Svarið skiptir máli 7. desember 2005 06:00 Það var ekki matnum að þakka að ég man eftir máltíð sem ég snæddi vestur í Tennessee fyrir mörgum árum. Ég hafði orðið svangur á óheppilegum stað og farið inn á veitingahús við þjóðveginn. Þar horfðu menn á sjónvarp á meðan þeir borðuðu. Heimurinn utan Tennessee hafði slæðst í fréttir í fylkinu þennan dag. Það sem gerði málið enn óvanalegra var að löng umræða fylgdi með frétt um fjarlæga atburði. Ég þekkti eitthvað til málsins sem sagt var frá en mér hefði þó líklega fyrirgefist að halda um stund að rætt væri um annað pláss en ég þekkti og annað fólk en ég vissi að væri til. Auðvitað eru margar hliðar á hverju máli en það sem blasti við í sjónvarpinu þennan dag var ekki hlið á neinu máli heldur bein afskræming á veruleikanum sem ég sá svo endurtekna dagana á eftir. Þessi afskræmda mynd sagði ekkert um veruleikann en passaði svo vel við ríkjandi hugmyndafræði þarna langt inni í Bandaríkjunum að sumum sessunauta minna á fánum skrýddum veitingastaðnum hlaut að hlýna um hjartarætur enda fátt notalegra en að fá fordóma sína staðfesta. Nú er það auðvitað svo að allar þjóðir koma sér upp myndum af veruleikanum sem fólk í öðrum samfélögum kannast illa við. Þetta getur verið mjög til gamans fyrir þá sem ferðast og er oftast jafn saklaust og venjulegur skáldskapur. Íslendingar heima og erlendis hafa til dæmis létt mörgum lund með sögum sínum af afrekum landsmanna og óumbeðnum upplýsingum um almennt mikilvægi landsins. Það voru heldur ekki sérkenni hinnar bandarísku heimsmyndar sem trufluðu mig við að borða vondan mat. Bandaríkjamenn hafa auðvitað rétt til sinnar sérstöku myndar af sjálfum sér og heiminum rétt eins og hver önnur þjóð. Það sem olli mér hugarangri þarna við þjóðveginn í Tennessee var sú staðreynd að ég var eini maðurinn þarna inni sem ekki hafði kosningarétt í alþjóðamálum. Á þessum tíma gramdist mér eitthvað dálítið að Vestfirðingar höfðu fimmfaldan atkvæðisrétt á við okkur sunnanmenn í kosningum á Íslandi en einhvern veginn varð mér alveg sama um það þarna í Tennessee. Mennirnir sem sátu í kringum mig og hlustuðu á einfaldanir, útúrsnúninga og blekkingar um málefni hinum megin á hnettinum höfðu kosningarétt í alþjóðamálum. Fylkið þeirra kaus George W. Bush forseta ekki löngu síðar og hvað sem um þann mann má segja hafa verk hans skipt máli fyrir marga utan Bandaríkjanna. Ég hef hins vegar ekki atkvæðisrétt í heimsmálunum frekar en nokkur annar sem les þessa grein, ólíkt því sem er um íbúa Tennessee. Aðeins örfá ríki veraldar hafa nokkur umtalsverð áhrif á gang mála í alþjóðakerfinu umfram þau sem snúa beint að þeim sjálfum. Það kemur þó fyrir að smáríki geta fengið stærri ríki til að taka eftir afstöðu sinni til stórra alþjóðlegra deilumála. Þetta gerist ekki oft. Menn geta til dæmis lesið bestu blöð heimsins árum saman án þess að sjá svo mikið sem einu sinni vikið að atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. En þetta gerðist í aðdraganda innrásarinnar í Írak. Svar okkar þá hafði auðvitað engin efnisleg áhrif en svona uppá framtíðina þurfum við að skilja hvers vegna við brugðumst við þessu óvanalega tækifæri með þeim hætti sem við gerðum. Trúðu menn virkilega áróðri hugmyndafræðinga hægri manna í Bandaríkjunum sem var svo augljóslega mótsagnakenndur, falskur og illa undirbyggður að fólk með lítilsháttar þekkingu á alþjóðamálum, nútímasögu og Miðausturlöndum átti auðveldlega að sjá í gegnum hann? Nenntu menn ekki að kynna sér óvanalega samhljóma viðvaranir fræðimanna um allan heim sem eitthvað þekktu til Írak? Eða skoða pólitískar rætur áhugans á innrás í Írak? Írak er ekki dæmi um mál þar sem auðvelt er að vera vitur eftir á. Þarna var auðvelt að vera vitur fyrirfram. Eða snerist þetta um hagsmuni og vigtaði vilji manna til að halda í fjórar af tíu þúsund herþotum Bandaríkjamanna þyngra en hundrað ára heitstrengingar um Íslendinga sem vopnlausa, löghlýðna og friðsama þjóð? Svarið skiptir máli því það segir okkur hvort það væri til einhvers að við hefðum atkvæðisrétt í alþjóðmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ormur Halldórsson Skoðanir Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun
Það var ekki matnum að þakka að ég man eftir máltíð sem ég snæddi vestur í Tennessee fyrir mörgum árum. Ég hafði orðið svangur á óheppilegum stað og farið inn á veitingahús við þjóðveginn. Þar horfðu menn á sjónvarp á meðan þeir borðuðu. Heimurinn utan Tennessee hafði slæðst í fréttir í fylkinu þennan dag. Það sem gerði málið enn óvanalegra var að löng umræða fylgdi með frétt um fjarlæga atburði. Ég þekkti eitthvað til málsins sem sagt var frá en mér hefði þó líklega fyrirgefist að halda um stund að rætt væri um annað pláss en ég þekkti og annað fólk en ég vissi að væri til. Auðvitað eru margar hliðar á hverju máli en það sem blasti við í sjónvarpinu þennan dag var ekki hlið á neinu máli heldur bein afskræming á veruleikanum sem ég sá svo endurtekna dagana á eftir. Þessi afskræmda mynd sagði ekkert um veruleikann en passaði svo vel við ríkjandi hugmyndafræði þarna langt inni í Bandaríkjunum að sumum sessunauta minna á fánum skrýddum veitingastaðnum hlaut að hlýna um hjartarætur enda fátt notalegra en að fá fordóma sína staðfesta. Nú er það auðvitað svo að allar þjóðir koma sér upp myndum af veruleikanum sem fólk í öðrum samfélögum kannast illa við. Þetta getur verið mjög til gamans fyrir þá sem ferðast og er oftast jafn saklaust og venjulegur skáldskapur. Íslendingar heima og erlendis hafa til dæmis létt mörgum lund með sögum sínum af afrekum landsmanna og óumbeðnum upplýsingum um almennt mikilvægi landsins. Það voru heldur ekki sérkenni hinnar bandarísku heimsmyndar sem trufluðu mig við að borða vondan mat. Bandaríkjamenn hafa auðvitað rétt til sinnar sérstöku myndar af sjálfum sér og heiminum rétt eins og hver önnur þjóð. Það sem olli mér hugarangri þarna við þjóðveginn í Tennessee var sú staðreynd að ég var eini maðurinn þarna inni sem ekki hafði kosningarétt í alþjóðamálum. Á þessum tíma gramdist mér eitthvað dálítið að Vestfirðingar höfðu fimmfaldan atkvæðisrétt á við okkur sunnanmenn í kosningum á Íslandi en einhvern veginn varð mér alveg sama um það þarna í Tennessee. Mennirnir sem sátu í kringum mig og hlustuðu á einfaldanir, útúrsnúninga og blekkingar um málefni hinum megin á hnettinum höfðu kosningarétt í alþjóðamálum. Fylkið þeirra kaus George W. Bush forseta ekki löngu síðar og hvað sem um þann mann má segja hafa verk hans skipt máli fyrir marga utan Bandaríkjanna. Ég hef hins vegar ekki atkvæðisrétt í heimsmálunum frekar en nokkur annar sem les þessa grein, ólíkt því sem er um íbúa Tennessee. Aðeins örfá ríki veraldar hafa nokkur umtalsverð áhrif á gang mála í alþjóðakerfinu umfram þau sem snúa beint að þeim sjálfum. Það kemur þó fyrir að smáríki geta fengið stærri ríki til að taka eftir afstöðu sinni til stórra alþjóðlegra deilumála. Þetta gerist ekki oft. Menn geta til dæmis lesið bestu blöð heimsins árum saman án þess að sjá svo mikið sem einu sinni vikið að atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. En þetta gerðist í aðdraganda innrásarinnar í Írak. Svar okkar þá hafði auðvitað engin efnisleg áhrif en svona uppá framtíðina þurfum við að skilja hvers vegna við brugðumst við þessu óvanalega tækifæri með þeim hætti sem við gerðum. Trúðu menn virkilega áróðri hugmyndafræðinga hægri manna í Bandaríkjunum sem var svo augljóslega mótsagnakenndur, falskur og illa undirbyggður að fólk með lítilsháttar þekkingu á alþjóðamálum, nútímasögu og Miðausturlöndum átti auðveldlega að sjá í gegnum hann? Nenntu menn ekki að kynna sér óvanalega samhljóma viðvaranir fræðimanna um allan heim sem eitthvað þekktu til Írak? Eða skoða pólitískar rætur áhugans á innrás í Írak? Írak er ekki dæmi um mál þar sem auðvelt er að vera vitur eftir á. Þarna var auðvelt að vera vitur fyrirfram. Eða snerist þetta um hagsmuni og vigtaði vilji manna til að halda í fjórar af tíu þúsund herþotum Bandaríkjamanna þyngra en hundrað ára heitstrengingar um Íslendinga sem vopnlausa, löghlýðna og friðsama þjóð? Svarið skiptir máli því það segir okkur hvort það væri til einhvers að við hefðum atkvæðisrétt í alþjóðmálum.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun