Viðskipti innlent

Fróði skiptir um nafn

Nýtt félag hefur verið stofnað um útgáfu á vegum Fróða og heitir það Tímaritaútgáfan Fróði ehf. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á rekstrinum. Breytingin er gerð þar sem unnið er að því að semja við lánardrottna um lækkun skulda og er vonast til að niðurstaða fáist í það innan skamms. "Augljóslega hlýtur þetta samkomulag að ganga út á lækkun en við tökum fram að laun og allir skattar eru uppgerðir þannig að þetta eru fyrst og fremst samningar við birgja og lánardrottna," segir Páll Gíslason, stjórnarformaður Tímaritaútgáfunnar Fróða ehf. Torg, dótturfélag Odda, keypti öll hlutabréf í Fróða í ágúst og var gengið frá kaupunum í september. Unnið hefur verið að því að hagræða í rekstrinum í samstarfi við starfsmenn. Skuldir Fróða námu 410 milljónum króna árið 2003 samkvæmt 300 stærstu 2004. Tapið nam 76 milljónum króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×