Til atlögu gegn örorkuvæðingunni 16. nóvember 2005 06:00 Rík ástæða er til að fagna kjarasamningi Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins því nú er úr sögunni sá möguleiki að verkalýðshreyfingin standi við hótanir sínar um uppsögn kjarasamninga, sem hefði að öllum líkindum leitt til gamalkunnra víxlhækkana launa og verðlags með tilheyrandi stórhækkun verðbólgu. Fulltrúar ASÍ nýttu samningsstöðu sína vel með því að halda þessari hótun til streitu þrátt fyrir að öllum, og þar með talið þeim sjálfum, hafi verið morgunljóst að ástæða þess að verðbólgan er yfir markmiðum Seðlabankans, sem uppsagnarákvæði fyrri samnings miðuðust við, er fyrst og fremst hækkun fasteignaverðs. Ef sú hækkun er fjarlægð úr verðbólguútreikningum sést að hækkun á almennum vörum og þjónustu er vel undir uppsagnarákvæði kjarasamninganna, enda fer ekki milli mála að kaupmáttur þjóðarinnar er mikill þessa dagana. En hótunin virkaði og uppskeran er samningur sem er um margt merkilegur. Þar er ekki átt við beinar launahækkanir, sem með allri virðingu þarf ekki að eyða mörgum orðum í: 26.000 króna eingreiðsla í desember og 0,65 prósent hækkun launa eftir rúmt ár. Stóru tíðindin eru tekjutenging atvinnuleysisbóta og fyrirheit um sameiginlegt átak verkalýðshreyfingarinnar, atvinnulífsins og ríkisins við að vinda ofan af þeirri miklu fjölgun fólks sem ekki telst vinnufært og þiggur því örorkubætur. Atvinnuleysisbætur hafa verið snautlega lágar hér á landi og það er mikið framfaraskref að hækka þær. Á sama tíma er skynsamlegt þak á hæstu bótum og þeim tíma sem þær eru greiddar. Enn merkilegri er sá kafli úr yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem kveður á um að draga úr vaxandi örorkubyrði lífeyrissjóða og jafna stöðuna milli einstakra sjóða en þar segir meðal annars. "Til að vinna að framgangi þessa máls mun forsætisráðherra skipa nefnd fulltrúa stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og lífeyrissjóða. Verkefni nefndarinnar verði meðal annars að gera tillögur um samræmingu á viðmiðunum til örorkumats í almannatryggingakerfinu annars vegar og lífeyrissjóðakerfinu hins vegar þar sem fyrst og fremst verði horft til vangetu einstaklinga til að afla sér tekna. Jafnframt fjalli nefndin um leiðir til að efla starfsendurhæfingu í því skyni að hjálpa einstaklingum sem af einhverjum ástæðum hafa ekki fest rætur á vinnumarkaði eða þurft að hverfa af vinnumarkaði vegna atvinnuleysis eða örorku. Áhersla verði lögð á að bjóða einstaklingsmiðaða þjónustu þar sem litið verði til starfsgetu einstaklinganna." Þetta er eitt brýnasta efni stjórnmálanna og gríðarlega mikilvægt fyrir allt þjóðarbúið að þessar aðgerðir komist sem allra fyrst af stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Rík ástæða er til að fagna kjarasamningi Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins því nú er úr sögunni sá möguleiki að verkalýðshreyfingin standi við hótanir sínar um uppsögn kjarasamninga, sem hefði að öllum líkindum leitt til gamalkunnra víxlhækkana launa og verðlags með tilheyrandi stórhækkun verðbólgu. Fulltrúar ASÍ nýttu samningsstöðu sína vel með því að halda þessari hótun til streitu þrátt fyrir að öllum, og þar með talið þeim sjálfum, hafi verið morgunljóst að ástæða þess að verðbólgan er yfir markmiðum Seðlabankans, sem uppsagnarákvæði fyrri samnings miðuðust við, er fyrst og fremst hækkun fasteignaverðs. Ef sú hækkun er fjarlægð úr verðbólguútreikningum sést að hækkun á almennum vörum og þjónustu er vel undir uppsagnarákvæði kjarasamninganna, enda fer ekki milli mála að kaupmáttur þjóðarinnar er mikill þessa dagana. En hótunin virkaði og uppskeran er samningur sem er um margt merkilegur. Þar er ekki átt við beinar launahækkanir, sem með allri virðingu þarf ekki að eyða mörgum orðum í: 26.000 króna eingreiðsla í desember og 0,65 prósent hækkun launa eftir rúmt ár. Stóru tíðindin eru tekjutenging atvinnuleysisbóta og fyrirheit um sameiginlegt átak verkalýðshreyfingarinnar, atvinnulífsins og ríkisins við að vinda ofan af þeirri miklu fjölgun fólks sem ekki telst vinnufært og þiggur því örorkubætur. Atvinnuleysisbætur hafa verið snautlega lágar hér á landi og það er mikið framfaraskref að hækka þær. Á sama tíma er skynsamlegt þak á hæstu bótum og þeim tíma sem þær eru greiddar. Enn merkilegri er sá kafli úr yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem kveður á um að draga úr vaxandi örorkubyrði lífeyrissjóða og jafna stöðuna milli einstakra sjóða en þar segir meðal annars. "Til að vinna að framgangi þessa máls mun forsætisráðherra skipa nefnd fulltrúa stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og lífeyrissjóða. Verkefni nefndarinnar verði meðal annars að gera tillögur um samræmingu á viðmiðunum til örorkumats í almannatryggingakerfinu annars vegar og lífeyrissjóðakerfinu hins vegar þar sem fyrst og fremst verði horft til vangetu einstaklinga til að afla sér tekna. Jafnframt fjalli nefndin um leiðir til að efla starfsendurhæfingu í því skyni að hjálpa einstaklingum sem af einhverjum ástæðum hafa ekki fest rætur á vinnumarkaði eða þurft að hverfa af vinnumarkaði vegna atvinnuleysis eða örorku. Áhersla verði lögð á að bjóða einstaklingsmiðaða þjónustu þar sem litið verði til starfsgetu einstaklinganna." Þetta er eitt brýnasta efni stjórnmálanna og gríðarlega mikilvægt fyrir allt þjóðarbúið að þessar aðgerðir komist sem allra fyrst af stað.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun