Viðskipti innlent

Frjálst fall Bandaríkjadals

Gengi Bandaríkjadals heldur áfram að veikjast á gjaldeyrismörkuðum og íslenska krónan styrkist. Við lokun viðskipta í gær var kaupgengi Bandaríkjadals rúmlega 61 króna og hefur ekki verið lægra frá 1992. Dalurinn féll einnig gagnvart evrunn og hefur gengi dalsins ekki verið lægra gagnvart evru. Gengisvísitala krónu lækkaði niður í 112,4 í gær en var í 117,4 á föstudag. Þessi styrking krónunnar er talin eiga sér rætur í vaxtahækkun Seðlabankans á föstudaginn. Í Hálf fimm fréttum KB banka í gær segir að gengisvísitalan hafi ekki verið lægri frá því um mitt ár 2000. Lág gengisvísitala þýðir að færri krónur fást fyrir erlendar myntir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×