Hætta að bjóða upp á 100% íbúðalán 28. desember 2004 00:01 Landsbankinn hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á 100% íbúðalán og verður hámarkið því 90% af markaðsverðmæti íbúða að nýju. Landsbankinn hvetur jafnframt stjórnvöld til að endurskoða sem fyrst lagalega umgjörð íbúðalána. Í tilkynningu frá bankanum segir að Landsbankinn hafi í upphafi lýst efasemdum sínum um hversu skynsamleg 100% lán væru og þróun á markaði síðustu vikur, og sú aukna hætta sem misgengi verðtryggðra lána og íbúðaverðs skapi með þeim afleiðingum að lán íbúðaeigenda geta orðið hærri en verðmæti íbúðanna, sé bankanum áhyggjuefni. „Við teljum að nú sé enn ríkari ástæða fyrir almenning til að fara varlega við skuldsetningu vegna kaupa á íbúðahúsnæði. Hagsmunir viðskiptavina og bankans fara saman í þessu,“ er haft eftir Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, í tilkynningunni. Landsbankinn mun sem fyrr veita brúunarlán og skammtíma fyrirgreiðslu sem getur tímabundið mætt heildarfjárþörf vegna fasteignakaupa en þá á grundvelli mats á fjárhags- og tryggingastöðu. Bankinn mun áfram skoða sérstök tilvik sem upp koma. Hin almennu lán verða hins vegar að hámarki 90%. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, segir bankann styðja það meginmarkmið að auðvelda sem flestum landsmönnum að eignast húsnæði og muni stuðla að því með víðtæku framboði íbúðalána. Markaðslegar lausnir muni best stuðla að þessu markmiði hér á landi, eins og þær hafi gert á öðrum mörkuðum í Evrópu og Norður Ameríku, og framboð Landsbankans á íbúðalánum verði eftir sem áður það víðtækasta hér á landi. Landsbankinn hvetur jafnframt stjórnvöld til að endurskoða sem fyrst lagalega umgjörð íbúðalána. „Verkaskipting milli opinberra aðila og bankanna verði að grundvallast á eðlilegum markaðslögmálum sem byggi á skýrri verkaskiptingu milli banka og sparisjóða og Íbúðalánasjóðs. Landsbankinn er reiðubúinn til samstarfs um bætta verkaskiptingu aðila,“ segir Halldór. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Landsbankinn hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á 100% íbúðalán og verður hámarkið því 90% af markaðsverðmæti íbúða að nýju. Landsbankinn hvetur jafnframt stjórnvöld til að endurskoða sem fyrst lagalega umgjörð íbúðalána. Í tilkynningu frá bankanum segir að Landsbankinn hafi í upphafi lýst efasemdum sínum um hversu skynsamleg 100% lán væru og þróun á markaði síðustu vikur, og sú aukna hætta sem misgengi verðtryggðra lána og íbúðaverðs skapi með þeim afleiðingum að lán íbúðaeigenda geta orðið hærri en verðmæti íbúðanna, sé bankanum áhyggjuefni. „Við teljum að nú sé enn ríkari ástæða fyrir almenning til að fara varlega við skuldsetningu vegna kaupa á íbúðahúsnæði. Hagsmunir viðskiptavina og bankans fara saman í þessu,“ er haft eftir Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, í tilkynningunni. Landsbankinn mun sem fyrr veita brúunarlán og skammtíma fyrirgreiðslu sem getur tímabundið mætt heildarfjárþörf vegna fasteignakaupa en þá á grundvelli mats á fjárhags- og tryggingastöðu. Bankinn mun áfram skoða sérstök tilvik sem upp koma. Hin almennu lán verða hins vegar að hámarki 90%. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, segir bankann styðja það meginmarkmið að auðvelda sem flestum landsmönnum að eignast húsnæði og muni stuðla að því með víðtæku framboði íbúðalána. Markaðslegar lausnir muni best stuðla að þessu markmiði hér á landi, eins og þær hafi gert á öðrum mörkuðum í Evrópu og Norður Ameríku, og framboð Landsbankans á íbúðalánum verði eftir sem áður það víðtækasta hér á landi. Landsbankinn hvetur jafnframt stjórnvöld til að endurskoða sem fyrst lagalega umgjörð íbúðalána. „Verkaskipting milli opinberra aðila og bankanna verði að grundvallast á eðlilegum markaðslögmálum sem byggi á skýrri verkaskiptingu milli banka og sparisjóða og Íbúðalánasjóðs. Landsbankinn er reiðubúinn til samstarfs um bætta verkaskiptingu aðila,“ segir Halldór.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira