Skynsamleg leið eða stórvarasöm? Guðmundur Magnússon skrifar 13. desember 2004 00:01 "Hvílík forræðishyggja!" eða "Eru nú gömlu sósíalistarnir búnir að hertaka Samfylkinguna?" - eitthvað á þessa leið voru upphrópanirnar sem heyrðust þegar fréttir barust af því að þingmenn Samfylkingarinnar vildu banna auglýsingar á óhollum matvörum í fjölmiðlum og hefðu borið fram tillögu um það á Alþingi. "Þarna sýnir Samfylkingin sitt rétta andlit - boð og bönn eru hennar ær og kýr" heyrðist einhver segja. Málið var tekið fyrir í Sunnudagsþættinum á Skjá einum. Ólafur Teitur Guðnason gerðist heimspekilegur og vitnaði í David Hume: "Frelsið glatast sjaldan í einu lagi. Það glatast iðulega smátt og smátt". Og það sem meira er, sagði Ólafur Teitur: "Leiðin frá frelsi til ánauðar er vörðuð góðum áformum, eins og Friedrich Hayek benti á. Þeir sem skerða frelsið, gera það oftast í einhverjum göfugum tilgangi". Og það má auðvitað segja að það sé göfugur tilgangur að bæta mataræði fólks. Í okkar heimshluta er það ekki skortur sem veldur vandræðum heldur ofgnótt sem velmegunin hefur leitt af sér en einn fylgifiskur hennar er offita sem orðin er svo útbreidd að talað er um hana sem eitt helsta heilbrigðisvandamál Vesturlanda. Í því sambandi hafa menn sérstakar áhyggjur af börnum og unglingum sem eru sögð varnarlaus gagnvart sölumönnum óhollra matvæla og drykkja. En áður en við höldum áfram að hneykslast á Samfylkingunni og forsjárhyggju hennar skulum við líta á hvað það er sem þingmenn hennar eru raunverulega að leggja til. Svarið finnum við í þingsályktunartillögu sem lesa má hér á vef Alþingis. Þar er lagt til að Alþingi samþykki eftirfarandi: "Alþingi ályktar að fela heilbrigðisráðherra að kanna grundvöll fyrir setningu reglna um takmörkun auglýsinga á matvöru sem inniheldur mikla fitu, sykur eða salt með það að markmiði að sporna við offitu, einkum meðal barna og ungmenna. Ráðherra leitist í þessu skyni m.a. við að ná samstöðu með framleiðendum, innflytjendum og auglýsendum um að þessar vörur verði ekki auglýstar í sjónvarpi fyrr en eftir klukkan níu á kvöldin." Rétt er að veita því athygli að í tillögunni felst ekki afdráttarlaus krafa um auglýsingabann heldur er frekar um að ræða tilmæli til heilbrigðisyfirvalda um að reyna að fá auglýsendur til samstarfs og vekja þá til skilnings á vandamálinu. En er þetta rétt leið og skynsamleg? Eða er hún stórvarasöm frelsisskerðing? Fram kemur í greinargerð með þingsályktunartillögunni að fyrirmyndin er sótt til breskra jafnaðarmanna: "Flutningsmenn vekja ... athygli á þeim aðgerðum sem bresk heilbrigðisyfirvöld hafa gripið til en tillaga þessi hefur þær að nokkru sem fyrirmynd." Um það voru hugmyndir í Bretlandi að banna sjónvarpsauglýsingar á óhollum matvælum á tímum sem börn væru helst fyrir framan viðtækin. Um þetta má til dæmis lesa hér á fréttavef BBC. Þar kemur fram að eftir skoðun málsins var fallið frá hugmyndinni um algjört bann við slíkum auglýsingum en í staðinn er í nýlegri hvítbók bresku ríkisstjórnarinnar eins og hér má lesa lagt til að teknar verði upp viðræður við hagsmunaaðila, þ.e. framleiðendur gosdrykkja, sælgætis og skyndifæðis, með það í huga að þeir setji sér sjálfur reglur sem takmarka það hvernig slíkum auglýsingum er beint að börnum. Segja má að það sé þetta sé Samfylkingin hafi í huga að gert verði á Íslandi. Af hverju ekki algjört bann? Ástæðan fyrir því að Bretar lögðu þá hugmynd á hilluna var að hún mætti miklu andófi. Hasmunaaðilar töldu hana óeðlilega frelsisskerðingu og mismunun og efasemdir voru uppi um að hún stæðist gagnvart grundvallarreglum um tjáningarfrelsi. Einnig var bent á á hve erfitt væri að skilgreina þær vörur sem ekki mætti auglýsa. Margir höfðu áhyggjur af því að hér væri verið að feta sig inn á slóðir sem boðið gætu hættu heim og skapað varhugaverð fordæmi. Auglýsingabann á óholum matvörum gagnvart börnum hefur verið reynt og er við lýði á tveimur stöðum. Í Svíþjóð og Quebec í Kanada. Gallinn er bara sá að það hefur ekki virkað á nokkurn hátt. Offita barna og unglinga er sama vandamálið þar og annars staðar. Þessi staðreynd hafði áhrif á Breta og átti þátt í því að þeir féllu frá því að fyrirskipa auglýsingabann. En ef lögbundið auglýsingabann hefur ekki áhrif á mataræði barna og unglinga er þá ekki ólíklegt að frjáls ákvörðun auglýsenda um að takmarka slíkar auglýsingar hafi meiri áhrif? Það virðist blasa við og þess vegna er svolítið erfitt að átta sig á því hvað bresk stjórnvöld - og Samfylkingin á Íslandi - eru að fara. Nema þau telji að reynsla Svía og Kanadamanna sé ekki einhlít og jafnvel þótt bannið sé áhrifalítið þá sé siðferðilega ekki stætt á öðru en að halda óhollustunni frá börnum svo sem kostur er. Vafalaust er það rétt að "óhollur matur" - hvað sem það nú er nákvæmlega - á sinn þátt - og líklega drjúgan - í offitu barna og unglinga, offitu sem skerðir möguleika þeirra í lífinu og skapar þeim heilsufarsleg vandamál, andleg og líkamleg, sem aftur skapar þjóðfélaginu kostnað og vandræði og annan ama. En mataræðið er áreiðanlega ekki eini sökudólgurinn. Líklega er hreyfingarleysi ungdómsins enn stærri áhrifaþáttur offituvandans. Aukin hreyfing, aukin líkamsrækt, er því líklega nærtækari leið til að vinna bug á offitunni, ekki síst ef hún helst í hendur við góða fræðslu um mataræði og aðra hollustuhætti.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
"Hvílík forræðishyggja!" eða "Eru nú gömlu sósíalistarnir búnir að hertaka Samfylkinguna?" - eitthvað á þessa leið voru upphrópanirnar sem heyrðust þegar fréttir barust af því að þingmenn Samfylkingarinnar vildu banna auglýsingar á óhollum matvörum í fjölmiðlum og hefðu borið fram tillögu um það á Alþingi. "Þarna sýnir Samfylkingin sitt rétta andlit - boð og bönn eru hennar ær og kýr" heyrðist einhver segja. Málið var tekið fyrir í Sunnudagsþættinum á Skjá einum. Ólafur Teitur Guðnason gerðist heimspekilegur og vitnaði í David Hume: "Frelsið glatast sjaldan í einu lagi. Það glatast iðulega smátt og smátt". Og það sem meira er, sagði Ólafur Teitur: "Leiðin frá frelsi til ánauðar er vörðuð góðum áformum, eins og Friedrich Hayek benti á. Þeir sem skerða frelsið, gera það oftast í einhverjum göfugum tilgangi". Og það má auðvitað segja að það sé göfugur tilgangur að bæta mataræði fólks. Í okkar heimshluta er það ekki skortur sem veldur vandræðum heldur ofgnótt sem velmegunin hefur leitt af sér en einn fylgifiskur hennar er offita sem orðin er svo útbreidd að talað er um hana sem eitt helsta heilbrigðisvandamál Vesturlanda. Í því sambandi hafa menn sérstakar áhyggjur af börnum og unglingum sem eru sögð varnarlaus gagnvart sölumönnum óhollra matvæla og drykkja. En áður en við höldum áfram að hneykslast á Samfylkingunni og forsjárhyggju hennar skulum við líta á hvað það er sem þingmenn hennar eru raunverulega að leggja til. Svarið finnum við í þingsályktunartillögu sem lesa má hér á vef Alþingis. Þar er lagt til að Alþingi samþykki eftirfarandi: "Alþingi ályktar að fela heilbrigðisráðherra að kanna grundvöll fyrir setningu reglna um takmörkun auglýsinga á matvöru sem inniheldur mikla fitu, sykur eða salt með það að markmiði að sporna við offitu, einkum meðal barna og ungmenna. Ráðherra leitist í þessu skyni m.a. við að ná samstöðu með framleiðendum, innflytjendum og auglýsendum um að þessar vörur verði ekki auglýstar í sjónvarpi fyrr en eftir klukkan níu á kvöldin." Rétt er að veita því athygli að í tillögunni felst ekki afdráttarlaus krafa um auglýsingabann heldur er frekar um að ræða tilmæli til heilbrigðisyfirvalda um að reyna að fá auglýsendur til samstarfs og vekja þá til skilnings á vandamálinu. En er þetta rétt leið og skynsamleg? Eða er hún stórvarasöm frelsisskerðing? Fram kemur í greinargerð með þingsályktunartillögunni að fyrirmyndin er sótt til breskra jafnaðarmanna: "Flutningsmenn vekja ... athygli á þeim aðgerðum sem bresk heilbrigðisyfirvöld hafa gripið til en tillaga þessi hefur þær að nokkru sem fyrirmynd." Um það voru hugmyndir í Bretlandi að banna sjónvarpsauglýsingar á óhollum matvælum á tímum sem börn væru helst fyrir framan viðtækin. Um þetta má til dæmis lesa hér á fréttavef BBC. Þar kemur fram að eftir skoðun málsins var fallið frá hugmyndinni um algjört bann við slíkum auglýsingum en í staðinn er í nýlegri hvítbók bresku ríkisstjórnarinnar eins og hér má lesa lagt til að teknar verði upp viðræður við hagsmunaaðila, þ.e. framleiðendur gosdrykkja, sælgætis og skyndifæðis, með það í huga að þeir setji sér sjálfur reglur sem takmarka það hvernig slíkum auglýsingum er beint að börnum. Segja má að það sé þetta sé Samfylkingin hafi í huga að gert verði á Íslandi. Af hverju ekki algjört bann? Ástæðan fyrir því að Bretar lögðu þá hugmynd á hilluna var að hún mætti miklu andófi. Hasmunaaðilar töldu hana óeðlilega frelsisskerðingu og mismunun og efasemdir voru uppi um að hún stæðist gagnvart grundvallarreglum um tjáningarfrelsi. Einnig var bent á á hve erfitt væri að skilgreina þær vörur sem ekki mætti auglýsa. Margir höfðu áhyggjur af því að hér væri verið að feta sig inn á slóðir sem boðið gætu hættu heim og skapað varhugaverð fordæmi. Auglýsingabann á óholum matvörum gagnvart börnum hefur verið reynt og er við lýði á tveimur stöðum. Í Svíþjóð og Quebec í Kanada. Gallinn er bara sá að það hefur ekki virkað á nokkurn hátt. Offita barna og unglinga er sama vandamálið þar og annars staðar. Þessi staðreynd hafði áhrif á Breta og átti þátt í því að þeir féllu frá því að fyrirskipa auglýsingabann. En ef lögbundið auglýsingabann hefur ekki áhrif á mataræði barna og unglinga er þá ekki ólíklegt að frjáls ákvörðun auglýsenda um að takmarka slíkar auglýsingar hafi meiri áhrif? Það virðist blasa við og þess vegna er svolítið erfitt að átta sig á því hvað bresk stjórnvöld - og Samfylkingin á Íslandi - eru að fara. Nema þau telji að reynsla Svía og Kanadamanna sé ekki einhlít og jafnvel þótt bannið sé áhrifalítið þá sé siðferðilega ekki stætt á öðru en að halda óhollustunni frá börnum svo sem kostur er. Vafalaust er það rétt að "óhollur matur" - hvað sem það nú er nákvæmlega - á sinn þátt - og líklega drjúgan - í offitu barna og unglinga, offitu sem skerðir möguleika þeirra í lífinu og skapar þeim heilsufarsleg vandamál, andleg og líkamleg, sem aftur skapar þjóðfélaginu kostnað og vandræði og annan ama. En mataræðið er áreiðanlega ekki eini sökudólgurinn. Líklega er hreyfingarleysi ungdómsins enn stærri áhrifaþáttur offituvandans. Aukin hreyfing, aukin líkamsrækt, er því líklega nærtækari leið til að vinna bug á offitunni, ekki síst ef hún helst í hendur við góða fræðslu um mataræði og aðra hollustuhætti.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar