Kaupæði því dollarinn svo lágur 9. desember 2004 00:01 Kaupóðir Íslendingar fljúga í auknum mæli til Bandaríkjanna og margir reyna að smygla varningnum inn. Þetta finna starfsmenn tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli og Icelandair. "Við verðum mikið varir við þetta. Fólk virðist ekki gera sér grein fyrir því hvað má flytja tollfrjálst til landsins og er því stoppað hér í stórum stíl og krafið um greiðslu. Það má ekki versla fyrir meira en 46 þúsund krónur hver og þar af má einn hlutur aðeins kosta 23 þúsund. Það ber að greiða virðisaukaskatt og önnur gjöld af öllum varningi sem fluttur er inn til landsins umfram þessa upphæð," segir Kári Guðlaugsson, aðaldeildarstjóri Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli. Magnið sem farþegarnir flytja til landsins er gríðarlegt, langt umfram heimildir, líklega 100-200 þúsund krónur á mann. Kári segir að tugir eða hundruð manna hafi greitt gjöld síðustu vikur og mánuði og þá einkum af fatnaði, leikföngum og gjafavöru. Ef dýrari hlutir eru fluttir til landsins og ekki framvísað þá er hald lagt á þá og viðkomandi greiðir sekt. Fólk hafi greitt hundruð eða milljónir króna í aðflutningsgjöld síðustu vikur. "Við erum með nokkur mál í skoðun, meðal annars gítar, fiðlu og myndavélar. Það er þó nokkuð um að hljóðfæri séu flutt svona inn en það ber að greiða gjöld ef verðmæti hljóðfærisins er yfir 23 þúsund krónur," segir hann. Bókanir Íslendinga með Icelandair til Bandaríkjanna eru 40 prósentum fleiri nú en á sama tíma á síðasta ári. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir mikla aukningu í verslunartengdum ferðum, einkum til Boston, Minneapolis og Baltimore. "Það fer ekkert framhjá okkur að dollarinn er lágur og margir nota tækifærið til að gera hagstæð innkaup," segir hann. "Það fer ekki framhjá vigtum að fólk er að versla, það er með fleiri töskur og handfarangur á bakaleiðinni. Þetta blasir við öllum og hefur verið með vaxandi þunga núna með haustinu." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Kaupóðir Íslendingar fljúga í auknum mæli til Bandaríkjanna og margir reyna að smygla varningnum inn. Þetta finna starfsmenn tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli og Icelandair. "Við verðum mikið varir við þetta. Fólk virðist ekki gera sér grein fyrir því hvað má flytja tollfrjálst til landsins og er því stoppað hér í stórum stíl og krafið um greiðslu. Það má ekki versla fyrir meira en 46 þúsund krónur hver og þar af má einn hlutur aðeins kosta 23 þúsund. Það ber að greiða virðisaukaskatt og önnur gjöld af öllum varningi sem fluttur er inn til landsins umfram þessa upphæð," segir Kári Guðlaugsson, aðaldeildarstjóri Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli. Magnið sem farþegarnir flytja til landsins er gríðarlegt, langt umfram heimildir, líklega 100-200 þúsund krónur á mann. Kári segir að tugir eða hundruð manna hafi greitt gjöld síðustu vikur og mánuði og þá einkum af fatnaði, leikföngum og gjafavöru. Ef dýrari hlutir eru fluttir til landsins og ekki framvísað þá er hald lagt á þá og viðkomandi greiðir sekt. Fólk hafi greitt hundruð eða milljónir króna í aðflutningsgjöld síðustu vikur. "Við erum með nokkur mál í skoðun, meðal annars gítar, fiðlu og myndavélar. Það er þó nokkuð um að hljóðfæri séu flutt svona inn en það ber að greiða gjöld ef verðmæti hljóðfærisins er yfir 23 þúsund krónur," segir hann. Bókanir Íslendinga með Icelandair til Bandaríkjanna eru 40 prósentum fleiri nú en á sama tíma á síðasta ári. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir mikla aukningu í verslunartengdum ferðum, einkum til Boston, Minneapolis og Baltimore. "Það fer ekkert framhjá okkur að dollarinn er lágur og margir nota tækifærið til að gera hagstæð innkaup," segir hann. "Það fer ekki framhjá vigtum að fólk er að versla, það er með fleiri töskur og handfarangur á bakaleiðinni. Þetta blasir við öllum og hefur verið með vaxandi þunga núna með haustinu."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira