Erlendir aðilar eignast meirihluta 17. desember 2004 00:01 Flest bendir til þess að erlendir fjárfestar eignist innan tíðar meirihluta í stoðtækjafyrirtækinu Össuri og sitja þeir um öll hlutabréf sem boðin eru til sölu í fyrirtækinu. Þannig keyptu útlendingar þau bréf sem nýlega voru í boði og eiga þeir nú samtals um 41 prósent í félaginu. Það væri ráðandi hlutur á einni hendi en eignarhaldið dreifist. Þó skera tveir fjárfestar sig alveg úr: sænska fjárfestingafélagið Industri Verden, sem á tæp 20 prósent, og danska fyrirtækið William Demant, sem er stór framleiðandi á heyrnartækjum og því í vissum skilningi á sama markaði og Össur, en þó með allt öðruvísi framleiðslu. Kaup útlendinganna hófust fyrir alvöru fyrir tæpu ári og hafa vaxið jafnt og þétt. Þetta er langmesta eignarhald útlendinga í íslensku fyrirtæki sem er skráð í Kauphöllinni. Reyndar segja kunnugir að útlendingar ættu að líkindum orðið ríflegan meirihluta í fyrirtækinu ef þröng eignaraðild íslenskra fyrirtækja gerði útlendingum ekki erfitt fyrir um mikil kaup í fyrirtækjunum, sérstaklega á skömmum tíma. Fréttastofunni er ekki kunnugt um hvort sænsku og dönsku fyrirtækin ætli að hafa með sér samstarf og mynda ráðandi meirihluta, eða hvort þau líti þetta aðeins sem vænlegan fjárfestingarkost. Ekki náðist í Jón Sigurðsson, forstjóra Össurar, sem var upptekinn á stjórnarfundi fyrir hádegi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Fleiri fréttir Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Sjá meira
Flest bendir til þess að erlendir fjárfestar eignist innan tíðar meirihluta í stoðtækjafyrirtækinu Össuri og sitja þeir um öll hlutabréf sem boðin eru til sölu í fyrirtækinu. Þannig keyptu útlendingar þau bréf sem nýlega voru í boði og eiga þeir nú samtals um 41 prósent í félaginu. Það væri ráðandi hlutur á einni hendi en eignarhaldið dreifist. Þó skera tveir fjárfestar sig alveg úr: sænska fjárfestingafélagið Industri Verden, sem á tæp 20 prósent, og danska fyrirtækið William Demant, sem er stór framleiðandi á heyrnartækjum og því í vissum skilningi á sama markaði og Össur, en þó með allt öðruvísi framleiðslu. Kaup útlendinganna hófust fyrir alvöru fyrir tæpu ári og hafa vaxið jafnt og þétt. Þetta er langmesta eignarhald útlendinga í íslensku fyrirtæki sem er skráð í Kauphöllinni. Reyndar segja kunnugir að útlendingar ættu að líkindum orðið ríflegan meirihluta í fyrirtækinu ef þröng eignaraðild íslenskra fyrirtækja gerði útlendingum ekki erfitt fyrir um mikil kaup í fyrirtækjunum, sérstaklega á skömmum tíma. Fréttastofunni er ekki kunnugt um hvort sænsku og dönsku fyrirtækin ætli að hafa með sér samstarf og mynda ráðandi meirihluta, eða hvort þau líti þetta aðeins sem vænlegan fjárfestingarkost. Ekki náðist í Jón Sigurðsson, forstjóra Össurar, sem var upptekinn á stjórnarfundi fyrir hádegi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Fleiri fréttir Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Sjá meira