Gerir forvarnir erfiðari 21. desember 2004 00:01 Niðurskurður sá, sem við blasir í starfi SÁÁ eftir að fjárlög lágu fyrir gerir allt forvarnastarf í áfengis- og fíkniefnamálum mun erfiðara en ella, að sögn Árna Einarssonar, framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar í fíknivörnum. Að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, liggur fyrir að fækka verður innlögnum um 300 á næsta ári. Ekki verður hægt að bæta við fleiri ópíumfíklum í viðhaldsmeðferð, bráðaþjónustu verður að leggja af og hætt að taka inn ungmenni undir 16 ára aldri. Árni sagði að þótt málið sneri að meðferðum þá hefði það áhrif á forvarnir. "Hann er tvíþættur. Annars vegar hvað varðar börn og ungmenni, en þar eru sameiginlegir miklir hagsmunir í forvörnum og meðferðinni. Þessi hópur þarf að eiga sem greiðasta leið í meðferð, því að hvert ár sem tapast þannig að ungmenni haldi áfram í neyslu er dýrmætt. Þar er um að tefla þroska, nám og fleira sem fer forgörðum í því ferli. Því lengur sem þau eru í þessu ástandi, þeim mun erfiðara verður að koma þeim á réttan kjöl. Þetta er því mjög miður í því ljósi." Árni sagði að hinn þátturinn sem sneri að forvörnum væri fíkniefnamarkaðurinn úti í samfélaginu. Eftir því sem hann væri minni, færri neytendur, minni eftirspurn og þar af leiðandi minna um efni, þeim mun auðveldara ættu þeir um vik sem ynnu að forvörnum. "Þessi mikli innflutningur beinist fyrst og fremst að stórneytendunum. Fíkniefni verða einnig fáanleg víðar og meiri líkur eru á að ungmenni komist í snertingu við efnin, á skemmtistöðum, í partíhaldi og öðru viðlíka." Árni sagði að allt sem takmarkaði aðgengi ungmenna að ráðgjöf og meðferð og "runa af frumvörpum" um að auðvelda aðgengi að áfengi væri ekki í samræmi við heilbrigðisáætlun sem Alþingi hefði sett til ársins 2010. Fræðslumiðstöðin myndi kalla eftir svörum um hvort stjórnvöld væru búin að gleyma þeim markmiðum sem þau hefðu sett í áætluninni í heilbrigðis- og forvarnamálum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Einar umfangmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira
Niðurskurður sá, sem við blasir í starfi SÁÁ eftir að fjárlög lágu fyrir gerir allt forvarnastarf í áfengis- og fíkniefnamálum mun erfiðara en ella, að sögn Árna Einarssonar, framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar í fíknivörnum. Að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, liggur fyrir að fækka verður innlögnum um 300 á næsta ári. Ekki verður hægt að bæta við fleiri ópíumfíklum í viðhaldsmeðferð, bráðaþjónustu verður að leggja af og hætt að taka inn ungmenni undir 16 ára aldri. Árni sagði að þótt málið sneri að meðferðum þá hefði það áhrif á forvarnir. "Hann er tvíþættur. Annars vegar hvað varðar börn og ungmenni, en þar eru sameiginlegir miklir hagsmunir í forvörnum og meðferðinni. Þessi hópur þarf að eiga sem greiðasta leið í meðferð, því að hvert ár sem tapast þannig að ungmenni haldi áfram í neyslu er dýrmætt. Þar er um að tefla þroska, nám og fleira sem fer forgörðum í því ferli. Því lengur sem þau eru í þessu ástandi, þeim mun erfiðara verður að koma þeim á réttan kjöl. Þetta er því mjög miður í því ljósi." Árni sagði að hinn þátturinn sem sneri að forvörnum væri fíkniefnamarkaðurinn úti í samfélaginu. Eftir því sem hann væri minni, færri neytendur, minni eftirspurn og þar af leiðandi minna um efni, þeim mun auðveldara ættu þeir um vik sem ynnu að forvörnum. "Þessi mikli innflutningur beinist fyrst og fremst að stórneytendunum. Fíkniefni verða einnig fáanleg víðar og meiri líkur eru á að ungmenni komist í snertingu við efnin, á skemmtistöðum, í partíhaldi og öðru viðlíka." Árni sagði að allt sem takmarkaði aðgengi ungmenna að ráðgjöf og meðferð og "runa af frumvörpum" um að auðvelda aðgengi að áfengi væri ekki í samræmi við heilbrigðisáætlun sem Alþingi hefði sett til ársins 2010. Fræðslumiðstöðin myndi kalla eftir svörum um hvort stjórnvöld væru búin að gleyma þeim markmiðum sem þau hefðu sett í áætluninni í heilbrigðis- og forvarnamálum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Einar umfangmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira