Viðskipti innlent

Meiri kortavelta

Notkun á greiðslukortum var 19,9 prósentum hærri í nóvember í ár en í fyrra. Velta kreditkorta innanlands jókst um 10,3 prósent en debetkortaveltan er 23,8 prósentum hærri. "Þessi mikla veltuaukning gefur til kynna að jólaverslunin sé óvenjumikil í ár og að einkaneysla sé ennþá í mjög miklum vexti," segir Ingvar Arnarson hjá greiningardeild Íslandsbanka. Í Morgunkorni Íslandsbanka í gær kom einnig fram að vöxtur verslunar með debetkort í innlendri verslun sé 27,9 prósent frá því á sama tíma í fyrra. "Heimilin virðast vera í gleðigírnum og er vöxtur útgjalda þeirra nokkuð umfram vöxt tekna," segir í Morgunkorninu. Þetta er sagt benda til þess að bilið milli neyslu- og tekjuaukningar sé brúað með lántökum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×