löndin sem eru lituð dökkblá hafa gert tvísköttunarsamning við Danmörk. Í skýrslunni er lagt til að ef tvísköttunarsamningar eru ekki í gildi milli landa er hægt að fara út í einhliða aðgerðir til að koma í veg fyrir tvísköttun einstaklinga og fyrirtækja. Halldór segir Viðskiptaráð meðal annars vilja taka til endurskoðunar hvernig komið verði í veg fyrir tvísköttun arðstekna. Mælt er með að svokallaðri undanþáguaðferð verði beitt sem aðalaðferð af íslenskum skattayfirvöldum við að aflétta tvísköttun. Vegna smæðar landsins geti verið raunhæf vandamál því tengd að fá önnur ríki til samningaviðræðna. Sökum þessa leggi Viðskiptaráð til að athugaðir verði möguleikar á að óska eftir viðræðum og fara út í þær í samfloti við önnur ríki, til dæmis Norðurlöndin. Undanþáguaðferðin byggir á þeirri hugmyndafræði að fyrirtæki sem fjárfestir njóti jafnræðis við aðra sem fjárfesta á viðkomandi markaði, það er hlutleysi að því er varðar erlendar fjárfestingar. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Löndin sem eru lituð dökkblá hafa gert tvísköttunarsamning við Ísland. Samkvæmt hugmyndafræðinni má því segja að kjósi fyrirtæki að fjárfesta erlendis þá sé hagnaðurinn skattlagður eins og hagnaður annarra fyrirtækja í viðkomandi landi. Þannig er samkeppnisstaða á erlendum mörkuðum tryggð að því er varðar skatta. Halldór segir að við gerð þessara samninga sé best að leggja áherslu á þau ríki sem Íslendingar eigi þegar viðskipti við, eins og Japan. Í kjölfarið sé eðlilegt að leggja áherslu á þau lönd sem fyrirsjáanlegt sé að íslensk fyrirtæki muni eiga viðskipti við í framtíðinni.
Innlent Viðskipti Mest lesið Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira